Baráttan milli Clinton og Sanders harðnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders lögðu hönd að brjósti þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn á undan sjónvarpskappræðum þeirra á fimmtudagskvöldið. Nordicphotos/AFP Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Forkosningarnar í New York á þriðjudaginn gætu skipt sköpum í kosningabaráttu Demókrataflokksins, þar sem nú sígur á seinni hluta hennar. Þau Hillary Clinton og Bernie Sanders þóttu óvenju hranaleg og óvægin í kappræðum á fimmtudagskvöldið. Sanders var gagnrýndur fyrir að vera of reiður en Clinton þótti ekki síður harðsnúin í gagnrýni sinni á Sanders. Sanders sagðist meðal annars ekki efast um að Clinton væri hæf til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Hins vegar efaðist hann um dómgreind hennar og tíndi til ýmsar umdeildar ákvarðanir hennar. Sanders krafðist meðal annars svara frá Clinton um hernað Ísraela á Gasasvæðinu árið 2014. Hann sagðist sjálfur styðja Ísraelsríki af heilum hug en vera engu að síður þeirrar skoðunar að Ísraelar hefðu beitt óhóflega miklu ofbeldi, og spurði beint hvort Clinton væri sömu skoðunar. Hún kom sér hjá því að svara þeirri spurningu beint, en sagðist ætla að halda ótrauð áfram að vinna að lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna yrði hún forseti. Enn eiga demókratar eftir að halda forkosningar í tuttugu ríkjum Bandaríkjanna, en repúblikanar í sextán. Mestu munar þar um New York, þar sem gengið verður til atkvæða á þriðjudaginn kemur, og Kaliforníu þar sem kosið verður 7. júní. Þann dag verða síðustu forkosningar flokkanna tveggja, og alls ekki víst að úrslitin ráðist fyrr en þá – eða jafnvel ekki fyrr en á landsþingum flokkanna í júlí. Sanders hefur unnið sjö af síðustu átta forkosningum, en virðist eiga þungan róður fram undan samkvæmt skoðanakönnunum. Fyrirfram virðist Sanders eiga litla möguleika gegn Clinton í New York á þriðjudaginn. Clinton mælist þar með vel yfir 50 prósenta stuðning en Sanders með um og innan við fjörutíu prósent. Af repúblikönum er það að frétta að Donald Trump mjakast áfram nær sigrinum, þótt enn vanti töluvert upp á að hann sé búinn að tryggja sér meirihluta á landsþinginu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira