Kobe fékk ekki fallega kveðju frá Rolling Stone Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 12:00 Kobe Bryant á síðasta blaðamannafundinum. Vísir/Getty Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik. NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Kobe Bryant lék sinn síðasta leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem fimm hundruð fjölmiðlamenn voru á staðnum og færri komust að en vildu. Það hefur verið mikið skrifað og fjallað um Kobe á síðustu dögum sem er ekkert skrítið enda goðsögn í lifanda lífi. Flestir ef ekki næstum því allir blaðamenn hafa skrifað vel um Kobe Bryant og gert mikið úr hans afrekum inn á körfuboltavellinum. Þar er vissulega nóg að taka. Kobe er einn besti leikmaður allra tíma, sá þriðji stigahæsti frá upphafi, sá eini til að spila tuttugu tímabil fyrir sama félag og þá er hann fimmfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers. Jack Tien-Dana, blaðamaður Rolling Stone, fór allt aðra leið en flestir aðrir blaðamann sem hafa verið að gera upp magnaðan feril Kobe á síðustu dögum. Rolling Stone birti grein Jack Tien-Dana á sama degi og Kobe kvaddi NBA og þar er fyrirsögnin: Kobe Bryant: Goodbye to the NBA's All-Time Asshole. Tien-Dana segist þarna vera að kveðja mesta fíflið í sögu NBA-deildarinnar og hann rökstyður mál sitt vel. Hann varar líka mikla aðdáendur Kobe Bryant við í upphafi greinarinnar að það sé kannski best fyrir þá að hætta að lesa. Tien-Dana er þarna að skrifa að vara þá við sem sögðu upp vinnunni til að fylgja Kobe í síðustu leikjunum eða þá sem kaupa treyjurnar hans á 824 dollara eða yfir hundrað þúsund íslenskar krónur. Jack Tien-Dana gerir þar mikið úr því hversu erfitt hefur verið að lifa með keppnismanninum Kobe Bryant í gegnum tíðina, bæði fyrir liðsfélaga, mótherja og greinilega fjölmiðlamenn líka. Jack Tien-Dana segir að sem betur fer sé komið að síðasta leik Kobe svo að NBA-aðdáendur geti loksins farið að einbeita sér að einhverju betra og skemmtilegra. Það er hægt að lesa greinina hans hér. Kobe Bryant átti reyndar lokaorðið því hann skoraði 60 stig í lokaleiknum sínum í nótt og varð elsti maðurinn í sögunni til að skora meira en 50 stig í leik.
NBA Tengdar fréttir Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30 Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Kobe skoraði 60 stig í síðasta leiknum sínum | Myndbönd Kobe Bryant kvaddi NBA-deildina í körfubolta með magnaðri frammistöðu í nótt en kappinn skoraði þá 60 stig í 101-96 sigri Los Angeles Lakers á Utah Jazz. Þetta var síðasti leikur Kobe á tuttugasta og síðasta tímabili hans í NBA. 14. apríl 2016 07:30
Kveðja, Kobe Kobe Bryant spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en þá lauk hans tuttugasta tímabili í NBA-deildinni. Það eru afar fáir leikmenn í sögu NBA sem hafa afrekað jafnmikið og Kobe á þessum tveimur áratugum. Fréttablaðið skoðar í dag svipmyndir frá þessum magnaða ferli svörtu mömbunnar. 14. apríl 2016 06:30