Houston síðasta liðið inn í úrslitakeppni NBA | Liðin sem mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2016 07:15 James Harden skorar eina af körfum sínum í nótt. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets voru í nótt sextánda og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Houston hafði betur í baráttunni við Utah Jazz um síðasta sætið í Vesturdeildinni. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.James Harden skoraði 38 stig fyrir Houston í 116-81 sigri á Sacramento en liðið var komið með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 66-44. Houston þurfti bara að treysta á sig en af því að Utah Jazz tapaði sínum leik þá hefði liðið komist í úrslitakeppnina hvort sem er. Houston mætir liði Golden State Warriors í fyrstu umferðinni sem Golden State setti nýtt met með því að vinna 73 sigurleikinn sinn í lokaleiknum sínum.Nýliðarnir Boban Marjanovic og Jonathon Simmons fóru fyrir útisigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks 96-91 en það truflaði ekki Spurs-liðið að fjórir byrjunarliðsmenn og tveir aðrir sterkir leikmenn til viðbótar fóru ekki með til Dallas. Boban Marjanovic og Jonathon Simmons settu báðir nýtt persónulegt met, Serbinn Boban Marjanovic var með 22 stig og 12 fráköst og Jonathon Simmons skoraði 19 stig.Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers hituðu upp fyrir seríu sína með æsispennandi leik í Cleveland en á endanum var það lið Detroit Pistons sem vann 112-110 eftir framlengingu. LeBron James lék ekki með Cleveland í leiknum en liðið hvíldi flesta af sínum lykilmönnum. Liðin mætast í fyrstu umferð Austurdeildarinnar því Cleveland var með bestan árangur í Austrinu en Detroit varð í áttunda sæti. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í úrslitakeppninni í ár.- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets voru í nótt sextánda og síðasta liðið sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Houston hafði betur í baráttunni við Utah Jazz um síðasta sætið í Vesturdeildinni. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.James Harden skoraði 38 stig fyrir Houston í 116-81 sigri á Sacramento en liðið var komið með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 66-44. Houston þurfti bara að treysta á sig en af því að Utah Jazz tapaði sínum leik þá hefði liðið komist í úrslitakeppnina hvort sem er. Houston mætir liði Golden State Warriors í fyrstu umferðinni sem Golden State setti nýtt met með því að vinna 73 sigurleikinn sinn í lokaleiknum sínum.Nýliðarnir Boban Marjanovic og Jonathon Simmons fóru fyrir útisigri San Antonio Spurs á Dallas Mavericks 96-91 en það truflaði ekki Spurs-liðið að fjórir byrjunarliðsmenn og tveir aðrir sterkir leikmenn til viðbótar fóru ekki með til Dallas. Boban Marjanovic og Jonathon Simmons settu báðir nýtt persónulegt met, Serbinn Boban Marjanovic var með 22 stig og 12 fráköst og Jonathon Simmons skoraði 19 stig.Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers hituðu upp fyrir seríu sína með æsispennandi leik í Cleveland en á endanum var það lið Detroit Pistons sem vann 112-110 eftir framlengingu. LeBron James lék ekki með Cleveland í leiknum en liðið hvíldi flesta af sínum lykilmönnum. Liðin mætast í fyrstu umferð Austurdeildarinnar því Cleveland var með bestan árangur í Austrinu en Detroit varð í áttunda sæti. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í úrslitakeppninni í ár.- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira