Lakers seldi Kobe-vörur fyrir 150 milljónir á lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 08:00 Kobe Bryant eftir lokaleikinn umrkingdur fjölmiðlamönnum. Vísir/Getty Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Kobe Bryant setti ekki aðeins stigamet inn á vellinum í síðasta leik sínum í NBA í fyrrinótt heldur setti Los Angeles Lakers einnig met í sölu NBA-varnings á einum degi á einum stað. Lokaleikur Kobe Bryant var með Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz í Staples Center og skoraði kappinn þá 60 stig í endurkomusigri þar sem Kobe skoraði meðal annars átta stiga á lokamínútunni. Staples Center nýtti að sjálfsögðu tækifærið á öllu Kobe-æðinu sem var í gangi og tókst á endanum að selja Kobe-vörur fyrir 1,2 milljónir dollara eða um 150 milljónir íslenskra króna. Sean Ryan, varaforseti AEG markaðfyrirtækisins, sagði ESPN frá því að með þessu hefðu Kobe og Los Angeles Lakers sett nýtt heimsmet í sölu á einum stað á einum degi. Gamla heimsmetið var frá 10. desember 2007 þegar bandaríska hljómsveitin Led Zeppelin hélt sína fyrstu stóru tónleika í þrjá áratugi í O2 höllinni í London og seldi varning tengdum hljómsveitinni fyrir eina milljón dollara. Það var dýrt á lokaleik Kobe Bryant en meðalverð á miða á leikinn var 230 dollarar eða um 29 þúsund krónur íslenskar. Áhorfendur eyddu síðan að meðaltali 61 dollara í Kobe-vörur þetta kvöld sem gera tæplega átta þúsund krónur íslenskar. Mikið af Kobe-vörunum seldust líka upp í Staples Center enda voru allir á svæðinu vitlausir í flotta minjagripi um þetta magnaða kvöld. Kobe Bryant sjálfur fékk að sjálfsögðu stóran hluta af gróðanum í gegnum fyrirtæki sitt en eins græddu Lakers og AEG mikið þetta kvöld í Staples Center. Kobe Bryant átti líka aukaútspil í lok blaðamannafundar síns en hann endaði Kobe á orðunum: "Mamba Out". Mínútum síðar voru bolir með "Mamba Out" komnir til sölu á heimasíðu hans. Þeir voru í þremur litum og kostuðu 25 dollara hver eða um 3100 krónur. Áhorfendurnir fengu líka mikið fyrir sinn snúð enda setti Kobe Bryant met í leiknum og það verður ekki metið til fjár að geta montað sig að því næstu áratugina að hafa verið á síðasta leik Kobe Bryant í NBA-deildinni.Vísir/Getty"Mamba Out"Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. 14. apríl 2016 12:00
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn