Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Akureyri 33-24 | Engin vandræði hjá Haukum Anton Ingi Leifsson í Schenker-höllinni skrifar 14. apríl 2016 21:30 Giedrius Morkunas átti flottan leik í marki Hauka. vísir/pjetur Íslandsmeistarar Hauka byrjuðu titilvörnina í úrslitakeppinni af krafti þegar þeir niðurlægðu Akureyri í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. Lokatölur urðu níu marka sigur Hauka, 33-24.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Akureyri spilaði skelfilega í fyrri hálfleik og heimamenn röðuðu inn mörkunum á þá. Þeir skoruðu úr níu hraðaupphlaupum, en gestirnir nenntu lítið sem ekkert að hlaupa til baka. Því fór sem fór og Haukarnir hafa tekið forystuna í einvíginu. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og eftir það var það ljóst að þeir myndu leiða leikinn, en kannski ekki með þeim yfirburðum sem raun báru vitni. Akureyri skoraði sitt fyrsta mark eftir sex mínútna leik og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-3 Haukum í vil. Íslandsmeistararnir gjörsamlega keyrðu yfir gestina sem áttu engin svör við sterkum varnarleik heimamanna. Síðari helmingur fyrri hálfleiks endaði 12-4 og höfðu heimamenn skorað níu hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, en þannig tölur sér maður varla í heilum leik hjá einu liði. Algjörlega ótrúlegir yfirburðir. Algjört afhroð hjá Akureyri í fyrri hálfleik og þeir búnir að grafa sig ofan í holu sem þeir áttu aldrei möguleika á að grafa sig úr. Þeir voru 20-7 undir í hálfleik, en fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur hjá liði í úrslitakeppni. Gjörsöm hörmung. Sjö leikmenn höfðu skorað fyrir Hauka í fyrri hálfleik og þar bakvið var Giedrius með 70% markvörslu. Bergvin var að draga Akureyri að landi í fyrri hálfleik, en hefði hans ekki notið við hefði ég ekki vitað hvort Akureyri hefði náð að skora fimm mörk í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var þetta bara spurning um að klára leikinn fyrir bæði lið, en sigurinn var fyrir löngu, löngu síðan í höfn hjá Haukunum. Þeir dreifðu spiltímanum vel á milli manna enda með rosalega sterkan hóp, en Akureyringar rúlluðu einnig spiltímanum vel. Gestirnir náðu aðeins að rífa sig upp af rassinum í síðari hálfleik og bættu aðeins sína spilamennsku, en það var allt, allt of seint og lokatölur níu marka þægilegur sigur Haukanna, 33-24. Hákon Daði Styrmisson og Adam Haukur Baumruk skoruðu nánast að vild í liði Hauka. Hákon Daði skoraði að endingu tíu mörk, en Adam níu. Giedrius varði og varði í markinu í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik slökuðu þeir aðeins á klónni og því fékk Morkunas að líða fyrir það. Úr slöku liði Akureyrar stóð Bergvin Þór Gíslason helst upp úr, en hann skoraði fimm mörk þar af þrjú á upphafskaflanum þegar enginn annar virtist ætla að taka á skarið. Liðin mætast aftur á laugardag og geta Haukarnir sent Akureyri í sumarfrí á laugardag og skotið sjálfum sér í undanúrslit.Gunnar: Mun reyna mikið á okkur á laugardaginn „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik og að sama skapi var einhver skrekkur í þeim,” voru fyrstu viðbrögð Gunnar Magnússonar, þjálfara Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir sigurinn. „Vörn og markvarsla voru frábær í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn fínn. Við keyrðum á þá og það gekk allt upp sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik,” en staðan var 20-7 í hálfleik. „Við slökuðum aðeins of mikið á í síðari hálfleik og leið og við misstum einbeitinguna þá hættum við að skora úr dauðafærunum og urðum of passívir varnarlega. Þeir gengu á lagið.” „Þeir hlupu skrekkinn af sér í hálfleik og voru mun betri í seinni hálfleik en í þeim fyrri,” en var Gunnar óánægður með værukærðina sem kom upp á tímapunkti í síðari hálfleik? „Það er leikur eftir tvo daga og menn voru með það bakvið eyrað. Það er stutt í næsta leik og menn voru aðeins að reyna að spara kraftana. Við sáum það líka að leið og við slökuðum á þá var þetta erfitt.” Haukarnir skoruðu níu hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik og þetta var lyginni líkast á tímapunkti. Gunnar var eðlilega hrikalega ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við vorum fljótir að refsa þeim og spiluðum góða vörn. Það var uppleggið að ná að refsa þeim og ég er mjög ánægður með að það tókst vel,” sagði þjálfarinn og segir að Haukarnir ætli sér sigur á Akureyri á mánudag, en veit að það verður strembið. „Að sjálfsögðu, en við gerum okkur grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að fara norður í úrslitakeppninni og ná í sigur. Það er bara mjög verðugt verkefni og það verður allt annað dæmi. Það mun reyna mikið á okkur,” sagði Gunnar að lokum.Sverre: Þurfti hálfleikinn til að stöðva Dóminó-ið „Þetta er bara gífurleg vonbrigði. Fyrri hálfleikurinn var rosalega erfiður. Við vorum alls ekki góðir, bara lélegir,” sagði Sverre Jakobsen, þjálfari Akureyri, við Vísi eftir leik. „Liðið sem var tilbúið og virkilega hungrað var svo ekki klárt og þeir voru búnir að gera risa gap á milli liðanna. Þetta er bara svekkelsi.” Haukarnir röðuðu á gestina hraðaupphlaupsmörkum og virtust á tímapunkti ætla að vinna leikinn með rúmlega tuttugu mörkum. Hvað fór í gegnum huga þjálfarans á þeim tímapunkti? „Það var ýmislegt. Aðallega hugsaði ég í lausnum fyrir liðið og hvernig ég gæti hjálpað strákunum. Þegar Dóminó-ið byrjaði þá þarf maður að reyna finna leiðir til að stoppa það, en það var sama hvað við gerðum þá var hraðinn á Dóminó-inu svo mikill að það þurfti hálfleikinn til.” „Það voru nokkur góð atriði í síðari hálfleik sem voru mjög jákvæð. Bæði frammistaða leikmanna og ákveðin atriði og vonandi getum við byggt því á því.” Sverre segir að liðið sé ekki að hugsa um hvort þeir fari í sumarfrí á laugardaginn eða ekki, þeir séu einungis að hugsa um að bæta frammistöðuna frá því í dag. „Þetta snýst núna ekki um það. Þetta snýst um að kalla fram miklu betri leik í takt við það sem við erum að ræða og æfa og undirbúa fyrir. Að henda því inn á völlinn og hvað gerist í lokin, það verður að koma í ljós,” sagði Sverre og bætti við að lokum: „Sumarfrí eða ekki sumafrí. Þetta snýst um okkur og að ná okkar karakter inn á völlinn. Að gefa allt sem við eigum og svo verður niðurstaðan að koma í ljós.”VísirSverre þarf að berja kjark í sína menn fyrir seinni leikinn á Akureyri.vísir/pjeturGunnar var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/pjetur Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka byrjuðu titilvörnina í úrslitakeppinni af krafti þegar þeir niðurlægðu Akureyri í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar. Lokatölur urðu níu marka sigur Hauka, 33-24.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Akureyri spilaði skelfilega í fyrri hálfleik og heimamenn röðuðu inn mörkunum á þá. Þeir skoruðu úr níu hraðaupphlaupum, en gestirnir nenntu lítið sem ekkert að hlaupa til baka. Því fór sem fór og Haukarnir hafa tekið forystuna í einvíginu. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu mörkin og eftir það var það ljóst að þeir myndu leiða leikinn, en kannski ekki með þeim yfirburðum sem raun báru vitni. Akureyri skoraði sitt fyrsta mark eftir sex mínútna leik og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 8-3 Haukum í vil. Íslandsmeistararnir gjörsamlega keyrðu yfir gestina sem áttu engin svör við sterkum varnarleik heimamanna. Síðari helmingur fyrri hálfleiks endaði 12-4 og höfðu heimamenn skorað níu hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik, en þannig tölur sér maður varla í heilum leik hjá einu liði. Algjörlega ótrúlegir yfirburðir. Algjört afhroð hjá Akureyri í fyrri hálfleik og þeir búnir að grafa sig ofan í holu sem þeir áttu aldrei möguleika á að grafa sig úr. Þeir voru 20-7 undir í hálfleik, en fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur hjá liði í úrslitakeppni. Gjörsöm hörmung. Sjö leikmenn höfðu skorað fyrir Hauka í fyrri hálfleik og þar bakvið var Giedrius með 70% markvörslu. Bergvin var að draga Akureyri að landi í fyrri hálfleik, en hefði hans ekki notið við hefði ég ekki vitað hvort Akureyri hefði náð að skora fimm mörk í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var þetta bara spurning um að klára leikinn fyrir bæði lið, en sigurinn var fyrir löngu, löngu síðan í höfn hjá Haukunum. Þeir dreifðu spiltímanum vel á milli manna enda með rosalega sterkan hóp, en Akureyringar rúlluðu einnig spiltímanum vel. Gestirnir náðu aðeins að rífa sig upp af rassinum í síðari hálfleik og bættu aðeins sína spilamennsku, en það var allt, allt of seint og lokatölur níu marka þægilegur sigur Haukanna, 33-24. Hákon Daði Styrmisson og Adam Haukur Baumruk skoruðu nánast að vild í liði Hauka. Hákon Daði skoraði að endingu tíu mörk, en Adam níu. Giedrius varði og varði í markinu í fyrri hálfleik, en í síðari hálfleik slökuðu þeir aðeins á klónni og því fékk Morkunas að líða fyrir það. Úr slöku liði Akureyrar stóð Bergvin Þór Gíslason helst upp úr, en hann skoraði fimm mörk þar af þrjú á upphafskaflanum þegar enginn annar virtist ætla að taka á skarið. Liðin mætast aftur á laugardag og geta Haukarnir sent Akureyri í sumarfrí á laugardag og skotið sjálfum sér í undanúrslit.Gunnar: Mun reyna mikið á okkur á laugardaginn „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik og að sama skapi var einhver skrekkur í þeim,” voru fyrstu viðbrögð Gunnar Magnússonar, þjálfara Hauka, í samtali við Vísi í leikslok eftir sigurinn. „Vörn og markvarsla voru frábær í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn fínn. Við keyrðum á þá og það gekk allt upp sem við ætluðum að gera í fyrri hálfleik,” en staðan var 20-7 í hálfleik. „Við slökuðum aðeins of mikið á í síðari hálfleik og leið og við misstum einbeitinguna þá hættum við að skora úr dauðafærunum og urðum of passívir varnarlega. Þeir gengu á lagið.” „Þeir hlupu skrekkinn af sér í hálfleik og voru mun betri í seinni hálfleik en í þeim fyrri,” en var Gunnar óánægður með værukærðina sem kom upp á tímapunkti í síðari hálfleik? „Það er leikur eftir tvo daga og menn voru með það bakvið eyrað. Það er stutt í næsta leik og menn voru aðeins að reyna að spara kraftana. Við sáum það líka að leið og við slökuðum á þá var þetta erfitt.” Haukarnir skoruðu níu hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik og þetta var lyginni líkast á tímapunkti. Gunnar var eðlilega hrikalega ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við vorum fljótir að refsa þeim og spiluðum góða vörn. Það var uppleggið að ná að refsa þeim og ég er mjög ánægður með að það tókst vel,” sagði þjálfarinn og segir að Haukarnir ætli sér sigur á Akureyri á mánudag, en veit að það verður strembið. „Að sjálfsögðu, en við gerum okkur grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að fara norður í úrslitakeppninni og ná í sigur. Það er bara mjög verðugt verkefni og það verður allt annað dæmi. Það mun reyna mikið á okkur,” sagði Gunnar að lokum.Sverre: Þurfti hálfleikinn til að stöðva Dóminó-ið „Þetta er bara gífurleg vonbrigði. Fyrri hálfleikurinn var rosalega erfiður. Við vorum alls ekki góðir, bara lélegir,” sagði Sverre Jakobsen, þjálfari Akureyri, við Vísi eftir leik. „Liðið sem var tilbúið og virkilega hungrað var svo ekki klárt og þeir voru búnir að gera risa gap á milli liðanna. Þetta er bara svekkelsi.” Haukarnir röðuðu á gestina hraðaupphlaupsmörkum og virtust á tímapunkti ætla að vinna leikinn með rúmlega tuttugu mörkum. Hvað fór í gegnum huga þjálfarans á þeim tímapunkti? „Það var ýmislegt. Aðallega hugsaði ég í lausnum fyrir liðið og hvernig ég gæti hjálpað strákunum. Þegar Dóminó-ið byrjaði þá þarf maður að reyna finna leiðir til að stoppa það, en það var sama hvað við gerðum þá var hraðinn á Dóminó-inu svo mikill að það þurfti hálfleikinn til.” „Það voru nokkur góð atriði í síðari hálfleik sem voru mjög jákvæð. Bæði frammistaða leikmanna og ákveðin atriði og vonandi getum við byggt því á því.” Sverre segir að liðið sé ekki að hugsa um hvort þeir fari í sumarfrí á laugardaginn eða ekki, þeir séu einungis að hugsa um að bæta frammistöðuna frá því í dag. „Þetta snýst núna ekki um það. Þetta snýst um að kalla fram miklu betri leik í takt við það sem við erum að ræða og æfa og undirbúa fyrir. Að henda því inn á völlinn og hvað gerist í lokin, það verður að koma í ljós,” sagði Sverre og bætti við að lokum: „Sumarfrí eða ekki sumafrí. Þetta snýst um okkur og að ná okkar karakter inn á völlinn. Að gefa allt sem við eigum og svo verður niðurstaðan að koma í ljós.”VísirSverre þarf að berja kjark í sína menn fyrir seinni leikinn á Akureyri.vísir/pjeturGunnar var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/pjetur
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira