Lögregla rannsakar árekstur dróna við flugvél Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. apríl 2016 07:47 Tilvikið er fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi. Vísir/EPA Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi. Airwaves Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Allt bendir til þess að dróni hafi flogið á flugvél British Airwaves sem var á leið til London í gær. Lögreglurannsókn fer nú fram um málið. Steve Landells, starfsmaður Balpa sem eru samtök flugmanna í Bretlandi, segir eingöngu hafa verið tímaspursmál hvenær slíkt ætti sér stað og kallar eftir hertum reglum. Það að fljúga dróna of nálægt mönnuðu flugfari er stórhættulegt enda er hætta á því að dróninn sogist inn í hreyfil farartækisins eða rekist á glugga vélarinnar, með tilheyrandi skemmdum og hættu á að drepa flugmann vélarinnar. Fjallað var um málið á Vísi í gær. Flugvélin var á leið frá Genf í Sviss og var að huga að lendingu á Heathrow-flugvöll þegar flugmaður sá dróna, að hann hélt, fljúga á vélina. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni í London. Í flugvélinni, sem var af gerðinni Airbus A320, voru 132 farþegar og fimm áhafnarmeðlimir. Flugmaðurinn segir drónann hafa klesst framan á vélina en þrátt fyrir það tókst honum að lenda vélinni og tilkynnti atvikið í kjölfarið. Lögregla vinnur nú að rannsókn málsins. Reynist það rétt er þetta í fyrsta sinn sem dróni hefur flogið á mannað flugfar í Bretlandi. Drónar eru ómönnuð flugför.Vísir/EPAÓljóst er hver átti drónann sem sagt er að hafi klesst á vélina og hafa engir verið handteknir vegna málsins. Michael Johson, talsmaður British Airwaves, sagði vélina hafa verið skoðaða gaumgæfilega af verkfræðingum í London og talin hæf til flugs í kjölfarið. Það er óvanalegt að dróni klessi á flugvél en samkvæmt CNN eru þó ansi mörg skrásett tilvik þar sem slík hefur næstum því gerst. Það á sérstaklega við um bandaríska lofthelgi. Hafa flugmenn stundum þurft að grípa til örþrifaráða til þess að forða flugvél sinni frá tjóni. Þetta kemur fram í tiltölulega nýlegri rannsókn. Sérfræðingar fóru yfir 921 tilvik á árunum 2013 til 2015 þar sem dróni og mannað flugfar komu við sögu. „Rannsókn okkar hefur leitt í ljós að þetta á sér oftast stað á svæðum þar sem flugumferð mannaðra flugtækja er mikil og þar sem notkun dróna er bönnuð,“ sagði í yfirlýsingu sérfræðinga. Það að fljúga dróna of nálægt flugvelli getur endað með fimm ára fangelsi.
Airwaves Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira