Erfitt að stöðva Haukana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Haukar eiga titil að verja. vísir/anton Eftir langan vetur og 27 leikja deildarkeppni er loksins komið að því að úrslitakeppnin í Olís-deild karla hefjist. Það er átta liða úrslitakeppni og öll fjögur einvígin fara fram á sama degi en leikur ÍBV og Gróttu hefst þó fyrr. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þarf að vinna tvo leiki þannig að liðin mega lítið misstíga sig. Fréttablaðið fékk Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR, til þess að spá í spilin fyrir úrslitakeppnina.Mest spennandi rimman „Þetta verður alvöru rimma enda áhugaverðir leikir hjá þessum liðum í vetur,“ segir Bjarni um viðureign ÍBV og Gróttu en þetta eru liðin sem urðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar í vetur. ÍBV í fjórða og á því heimaleikjaréttinn. „Grótta hefur bætt sig ótrúlega mikið í vetur og spilar í raun betri ÍBV-vörn en ÍBV gerir. Liðin spila sem sagt sömu vörn. Meiðslin hjá ÍBV spila hér auðvitað inn í og spurning hversu heilir þeir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá þeim verða. Meiðslin veikja sérstaklega vörnina þeirra sem er þeirra aðalsmerki,“ segir Breiðhyltingurinn en hann á erfitt með að spá í þessa rimmu. „Ef ÍBV er með alla sína leikmenn heila þá held ég að ÍBV vinni. Ef ekki þá held ég að Grótta muni vinna í oddaleik. Gróttu-strákarnir hafa verið flottir og ÍBV er með reynt og skemmtilegt lið. Þetta verða mjög skemmtilegir leikir hjá liðunum.“Haukarnir of sterkir Bjarni segir að það sé auðveldara að spá í rimmu Hauka og Akureyringa. Haukarnir rúlluðu upp deildarkeppninni á meðan Akureyri varð í áttunda sæti með 26 stigum færri en Haukar. „Ég held að Haukarnir fari frekar auðveldlega í gegnum þetta og vinni 2-0. Þeir eru svo rosalega góðir. Haukar eru eina liðið sem við mættum í vetur þar sem við áttum einfaldlega ekki möguleika. Þeir hafa verið í allt öðrum klassa í vetur en önnur lið deildarinnar,“ segir þjálfarinn og er greinilega hrifinn af deildarmeisturunum. „Leikir þeirra gegn Akureyri hafa farið vel fyrir Haukana og ég sé ekki að Akureyri eigi möguleika. Ég veit að vinir mínir fyrir norðan munu reyna að trufla Haukana eins mikið og þeir geta en ég sé bara fá lið trufla Haukana mjög mikið. Haukarnir hafa verið langbestir.“Hörkuleikir Reykjavíkurliðanna Gengi Reykjavíkurliðanna Vals og Fram hefur verið mismunandi. Valur varð í öðru sæti í deildinni á meðan Fram endaði í sjöunda sæti. Fram spilaði vel fyrir áramót en missti síðan algjörlega flugið. „Ég held að Valsararnir taki þetta einvígi. Það hafa samt oft verið hörkuleikir á milli þessara liða og ég sé það ekkert breytast. Ég spái því að Valur vinni einvígið, 2-1,“ segir Bjarni. „Valsararnir hafa í gegnum tíðina ekki verið góðir gegn framliggjandi vörn nema örvhenta undrabarnið þeirra. Hann er helvíti erfiður. Það gæti truflað Valsmennina og því segi ég oddaleikur. Ef Framararnir ná upp sömu stemningu og fyrir jól þá gæti þetta orðið jafnt.“Hef trú á Aftureldingu Lokarimman í átta liða úrslitunum er síðan á milli Aftureldingar og FH. Afturelding varð í þriðja sæti en FH-ingar voru mjög heitir eftir áramót og enduðu í sjötta sæti. „Ég hef trú á Aftureldingu í þessu einvígi. Auðvitað voru FH-ingar góðir eftir jól og Ágúst Elí hefur verið frábær í markinu. Ef hann heldur dampi þar þá getur allt gerst. Svo kom Ágúst Birgisson frá Aftureldingu og hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir FH,“ segir Bjarni en hann hefur áhyggjur af lykilmanni í FH-liðinu. „Ásbjörn Friðriksson meiddist í næstsíðasta leik. Tognaði á kálfa sem eru erfið meiðsli. Það er ekki gott að fara inn í úrslitakeppni með slík meiðsli. Ef þau eru enn að plaga hann þá verður þetta Afturelding alla leið. Ef Ási er 100 prósent þá á FH möguleika. Afturelding er aftur á móti með mjög öflugan leikmannahóp. Ég held að liðið sé einfaldlega betra.“ Eins og Bjarni segir þá hefur hann mikla trú á Haukunum en sér hann fyrir sér að eitthvert lið geti strítt Haukunum á leið þeirra að titlinum? „Ég held að Haukar klári þetta en Valur og ÍBV með fullmönnuð lið geta átt í fullu tré við Haukana. Úrslitakeppnin er samt þannig að allt getur gerst. Smá meiðsli til eða frá geta breytt einvígjum og leikjum. Haukarnir hafa sloppið vel þar til þessa.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Eftir langan vetur og 27 leikja deildarkeppni er loksins komið að því að úrslitakeppnin í Olís-deild karla hefjist. Það er átta liða úrslitakeppni og öll fjögur einvígin fara fram á sama degi en leikur ÍBV og Gróttu hefst þó fyrr. Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þarf að vinna tvo leiki þannig að liðin mega lítið misstíga sig. Fréttablaðið fékk Bjarna Fritzson, þjálfara ÍR, til þess að spá í spilin fyrir úrslitakeppnina.Mest spennandi rimman „Þetta verður alvöru rimma enda áhugaverðir leikir hjá þessum liðum í vetur,“ segir Bjarni um viðureign ÍBV og Gróttu en þetta eru liðin sem urðu í fjórða og fimmta sæti deildarinnar í vetur. ÍBV í fjórða og á því heimaleikjaréttinn. „Grótta hefur bætt sig ótrúlega mikið í vetur og spilar í raun betri ÍBV-vörn en ÍBV gerir. Liðin spila sem sagt sömu vörn. Meiðslin hjá ÍBV spila hér auðvitað inn í og spurning hversu heilir þeir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli hjá þeim verða. Meiðslin veikja sérstaklega vörnina þeirra sem er þeirra aðalsmerki,“ segir Breiðhyltingurinn en hann á erfitt með að spá í þessa rimmu. „Ef ÍBV er með alla sína leikmenn heila þá held ég að ÍBV vinni. Ef ekki þá held ég að Grótta muni vinna í oddaleik. Gróttu-strákarnir hafa verið flottir og ÍBV er með reynt og skemmtilegt lið. Þetta verða mjög skemmtilegir leikir hjá liðunum.“Haukarnir of sterkir Bjarni segir að það sé auðveldara að spá í rimmu Hauka og Akureyringa. Haukarnir rúlluðu upp deildarkeppninni á meðan Akureyri varð í áttunda sæti með 26 stigum færri en Haukar. „Ég held að Haukarnir fari frekar auðveldlega í gegnum þetta og vinni 2-0. Þeir eru svo rosalega góðir. Haukar eru eina liðið sem við mættum í vetur þar sem við áttum einfaldlega ekki möguleika. Þeir hafa verið í allt öðrum klassa í vetur en önnur lið deildarinnar,“ segir þjálfarinn og er greinilega hrifinn af deildarmeisturunum. „Leikir þeirra gegn Akureyri hafa farið vel fyrir Haukana og ég sé ekki að Akureyri eigi möguleika. Ég veit að vinir mínir fyrir norðan munu reyna að trufla Haukana eins mikið og þeir geta en ég sé bara fá lið trufla Haukana mjög mikið. Haukarnir hafa verið langbestir.“Hörkuleikir Reykjavíkurliðanna Gengi Reykjavíkurliðanna Vals og Fram hefur verið mismunandi. Valur varð í öðru sæti í deildinni á meðan Fram endaði í sjöunda sæti. Fram spilaði vel fyrir áramót en missti síðan algjörlega flugið. „Ég held að Valsararnir taki þetta einvígi. Það hafa samt oft verið hörkuleikir á milli þessara liða og ég sé það ekkert breytast. Ég spái því að Valur vinni einvígið, 2-1,“ segir Bjarni. „Valsararnir hafa í gegnum tíðina ekki verið góðir gegn framliggjandi vörn nema örvhenta undrabarnið þeirra. Hann er helvíti erfiður. Það gæti truflað Valsmennina og því segi ég oddaleikur. Ef Framararnir ná upp sömu stemningu og fyrir jól þá gæti þetta orðið jafnt.“Hef trú á Aftureldingu Lokarimman í átta liða úrslitunum er síðan á milli Aftureldingar og FH. Afturelding varð í þriðja sæti en FH-ingar voru mjög heitir eftir áramót og enduðu í sjötta sæti. „Ég hef trú á Aftureldingu í þessu einvígi. Auðvitað voru FH-ingar góðir eftir jól og Ágúst Elí hefur verið frábær í markinu. Ef hann heldur dampi þar þá getur allt gerst. Svo kom Ágúst Birgisson frá Aftureldingu og hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir FH,“ segir Bjarni en hann hefur áhyggjur af lykilmanni í FH-liðinu. „Ásbjörn Friðriksson meiddist í næstsíðasta leik. Tognaði á kálfa sem eru erfið meiðsli. Það er ekki gott að fara inn í úrslitakeppni með slík meiðsli. Ef þau eru enn að plaga hann þá verður þetta Afturelding alla leið. Ef Ási er 100 prósent þá á FH möguleika. Afturelding er aftur á móti með mjög öflugan leikmannahóp. Ég held að liðið sé einfaldlega betra.“ Eins og Bjarni segir þá hefur hann mikla trú á Haukunum en sér hann fyrir sér að eitthvert lið geti strítt Haukunum á leið þeirra að titlinum? „Ég held að Haukar klári þetta en Valur og ÍBV með fullmönnuð lið geta átt í fullu tré við Haukana. Úrslitakeppnin er samt þannig að allt getur gerst. Smá meiðsli til eða frá geta breytt einvígjum og leikjum. Haukarnir hafa sloppið vel þar til þessa.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira