Nýtt nafn í 50-45-90 klúbb NBA í bókstaflegri merkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 16:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. Curry skoraði 46 stig í nótt þegar Golden State Warriors bæti met Chicago Bulls frá 1995-96 með því að vinna sinn 73. leik á tímabilinu. Meðal athyglisverðustu tölfræði Stephen Curry í deildarkeppninni er sú að hann varð með hittni sinni í vetur aðeins þriðji meðlimurinn í 50-45-90 klúbbi NBA-deildarinnar. Reyndar er sjá fjórði með hálfgerða aukaaðild. Meðlimir í þeim klúbbi enda tímabilið með betri en fimmtíu prósent skotnýtingu, betri en 45 prósent þriggja stiga nýtingu og betri en 90 prósent vítanýtingu. Stephen Curry skoraði 30,1 stig og gaf 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum sínum með Golden State Warriors á þessu tímabili. Hann var með 50,4 prósent skotnýtingu, 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,8 prósent vítanýtingu. Curry skoraði 5,1 þriggja stiga körfu að meðaltali í leik eða 402 þrista í 79 leikjum. Enginn tók fleiri þriggja stiga skot og enginn í sögunni hefur verið nálægt því að hitti úr fleiri slíkum skotum. Það sem er jafnvel skemmtilegra er að hingað til hafa allir meðlimirnir heitið Steve en það eru Steve Kerr, Steve Nash og svo Steve Novak sem er með aukaaðild. Steve Novak var með 52,2 prósent skotnýtingu, 56,6 prósent þriggja stiga nýtingu og 100 prósent vítanýtingu með Dallas Mavericks og San Antonio Spurs tímabilið 2010-11 en tók aðeins 67 skot, 45 þriggja stiga skot og 8 víti. Hann náði því ekki lágmörkunum yfir fjölda skota. Hinir tveir náðu hinsvegar nauðsynlegum lágmörkum til þess að fá fulla aðild að klúbbnum. Steve Kerr var með 50,6 prósent skotnýtingu, 51,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 92,9 prósent vítanýtingu í 82 leikjum með Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Steve Nash var með 50,4 prósent skotnýtingu, 47 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,6 prósent vítanýtingu í 81 leik með Phoenix Suns tímabilið 2007-08.Stephen Curry: 3rd player to shoot 90% from the FT line, 50% from the field and 45% from 3-point range in a season pic.twitter.com/bQvKLDyd0c— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 14, 2016 NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira
Stephen Curry átti ótrúlegt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hvort sem litið er á frammistöðu hans sjálfs eða gengi liðs hans Golden State Warriors. Curry endurskrifaði söguna á báðum stöðum. Curry skoraði 46 stig í nótt þegar Golden State Warriors bæti met Chicago Bulls frá 1995-96 með því að vinna sinn 73. leik á tímabilinu. Meðal athyglisverðustu tölfræði Stephen Curry í deildarkeppninni er sú að hann varð með hittni sinni í vetur aðeins þriðji meðlimurinn í 50-45-90 klúbbi NBA-deildarinnar. Reyndar er sjá fjórði með hálfgerða aukaaðild. Meðlimir í þeim klúbbi enda tímabilið með betri en fimmtíu prósent skotnýtingu, betri en 45 prósent þriggja stiga nýtingu og betri en 90 prósent vítanýtingu. Stephen Curry skoraði 30,1 stig og gaf 6,7 stoðsendingar að meðaltali í 79 leikjum sínum með Golden State Warriors á þessu tímabili. Hann var með 50,4 prósent skotnýtingu, 45,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,8 prósent vítanýtingu. Curry skoraði 5,1 þriggja stiga körfu að meðaltali í leik eða 402 þrista í 79 leikjum. Enginn tók fleiri þriggja stiga skot og enginn í sögunni hefur verið nálægt því að hitti úr fleiri slíkum skotum. Það sem er jafnvel skemmtilegra er að hingað til hafa allir meðlimirnir heitið Steve en það eru Steve Kerr, Steve Nash og svo Steve Novak sem er með aukaaðild. Steve Novak var með 52,2 prósent skotnýtingu, 56,6 prósent þriggja stiga nýtingu og 100 prósent vítanýtingu með Dallas Mavericks og San Antonio Spurs tímabilið 2010-11 en tók aðeins 67 skot, 45 þriggja stiga skot og 8 víti. Hann náði því ekki lágmörkunum yfir fjölda skota. Hinir tveir náðu hinsvegar nauðsynlegum lágmörkum til þess að fá fulla aðild að klúbbnum. Steve Kerr var með 50,6 prósent skotnýtingu, 51,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 92,9 prósent vítanýtingu í 82 leikjum með Chicago Bulls tímabilið 1995-96. Steve Nash var með 50,4 prósent skotnýtingu, 47 prósent þriggja stiga nýtingu og 90,6 prósent vítanýtingu í 81 leik með Phoenix Suns tímabilið 2007-08.Stephen Curry: 3rd player to shoot 90% from the FT line, 50% from the field and 45% from 3-point range in a season pic.twitter.com/bQvKLDyd0c— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 14, 2016
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira