Alfreð: Nákvæmlega það sem ég þurfti á þessum tímapunkti á mínum ferli Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. apríl 2016 06:00 Alfreð Finnbogason er á skotskónum og líður vel hjá Augsburg. vísir/getty „Þessir síðustu tveir sigrar hafa verið gulls ígildi,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, í viðtali við Fréttablaðið, en hann tryggði sínum mönnum gríðarlega mikilvægan sigur á Stuttgart, 1-0, í þýsku 1. deildinni um helgina. Alfreð skoraði einnig í síðasta leik í 2-1 sigri á Werder Bremen en auk sigranna hafa þessi mörk verið gulls ígildi fyrir Augsburg. Alfreð og félagar eru í harðri fallbaráttu og þrátt fyrir sigrana í síðustu tveimur leikjum er liðið aðeins tveimur stigum frá umspilssæti og sex stigum frá falli þegar fjórar umferðir eru eftir. „Það var mjög sterkt að vinna Bremen þó við værum ekki að spila vel enda þeir beinn samkeppnisaðili í fallbaráttunni. Það sem var mest svekkjandi við sigurinn um helgina var að öll hin liðin í kringum okkur unnu líka. Ég hélt við fengjum smá andrými og værum orðnir öryggir en í staðinn er það bara barátta áfram. Við þurfum svona fjögur stig til að vera öruggir,“ segir Alfreð.Alfreð er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum.vísir/gettyMeð bros á vör Fótboltalífið hefur verið erfitt hjá Alfreð síðan hann yfirgaf Heerenveen sem markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Hann náði sér aldrei á skrið hjá Real Sociedad og fyrir utan sögulegt mark fyrir Olympiacos í London fyrr á tímabilinu var lánstíminn í Aþenu honum ekki góður. Nú er hann aftur á móti kominn í gang og hefur skorað fjögur mörk í síðustu fimm leikjum og fimm mörk í tíu leikjum í heildina. „Það er gaman að geta spilað aftur með bros á vör í liði sem hefur trú á manni og með þjálfara sem hefur trú á manni. Ég er búinn að byrja níu leiki í röð og það er nákvæmlega það sem mig vantaði í minn feril á þessum tímapunkti,“ segir Alfreð sem hefur alltaf haft bullandi trú á sjálfum sér. „Ég veit og hef sýnt að þegar ég fæ að spila þá mun ég skora mörk. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og veit að ég get skorað sama hversu góðri deild ég er í svo fremi sem ég er í liði sem hentar mínum leikstíl og ég fæ mín tækifæri. Ef þetta gengur allt upp þá mun ég skora og vera mikilvægur,“ segir Alfreð.Alfreð þarf að hlaupa meira í Þýskalandi.vísir/gettyVissi að þetta myndi henta Alfreð hefur ekki bara fengið lof fyrir að skora í Þýskalandi heldur líka fyrir dugnað sinn. „Ég hef alltaf lagt mikið á mig og reynt að vinna varnarvinnuna. Það að ég hafi ekki verið duglegur hefur aldrei verið neitt vandamál. Stundum í Hollandi var ég beðinn um að hlaupa aðeins minna til að vera ferskari í færunum,“ segir Alfreð, en nú þarf hann að hlaupa og djöflast í Þýskalandi. „Þýska deildin er mjög krefjandi. Návígin eru erfiðari enda allir hafsentar hérna yfir 190 cm. Deildin er líkamlegri, hraðinn meiri og meira um skyndisóknir. Ég er fenginn hingað sem vinnusamur framherji. Krafan er meiri en að skora bara og mér finnst hafa tekist vel til hjá mér í öllu hingað til. Ég kemst ekkert bara upp með að skora og vera ósýnilegur þess á milli.“ Alfreð segir að leikstíll Augsburg henti honum vel og hann vissi um leið og honum var sýnt hvernig liðið spilar að þarna gætu góðir hlutir gerst. „Þjálfarinn sýndi mér myndbönd þegar ég kom hérna fyrst og þá sá ég strax að mér ætti eftir að ganga vel hérna. Það er mjög gaman þegar við erum til dæmis með boltann á köntunum. Þá er ekkert dútl í gangi heldur boltanum bara flengt fyrir. Svo erum við líka gott skyndisóknarlið þannig þetta hentar mér mjög vel,“ segir Alfreð.Alfreð ætlar sér að vera í byrjunarliðinu 14. júní á móti Portúgal.vísir/gettyByrjunarliðið á EM Alfreð er búinn að koma sér vel fyrir í þessari 280.000 manna borg í suður Þýskalandi. Lífið utan vallar verður alltaf auðveldara þegar vel gengur innan vallar. „Það tók mig ekki langan tíma að koma mér fyrir. Ég er með íbúð nálægt miðbænum og er að komast inn í allt. Lífið er frekar auðvelt hvar sem maður býr þegar maður er framherji sem skorar,“ segir Alfreð léttur. Alfreð verður vafalítið í EM-hópnum sem tilkynntur verður í byrjun maí. Tækifæri hans í byrjunarliðinu í síðustu undankeppni voru af skornum skammti en hann vonast til að frammistaðan í Þýskalandi skjóti honum í byrjunarliðið í St. Étienne 14. júní þar sem strákarnir okkar mæta Portúgal. „Það er auðvitað stefnan. Ég veit að allir eru að ræða þetta og allir hafa skoðanir á fótbolta en ég tók þann pól í hæðina að blanda mér ekkert í umræðuna. Ég læt bara verkin tala og ætla að mæta í toppstandi þegar landsliðið kemur saman og byrjar að æfa. Þá verð ég búinn með 15-16 leiki í Bundesligunni og vonandi búinn að skora meira. Ég ætla bara að koma mér í þannig stöðu að það verði ekki annað hægt en að hafa mig í byrjunarliðinu,“ segir Alfreð Finnbogason. EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði Augsburg lífsnauðsynlegan sigur | Sjáðu markið Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 16. apríl 2016 15:15 Alfreð leikmaður mánaðarins Skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars. 1. apríl 2016 09:05 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
„Þessir síðustu tveir sigrar hafa verið gulls ígildi,“ segir Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg og íslenska landsliðsins, í viðtali við Fréttablaðið, en hann tryggði sínum mönnum gríðarlega mikilvægan sigur á Stuttgart, 1-0, í þýsku 1. deildinni um helgina. Alfreð skoraði einnig í síðasta leik í 2-1 sigri á Werder Bremen en auk sigranna hafa þessi mörk verið gulls ígildi fyrir Augsburg. Alfreð og félagar eru í harðri fallbaráttu og þrátt fyrir sigrana í síðustu tveimur leikjum er liðið aðeins tveimur stigum frá umspilssæti og sex stigum frá falli þegar fjórar umferðir eru eftir. „Það var mjög sterkt að vinna Bremen þó við værum ekki að spila vel enda þeir beinn samkeppnisaðili í fallbaráttunni. Það sem var mest svekkjandi við sigurinn um helgina var að öll hin liðin í kringum okkur unnu líka. Ég hélt við fengjum smá andrými og værum orðnir öryggir en í staðinn er það bara barátta áfram. Við þurfum svona fjögur stig til að vera öruggir,“ segir Alfreð.Alfreð er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm leikjum.vísir/gettyMeð bros á vör Fótboltalífið hefur verið erfitt hjá Alfreð síðan hann yfirgaf Heerenveen sem markakóngur hollensku úrvalsdeildarinnar. Hann náði sér aldrei á skrið hjá Real Sociedad og fyrir utan sögulegt mark fyrir Olympiacos í London fyrr á tímabilinu var lánstíminn í Aþenu honum ekki góður. Nú er hann aftur á móti kominn í gang og hefur skorað fjögur mörk í síðustu fimm leikjum og fimm mörk í tíu leikjum í heildina. „Það er gaman að geta spilað aftur með bros á vör í liði sem hefur trú á manni og með þjálfara sem hefur trú á manni. Ég er búinn að byrja níu leiki í röð og það er nákvæmlega það sem mig vantaði í minn feril á þessum tímapunkti,“ segir Alfreð sem hefur alltaf haft bullandi trú á sjálfum sér. „Ég veit og hef sýnt að þegar ég fæ að spila þá mun ég skora mörk. Ég hef mikla trú á sjálfum mér og veit að ég get skorað sama hversu góðri deild ég er í svo fremi sem ég er í liði sem hentar mínum leikstíl og ég fæ mín tækifæri. Ef þetta gengur allt upp þá mun ég skora og vera mikilvægur,“ segir Alfreð.Alfreð þarf að hlaupa meira í Þýskalandi.vísir/gettyVissi að þetta myndi henta Alfreð hefur ekki bara fengið lof fyrir að skora í Þýskalandi heldur líka fyrir dugnað sinn. „Ég hef alltaf lagt mikið á mig og reynt að vinna varnarvinnuna. Það að ég hafi ekki verið duglegur hefur aldrei verið neitt vandamál. Stundum í Hollandi var ég beðinn um að hlaupa aðeins minna til að vera ferskari í færunum,“ segir Alfreð, en nú þarf hann að hlaupa og djöflast í Þýskalandi. „Þýska deildin er mjög krefjandi. Návígin eru erfiðari enda allir hafsentar hérna yfir 190 cm. Deildin er líkamlegri, hraðinn meiri og meira um skyndisóknir. Ég er fenginn hingað sem vinnusamur framherji. Krafan er meiri en að skora bara og mér finnst hafa tekist vel til hjá mér í öllu hingað til. Ég kemst ekkert bara upp með að skora og vera ósýnilegur þess á milli.“ Alfreð segir að leikstíll Augsburg henti honum vel og hann vissi um leið og honum var sýnt hvernig liðið spilar að þarna gætu góðir hlutir gerst. „Þjálfarinn sýndi mér myndbönd þegar ég kom hérna fyrst og þá sá ég strax að mér ætti eftir að ganga vel hérna. Það er mjög gaman þegar við erum til dæmis með boltann á köntunum. Þá er ekkert dútl í gangi heldur boltanum bara flengt fyrir. Svo erum við líka gott skyndisóknarlið þannig þetta hentar mér mjög vel,“ segir Alfreð.Alfreð ætlar sér að vera í byrjunarliðinu 14. júní á móti Portúgal.vísir/gettyByrjunarliðið á EM Alfreð er búinn að koma sér vel fyrir í þessari 280.000 manna borg í suður Þýskalandi. Lífið utan vallar verður alltaf auðveldara þegar vel gengur innan vallar. „Það tók mig ekki langan tíma að koma mér fyrir. Ég er með íbúð nálægt miðbænum og er að komast inn í allt. Lífið er frekar auðvelt hvar sem maður býr þegar maður er framherji sem skorar,“ segir Alfreð léttur. Alfreð verður vafalítið í EM-hópnum sem tilkynntur verður í byrjun maí. Tækifæri hans í byrjunarliðinu í síðustu undankeppni voru af skornum skammti en hann vonast til að frammistaðan í Þýskalandi skjóti honum í byrjunarliðið í St. Étienne 14. júní þar sem strákarnir okkar mæta Portúgal. „Það er auðvitað stefnan. Ég veit að allir eru að ræða þetta og allir hafa skoðanir á fótbolta en ég tók þann pól í hæðina að blanda mér ekkert í umræðuna. Ég læt bara verkin tala og ætla að mæta í toppstandi þegar landsliðið kemur saman og byrjar að æfa. Þá verð ég búinn með 15-16 leiki í Bundesligunni og vonandi búinn að skora meira. Ég ætla bara að koma mér í þannig stöðu að það verði ekki annað hægt en að hafa mig í byrjunarliðinu,“ segir Alfreð Finnbogason.
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði Augsburg lífsnauðsynlegan sigur | Sjáðu markið Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 16. apríl 2016 15:15 Alfreð leikmaður mánaðarins Skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars. 1. apríl 2016 09:05 Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Sjá meira
Alfreð tryggði Augsburg lífsnauðsynlegan sigur | Sjáðu markið Alfreð Finnbogason tryggði Augsburg 1-0 sigur á VfB Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 16. apríl 2016 15:15
Alfreð leikmaður mánaðarins Skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö fyrir Augsburg í mars. 1. apríl 2016 09:05
Nú talar Alfreð þýsku Búinn að vera í tvo mánuði í Þýskalandi og strax byrjaður að svara spurningum á nýju tungumáli. 8. apríl 2016 14:44