Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 19-23 | Ekkert sumarfrí hjá Fram Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 16. apríl 2016 18:30 vísir/ernir Fram tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir fjögurra marka sigur 19-23 gegn ÍBV. Fram sýndi bestu hliðarnar sínar í dag en þær áttu ömurlegan leik á miðvikudaginn. Í hóp ÍBV voru allar nema ein frá Vestmannaeyjum en tveir af þremur útlendingum liðsins eru meiddir þessa dagana. Sú þriðja, Telma Amado, náði sér alls ekki á strik í dag en hún var frábær í síðasta leik liðanna. Telma skoraði úr einu af sínum fjórum skotum í dag og virtist vera í miklu veseni á milli varnarmanna Fram. Telma var ekki sú eina sem náði sér ekki á strik hjá ÍBV þar sem útileikmenn liðsins voru alls ekki að standa sig í dag. Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu sextán af nítján mörkum liðsins. Þær voru jafnframt þær einu í liði ÍBV sem skoruðu fleiri en eitt mark. Eftir þrettán mínútur var staðan 8-7 fyrir ÍBV en bæði lið voru að keyra á ótrúlegu tempói. Fram keyrði sérstaklega mikið í bakið á ÍBV en heimakonur voru hægar til baka. Restin af fyrri hálfleik var alveg ömurleg hjá ÍBV. Þær skoruðu þrjú mörk á síðustu sautján mínútum fyrri hálfleiks og tókst ekki að skora á fyrstu fimm í seinni. Þetta var alveg ömurlegur kafli hjá ÍBV en Fram skoraði sjö mörk á þessum kafla. Fram komst fljótlega fjórum mörkum yfir en þær gerðu rosalega vel í að halda þeirri forystu, ÍBV tókst þó að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum. Um 50. mínútu þá spilaði ÍBV mikið einni fleiri en þær nýttu sér það gjörsamlega ekki neitt. Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Fram en hún skoraði tíu mörk í dag. Mörg þeirra komu á mikilvægum tímapunktum í leiknum þar sem ÍBV nálgaðist. Markverðir liðanna voru mjög góðir í dag en Erla Rós Sigmarsdóttir varði átján skot í marki ÍBV. Hún hélt liðinu á floti á köflum en vörn ÍBV hefur oft verið betri en í dag. Guðrún Ósk Maríasdóttir var líka frábær í marki Fram, hún varði sautján skot en Hafdís Lilja Torfadóttir stal síðan senunni. Hún kom inn á til þess að verja vítakast, hún gerði það. ÍBV hélt boltanum og fékk annað vítakast sem hún varði einnig. Hafdís varði sex skot af þeim átta sem hún fékk á sig en þar af voru þrjú vítaköst. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudaginn í Safamýrinni en sigurvegari leiksins mætir Gróttu í undanúrslitum.Stefán Arnarson: Erla miklu betri en pabbi sinn „Alltaf þegar maður kemur til Eyja og vinnur þá er maður sáttur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var sáttur með leik sinna stelpna í dag þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta er alltaf mjög erfiður útivöllur og flottur heimavöllur, þannig ég er sáttur.“ Hver var mesti munurinn á þessum leik og leiknum á miðvikudaginn? „Hugarfarið var aðal munurinn, við vorum ekki mættar til leiks í fyrsta leik. Margar léku langt undir getu en í dag voru allar að spila vel.“ „Við höfum alltaf keyrt mikið en við náðum ekki að keyra í dag. Við breyttum aðeins útfærslunni í hraðaupphlaupunum núna og það gekk bara mjög vel.“ „Mér fannst Guðrún spila vel og Hafdís sem er átján ára kom frábær inn hjá okkur. Svo hún Erla er orðin miklu betri en pabbi sinn var þannig að það er erfitt að skora hjá henni, enda var pabbi hennar bara ágætur markvörður,“ sagði Stefán um markverði liðanna í einvíginu. Stefán gerði lítið úr möguleikum Fram eftir leik þeirra gegn ÍBV á miðvikudaginn og sagði að ÍBV væri að klára þetta. Vann hann sálfræðistríðið? „Ég dæmdi út frá því hvernig við spiluðum, við spiluðum illa og þess vegna sagði ég að það væri búið en við náðum að snúa þessu við.“Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára „Í sjálfu sér er ég ánægð með baráttuna, ég get ekki sagt að þær hafi ekki lagt sig fram í dag,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Fram úti í Eyjum. „Mér finnst varnarleikurinn frábær, það sem var að eru hraðaupphlaupsmörk sem þær skora. Ég var ósátt við hvað við vorum seinar til baka, auðveld mörk sem ég vildi ekki fá á mig. Ég hefði viljað mínusa þau mörk út.“ „Fyrstu tólf mínúturnar í seinni fer þetta, við náum að halda þeim í einu marki en erum á meðan að brenna á dauðafærum. Við hefðum auðveldlega geta komist inn í leikinn aftur og jafnað eða þess vegna komist yfir. Í staðinn erum við ennþá þremur til fjórum mörkum undir, lélegi kaflinn þeirra var líka lélegi kaflinn okkar.“ Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 16 af 19 mörkum ÍBV í dag, það er nokkuð skrýtið. „Það er ekki nógu gott, Ester var mjög flott í dag. Við áttum Drífu algjörlega inni, hún kom haltrandi út áðan. Hún gengur ekki heil til skógar, við söknum klárlega framlags frá fleiri leikmönnum í dag.“ „Telma var frábær í síðasta leik með sjö mörk, hún er ekki nógu góð í dag. Skoraði hún eitt? Hún er líka að fara með einhver dauðafæri og það hefði munað að fá það inn.“ Hverju þarf liðið að breyta fyrir oddaleikinn? „Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára, þetta lítur ekkert alltof vel út hjá okkur. Eins og staðan er núna þá er Vera út, Drífa út og Greta út fyrir. Þóra kemur inn í dag hún er rosalega flott og ung stelpa sem er áræðin. Það fer ábyrgð á ungar herðar núna, þær verða að standast það.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var góð í marki ÍBV í dag með átján skot varin. „Við erum aldrei að fara að standa í Fram með undir tíu bolta varða, það er alveg ljóst. Hún er okkur lífsnauðsynleg í þessum ham.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Fram tryggði sér oddaleik í Eyjum eftir fjögurra marka sigur 19-23 gegn ÍBV. Fram sýndi bestu hliðarnar sínar í dag en þær áttu ömurlegan leik á miðvikudaginn. Í hóp ÍBV voru allar nema ein frá Vestmannaeyjum en tveir af þremur útlendingum liðsins eru meiddir þessa dagana. Sú þriðja, Telma Amado, náði sér alls ekki á strik í dag en hún var frábær í síðasta leik liðanna. Telma skoraði úr einu af sínum fjórum skotum í dag og virtist vera í miklu veseni á milli varnarmanna Fram. Telma var ekki sú eina sem náði sér ekki á strik hjá ÍBV þar sem útileikmenn liðsins voru alls ekki að standa sig í dag. Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir gerðu sextán af nítján mörkum liðsins. Þær voru jafnframt þær einu í liði ÍBV sem skoruðu fleiri en eitt mark. Eftir þrettán mínútur var staðan 8-7 fyrir ÍBV en bæði lið voru að keyra á ótrúlegu tempói. Fram keyrði sérstaklega mikið í bakið á ÍBV en heimakonur voru hægar til baka. Restin af fyrri hálfleik var alveg ömurleg hjá ÍBV. Þær skoruðu þrjú mörk á síðustu sautján mínútum fyrri hálfleiks og tókst ekki að skora á fyrstu fimm í seinni. Þetta var alveg ömurlegur kafli hjá ÍBV en Fram skoraði sjö mörk á þessum kafla. Fram komst fljótlega fjórum mörkum yfir en þær gerðu rosalega vel í að halda þeirri forystu, ÍBV tókst þó að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum. Um 50. mínútu þá spilaði ÍBV mikið einni fleiri en þær nýttu sér það gjörsamlega ekki neitt. Ragnheiður Júlíusdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Fram en hún skoraði tíu mörk í dag. Mörg þeirra komu á mikilvægum tímapunktum í leiknum þar sem ÍBV nálgaðist. Markverðir liðanna voru mjög góðir í dag en Erla Rós Sigmarsdóttir varði átján skot í marki ÍBV. Hún hélt liðinu á floti á köflum en vörn ÍBV hefur oft verið betri en í dag. Guðrún Ósk Maríasdóttir var líka frábær í marki Fram, hún varði sautján skot en Hafdís Lilja Torfadóttir stal síðan senunni. Hún kom inn á til þess að verja vítakast, hún gerði það. ÍBV hélt boltanum og fékk annað vítakast sem hún varði einnig. Hafdís varði sex skot af þeim átta sem hún fékk á sig en þar af voru þrjú vítaköst. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudaginn í Safamýrinni en sigurvegari leiksins mætir Gróttu í undanúrslitum.Stefán Arnarson: Erla miklu betri en pabbi sinn „Alltaf þegar maður kemur til Eyja og vinnur þá er maður sáttur,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sem var sáttur með leik sinna stelpna í dag þegar þær sigruðu ÍBV. „Þetta er alltaf mjög erfiður útivöllur og flottur heimavöllur, þannig ég er sáttur.“ Hver var mesti munurinn á þessum leik og leiknum á miðvikudaginn? „Hugarfarið var aðal munurinn, við vorum ekki mættar til leiks í fyrsta leik. Margar léku langt undir getu en í dag voru allar að spila vel.“ „Við höfum alltaf keyrt mikið en við náðum ekki að keyra í dag. Við breyttum aðeins útfærslunni í hraðaupphlaupunum núna og það gekk bara mjög vel.“ „Mér fannst Guðrún spila vel og Hafdís sem er átján ára kom frábær inn hjá okkur. Svo hún Erla er orðin miklu betri en pabbi sinn var þannig að það er erfitt að skora hjá henni, enda var pabbi hennar bara ágætur markvörður,“ sagði Stefán um markverði liðanna í einvíginu. Stefán gerði lítið úr möguleikum Fram eftir leik þeirra gegn ÍBV á miðvikudaginn og sagði að ÍBV væri að klára þetta. Vann hann sálfræðistríðið? „Ég dæmdi út frá því hvernig við spiluðum, við spiluðum illa og þess vegna sagði ég að það væri búið en við náðum að snúa þessu við.“Hrafnhildur Ósk Skúladóttir: Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára „Í sjálfu sér er ég ánægð með baráttuna, ég get ekki sagt að þær hafi ekki lagt sig fram í dag,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, eftir tap gegn Fram úti í Eyjum. „Mér finnst varnarleikurinn frábær, það sem var að eru hraðaupphlaupsmörk sem þær skora. Ég var ósátt við hvað við vorum seinar til baka, auðveld mörk sem ég vildi ekki fá á mig. Ég hefði viljað mínusa þau mörk út.“ „Fyrstu tólf mínúturnar í seinni fer þetta, við náum að halda þeim í einu marki en erum á meðan að brenna á dauðafærum. Við hefðum auðveldlega geta komist inn í leikinn aftur og jafnað eða þess vegna komist yfir. Í staðinn erum við ennþá þremur til fjórum mörkum undir, lélegi kaflinn þeirra var líka lélegi kaflinn okkar.“ Ester Óskarsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu 16 af 19 mörkum ÍBV í dag, það er nokkuð skrýtið. „Það er ekki nógu gott, Ester var mjög flott í dag. Við áttum Drífu algjörlega inni, hún kom haltrandi út áðan. Hún gengur ekki heil til skógar, við söknum klárlega framlags frá fleiri leikmönnum í dag.“ „Telma var frábær í síðasta leik með sjö mörk, hún er ekki nógu góð í dag. Skoraði hún eitt? Hún er líka að fara með einhver dauðafæri og það hefði munað að fá það inn.“ Hverju þarf liðið að breyta fyrir oddaleikinn? „Ég væri til í að hafa einhverja leikmenn klára, þetta lítur ekkert alltof vel út hjá okkur. Eins og staðan er núna þá er Vera út, Drífa út og Greta út fyrir. Þóra kemur inn í dag hún er rosalega flott og ung stelpa sem er áræðin. Það fer ábyrgð á ungar herðar núna, þær verða að standast það.“ Erla Rós Sigmarsdóttir var góð í marki ÍBV í dag með átján skot varin. „Við erum aldrei að fara að standa í Fram með undir tíu bolta varða, það er alveg ljóst. Hún er okkur lífsnauðsynleg í þessum ham.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira