Veðbankar segja meiri líkur á að Cleveland verði NBA-meistari en San Antonio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Golden State Warriors vann NBA-titilinn í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Golden State Warriors er sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og það kemur auðvitað engum á óvart. Golden State er NBA-meistari síðan síðasta sumar og vann 73 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er nýtt NBA-met. Westgate SuperBook veðbankinn hefur tekið saman sigurlíkurnar hjá þeim sextán liðum sem komust í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Samkvæmt þeim lista ættu Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum annað árið í röð. Það vekur athygli að það eru meiri líkur að Cleveland Cavaliers verði NBA-meistari en San Antonio Spurs sem vann meðal annars 40 af 41 heimaleik sínum í deildarkeppninni. Aðalástæðna er væntanlega að Spurs þarf að komast í gegnum Golden State ætli liðið sér í lokaúrslitin í ár. Þrjú af fjórum sigurstranglegustu liðunum koma samt úr Vesturdeildinni en Oklahoma City Thunder er í fjórða sæti listans á undan Toronto Raptors. Það er aftur á móti minnstu líkurnar á því að Memphis Grizzlies verði NBA-meistari í ár en liðið endaði tímabilið skelfilega eftir að hafa misst marga af lykilmönnum sínum í meiðsli.Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.Líkur á NBA-meistaratitli í ár: Golden State Warriors 5/7 Cleveland Cavaliers 3/1 San Antonio Spurs 7/2 Oklahoma City Thunder 16/1 Toronto Raptors 25/1 Los Angeles Clippers 30/1 Miami Heat 40/1 Boston Celtics 50/1 Atlanta Hawks 60/1 Indiana Pacers 100/1 Charlotte Hornets 100/1 Portland Trail Blazers 200/1 Detroit Pistons 200/1 Houston Rockets 300/1 Dallas Mavericks 300/1 Memphis Grizzlies 1,000/1- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Golden State Warriors er sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og það kemur auðvitað engum á óvart. Golden State er NBA-meistari síðan síðasta sumar og vann 73 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er nýtt NBA-met. Westgate SuperBook veðbankinn hefur tekið saman sigurlíkurnar hjá þeim sextán liðum sem komust í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Samkvæmt þeim lista ættu Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum annað árið í röð. Það vekur athygli að það eru meiri líkur að Cleveland Cavaliers verði NBA-meistari en San Antonio Spurs sem vann meðal annars 40 af 41 heimaleik sínum í deildarkeppninni. Aðalástæðna er væntanlega að Spurs þarf að komast í gegnum Golden State ætli liðið sér í lokaúrslitin í ár. Þrjú af fjórum sigurstranglegustu liðunum koma samt úr Vesturdeildinni en Oklahoma City Thunder er í fjórða sæti listans á undan Toronto Raptors. Það er aftur á móti minnstu líkurnar á því að Memphis Grizzlies verði NBA-meistari í ár en liðið endaði tímabilið skelfilega eftir að hafa misst marga af lykilmönnum sínum í meiðsli.Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.Líkur á NBA-meistaratitli í ár: Golden State Warriors 5/7 Cleveland Cavaliers 3/1 San Antonio Spurs 7/2 Oklahoma City Thunder 16/1 Toronto Raptors 25/1 Los Angeles Clippers 30/1 Miami Heat 40/1 Boston Celtics 50/1 Atlanta Hawks 60/1 Indiana Pacers 100/1 Charlotte Hornets 100/1 Portland Trail Blazers 200/1 Detroit Pistons 200/1 Houston Rockets 300/1 Dallas Mavericks 300/1 Memphis Grizzlies 1,000/1- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira