Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2016 06:00 Alfreð Finnbogason er á skotskónum og líður vel hjá Augsburg. vísir/getty „Þessir síðustu tveir sigrar hafa verið gulls ígildi,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, í viðtali við Fréttablaðið, en hann tryggði sínum mönnum gríðarlega mikilvægan sigur á Stuttgart, 1-0, í þýsku 1. deildinni um helgina. Alfreð skoraði einnig í síðasta leik í 2-1 sigri á Werder Bremen en auk sigranna hafa þessi mörk verið gulls ígildi fyrir Augsburg. Alfreð og félagar eru í harðri fallbaráttu og þrátt fyrir sigrana í síðustu tveimur leikjum er liðið aðeins tveimur stigum frá umspilssæti og sex stigum frá falli þegar fjórar umferðir eru eftir. „Það var mjög sterkt að vinna Bremen þó við værum ekki að spila vel enda þeir beinn samkeppnisaðili í fallbaráttunni. Það sem var mest svekkjandi við sigurinn um helgina var að öll hin liðin í kringum okkur unnu líka. Ég hélt við fengjum smá andrými og værum orðnir öryggir en í staðinn er það bara barátta áfram. Við þurfum svona fjögur stig til að vera öruggir,“ segir Alfreð.Alfreð er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum.vísir/gettyMeð bros á vör Fótboltalífið hefur verið erfitt hjá Alfreð síðan hann yfirgaf Heerenveen sem markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Hann náði sér aldrei á skrið hjá Real Sociedad og fyrir utan sögulegt mark fyrir Olympiacos í London fyrr á tímabilinu var lánstíminn í Aþenu honum ekki góður. Nú er hann aftur á móti kominn í gang og hefur skorað fjögur mörk í síðustu fimm leikjum og fimm mörk í tíu leikjum í heildina. „Það er gaman að geta spilað aftur með bros á vör í liði sem hefur trú á manni og með þjálfara sem hefur trú á manni. Ég er búinn að byrja níu leiki í röð og það er nákvæmlega það sem mig vantaði í minn feril á þessum tímapunkti,“ segir Alfreð sem hefur alltaf haft bullandi trú á sjálfum sér. „Ég veit og hef sýnt að þegar ég fæ að spila þá mun ég skora mörk. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og veit að ég get skorað sama hversu góðri deild ég er í svo fremi sem ég er í liði sem hentar mínum leikstíl og ég fæ mín tækifæri. Ef þetta gengur allt upp þá mun ég skora og vera mikilvægur,“ segir Alfreð.Alfreð þarf að hlaupa meira í Þýskalandi.vísir/gettyVissi að þetta myndi henta Alfreð hefur ekki bara fengið lof fyrir að skora í Þýskalandi heldur líka fyrir dugnað sinn. „Ég hef alltaf lagt mikið á mig og reynt að vinna varnarvinnuna. Það að ég hafi ekki verið duglegur hefur aldrei verið neitt vandamál. Stundum í Hollandi var ég beðinn um að hlaupa aðeins minna til að vera ferskari í færunum,“ segir Alfreð, en nú þarf hann að hlaupa og djöflast í Þýskalandi. „Þýska deildin er mjög krefjandi. Návígin eru erfiðari enda allir hafsentar hérna yfir 190 cm. Deildin er líkamlegri, hraðinn meiri og meira um skyndisóknir. Ég er fenginn hingað sem vinnusamur framherji. Krafan er meiri en að skora bara og mér finnst hafa tekist vel til hjá mér í öllu hingað til. Ég kemst ekkert bara upp með að skora og vera ósýnilegur þess á milli.“ Alfreð segir að leikstíll Augsburg henti honum vel og hann vissi um leið og honum var sýnt hvernig liðið spilar að þarna gætu góðir hlutir gerst. „Þjálfarinn sýndi mér myndbönd þegar ég kom hérna fyrst og þá sá ég strax að mér ætti eftir að ganga vel hérna. Það er mjög gaman þegar við erum til dæmis með boltann á köntunum. Þá er ekkert dútl í gangi heldur boltanum bara flengt fyrir. Svo erum við líka gott skyndisóknarlið þannig þetta hentar mér mjög vel,“ segir Alfreð.Alfreð ætlar sér að vera í byrjunarliðinu 14. júní á móti Portúgal.vísir/gettyByrjunarliðið á EM Alfreð er búinn að koma sér vel fyrir í þessari 280.000 manna borg í suður Þýskalandi. Lífið utan vallar verður alltaf auðveldara þegar vel gengur innan vallar. „Það tók mig ekki langan tíma að koma mér fyrir. Ég er með íbúð nálægt miðbænum og er að komast inn í allt. Lífið er frekar auðvelt hvar sem maður býr þegar maður er framherji sem skorar,“ segir Alfreð léttur. Alfreð verður vafalítið í EM-hópnum sem tilkynntur verður í byrjun maí. Tækifæri hans í byrjunarliðinu í síðustu undankeppni voru af skornum skammti en hann vonast til að frammistaðan í Þýskalandi skjóti honum í byrjunarliðið í St. Étienne 14. júní þar sem strákarnir okkar mæta Portúgal. „Það er auðvitað stefnan. Ég veit að allir eru að ræða þetta og allir hafa skoðanir á fótbolta en ég tók þann pól í hæðina að blanda mér ekkert í umræðuna. Ég læt bara verkin tala og ætla að mæta í toppstandi þegar landsliðið kemur saman og byrjar að æfa. Þá verð ég búinn með 15-16 leiki í Bundesligunni og vonandi búinn að skora meira. Ég ætla bara að koma mér í þannig stöðu að það verði ekki annað hægt en að hafa mig í byrjunarliðinu,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði Augsburg lífsnauðsynlegan sigur | Sjáðu markið Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 16. apríl 2016 15:15 Alfreð leikmaður mánaðarins Skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars. 1. apríl 2016 09:05 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Sjá meira
„Þessir síðustu tveir sigrar hafa verið gulls ígildi,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, í viðtali við Fréttablaðið, en hann tryggði sínum mönnum gríðarlega mikilvægan sigur á Stuttgart, 1-0, í þýsku 1. deildinni um helgina. Alfreð skoraði einnig í síðasta leik í 2-1 sigri á Werder Bremen en auk sigranna hafa þessi mörk verið gulls ígildi fyrir Augsburg. Alfreð og félagar eru í harðri fallbaráttu og þrátt fyrir sigrana í síðustu tveimur leikjum er liðið aðeins tveimur stigum frá umspilssæti og sex stigum frá falli þegar fjórar umferðir eru eftir. „Það var mjög sterkt að vinna Bremen þó við værum ekki að spila vel enda þeir beinn samkeppnisaðili í fallbaráttunni. Það sem var mest svekkjandi við sigurinn um helgina var að öll hin liðin í kringum okkur unnu líka. Ég hélt við fengjum smá andrými og værum orðnir öryggir en í staðinn er það bara barátta áfram. Við þurfum svona fjögur stig til að vera öruggir,“ segir Alfreð.Alfreð er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum.vísir/gettyMeð bros á vör Fótboltalífið hefur verið erfitt hjá Alfreð síðan hann yfirgaf Heerenveen sem markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Hann náði sér aldrei á skrið hjá Real Sociedad og fyrir utan sögulegt mark fyrir Olympiacos í London fyrr á tímabilinu var lánstíminn í Aþenu honum ekki góður. Nú er hann aftur á móti kominn í gang og hefur skorað fjögur mörk í síðustu fimm leikjum og fimm mörk í tíu leikjum í heildina. „Það er gaman að geta spilað aftur með bros á vör í liði sem hefur trú á manni og með þjálfara sem hefur trú á manni. Ég er búinn að byrja níu leiki í röð og það er nákvæmlega það sem mig vantaði í minn feril á þessum tímapunkti,“ segir Alfreð sem hefur alltaf haft bullandi trú á sjálfum sér. „Ég veit og hef sýnt að þegar ég fæ að spila þá mun ég skora mörk. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og veit að ég get skorað sama hversu góðri deild ég er í svo fremi sem ég er í liði sem hentar mínum leikstíl og ég fæ mín tækifæri. Ef þetta gengur allt upp þá mun ég skora og vera mikilvægur,“ segir Alfreð.Alfreð þarf að hlaupa meira í Þýskalandi.vísir/gettyVissi að þetta myndi henta Alfreð hefur ekki bara fengið lof fyrir að skora í Þýskalandi heldur líka fyrir dugnað sinn. „Ég hef alltaf lagt mikið á mig og reynt að vinna varnarvinnuna. Það að ég hafi ekki verið duglegur hefur aldrei verið neitt vandamál. Stundum í Hollandi var ég beðinn um að hlaupa aðeins minna til að vera ferskari í færunum,“ segir Alfreð, en nú þarf hann að hlaupa og djöflast í Þýskalandi. „Þýska deildin er mjög krefjandi. Návígin eru erfiðari enda allir hafsentar hérna yfir 190 cm. Deildin er líkamlegri, hraðinn meiri og meira um skyndisóknir. Ég er fenginn hingað sem vinnusamur framherji. Krafan er meiri en að skora bara og mér finnst hafa tekist vel til hjá mér í öllu hingað til. Ég kemst ekkert bara upp með að skora og vera ósýnilegur þess á milli.“ Alfreð segir að leikstíll Augsburg henti honum vel og hann vissi um leið og honum var sýnt hvernig liðið spilar að þarna gætu góðir hlutir gerst. „Þjálfarinn sýndi mér myndbönd þegar ég kom hérna fyrst og þá sá ég strax að mér ætti eftir að ganga vel hérna. Það er mjög gaman þegar við erum til dæmis með boltann á köntunum. Þá er ekkert dútl í gangi heldur boltanum bara flengt fyrir. Svo erum við líka gott skyndisóknarlið þannig þetta hentar mér mjög vel,“ segir Alfreð.Alfreð ætlar sér að vera í byrjunarliðinu 14. júní á móti Portúgal.vísir/gettyByrjunarliðið á EM Alfreð er búinn að koma sér vel fyrir í þessari 280.000 manna borg í suður Þýskalandi. Lífið utan vallar verður alltaf auðveldara þegar vel gengur innan vallar. „Það tók mig ekki langan tíma að koma mér fyrir. Ég er með íbúð nálægt miðbænum og er að komast inn í allt. Lífið er frekar auðvelt hvar sem maður býr þegar maður er framherji sem skorar,“ segir Alfreð léttur. Alfreð verður vafalítið í EM-hópnum sem tilkynntur verður í byrjun maí. Tækifæri hans í byrjunarliðinu í síðustu undankeppni voru af skornum skammti en hann vonast til að frammistaðan í Þýskalandi skjóti honum í byrjunarliðið í St. Étienne 14. júní þar sem strákarnir okkar mæta Portúgal. „Það er auðvitað stefnan. Ég veit að allir eru að ræða þetta og allir hafa skoðanir á fótbolta en ég tók þann pól í hæðina að blanda mér ekkert í umræðuna. Ég læt bara verkin tala og ætla að mæta í toppstandi þegar landsliðið kemur saman og byrjar að æfa. Þá verð ég búinn með 15-16 leiki í Bundesligunni og vonandi búinn að skora meira. Ég ætla bara að koma mér í þannig stöðu að það verði ekki annað hægt en að hafa mig í byrjunarliðinu,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði Augsburg lífsnauðsynlegan sigur | Sjáðu markið Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 16. apríl 2016 15:15 Alfreð leikmaður mánaðarins Skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars. 1. apríl 2016 09:05 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Sjá meira
Alfreð tryggði Augsburg lífsnauðsynlegan sigur | Sjáðu markið Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 16. apríl 2016 15:15
Alfreð leikmaður mánaðarins Skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars. 1. apríl 2016 09:05
Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44