Hrafnhildur: Við eigum möguleika gegn meisturunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2016 15:30 Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitunum. Markahrókurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í gær valin í úrvalslið deildarinnar en þrátt fyrir að Selfoss mæti Íslandsmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ætlar hún liði sínu langt. „Ég tel að við eigum fullan möguleika í rimmunni. Þetta verður auðvitað mjög erfitt enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar,“ sagði Hrafnhildur Hanna en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Fyrirfram eiga þær kannski að vinna okkur en við eigum fullan möguleika.“ Selfyssingar höfnuðu í sjöunda sæti Olísdeildarinnar en efstu sex liðin hafa verið í mjög þéttum pakka þar fyrir ofan. Selfoss endaði tíu stigum á eftir ÍBV sem hafnaði í sjötta sætinu. „Ég tel að við séum mjög nálægt þessum topppakka í deildinni og ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá eigum við góðan möguleika.“ „Það væri algjör draumur að koma þeim á óvart og vinna fyrsta leikinn á Seltjarnanesi og klára þær svo á heimavelli. En við byrjum bara á leiknum á morgun, gerum okkar besta og sjáum hvað það skilar okkur.“ „Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg í vetur og allir geta unnið alla. Ég held að úrslitakeppnin verði eftir því og erfitt að segja til um hver muni vinna. En við gerum að sjálfsögðu tilkall til titilsins.“ Hrafnhildur Hanna varð langmarkahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur með 247 mörk. Sú næsta á eftir var Díana Kristín Sigmarsdóttir með 202 mörk. „Ég hef skorað eitthvað og margt sem hefur gengið vel í vetur. En það er líka margt sem ég hefði getað gert betur,“ sagði hún hógvær. Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með fjórum fyrstu leikjunum í 8-liða úrslitunum. Markahrókurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var í gær valin í úrvalslið deildarinnar en þrátt fyrir að Selfoss mæti Íslandsmeisturum Gróttu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar ætlar hún liði sínu langt. „Ég tel að við eigum fullan möguleika í rimmunni. Þetta verður auðvitað mjög erfitt enda eru þær ríkjandi Íslandsmeistarar,“ sagði Hrafnhildur Hanna en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Fyrirfram eiga þær kannski að vinna okkur en við eigum fullan möguleika.“ Selfyssingar höfnuðu í sjöunda sæti Olísdeildarinnar en efstu sex liðin hafa verið í mjög þéttum pakka þar fyrir ofan. Selfoss endaði tíu stigum á eftir ÍBV sem hafnaði í sjötta sætinu. „Ég tel að við séum mjög nálægt þessum topppakka í deildinni og ef okkur tekst að spila okkar besta leik þá eigum við góðan möguleika.“ „Það væri algjör draumur að koma þeim á óvart og vinna fyrsta leikinn á Seltjarnanesi og klára þær svo á heimavelli. En við byrjum bara á leiknum á morgun, gerum okkar besta og sjáum hvað það skilar okkur.“ „Deildin hefur verið jöfn og skemmtileg í vetur og allir geta unnið alla. Ég held að úrslitakeppnin verði eftir því og erfitt að segja til um hver muni vinna. En við gerum að sjálfsögðu tilkall til titilsins.“ Hrafnhildur Hanna varð langmarkahæsti leikmaður Olísdeildar kvenna í vetur með 247 mörk. Sú næsta á eftir var Díana Kristín Sigmarsdóttir með 202 mörk. „Ég hef skorað eitthvað og margt sem hefur gengið vel í vetur. En það er líka margt sem ég hefði getað gert betur,“ sagði hún hógvær.
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Sjá meira