Fimm hundruð fjölmiðlamenn á síðasta leik Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2016 11:15 Kobe Bryant. Vísir/Getty Kobe Bryant kveður NBA-deildina í körfubolta í kvöld þegar Los Angeles Lakers tekur á móti Utah Jazz í síðasta leik liðsins á tímabilinu. Kobe Bryant er þarna að spila síðasta leikinn á tuttugasta tímabili sínu en hann gaf það út snemma á tímabilinu að þetta væri hans síðasta leiktíð í NBA-deildinni. Kobe Bryant er einn af bestu NBA-leikmönnum sögunnar og þrátt fyrir skelfilegt tímabil hjá liðinu hefur verið mikill áhugi á kveðjuför kappans. Áhuginn á lokaleik Kove er hinsvegar sögulegur. Miðar á leikinn í Staples Center eru að seljast á stórar upphæðir og þá hafa á milli fjögur og fimm hundruð blaðamenn sótt um passa á leikinn í kvöld. Af þessum allt að fimm hundruð fjölmiðlamönnum eru 60 erlendir blaðamenn. Fjölmiðlafulltrúi Los Angeles Lakers sem hefur verið í þessu starfi í 26 ár hefur aldrei séð annan eins áhuga. Það er aðeins pláss fyrir 225-250 fjölmiðlamenn í aðstöðu blaðamanna í Staples Center sem þýðir að um helmingur þeirra þarf að halda kyrru fyrir í blaðamannaherberginu á meðan leiknum stendur. Erlendu blaðamennirnir koma frá Brasilíu, Ástralíu, Suður-Kóreu, Filippseyjum, Tyrklandi, Kína, Tævan, Frakklandi, Ítalíu, Argentínu, Síle, Þýskalandi, Englandi, Japan og Mexíkó en enginn íslenskur blaðamaður hefur sótt um leyfi. Eini leikurinn i deildarkeppni NBA í gegnum tíðina sem kemst nálægt þessum hvað varðar öfgaáhuga varðar er þegar Michael Jordan snéri aftur í lið Chicago Bulls 19. mars 1995. Blaðmönnum fjölgaði úr 80 í 300 á aðeins 24 tímum og forráðamenn Indiana Pacers komu aðeins 150 þeirra fyrir inn í höllinni. Þeir þurftu einnig að hafna umsóknum frá um 100 til 150 manns. NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Kobe Bryant kveður NBA-deildina í körfubolta í kvöld þegar Los Angeles Lakers tekur á móti Utah Jazz í síðasta leik liðsins á tímabilinu. Kobe Bryant er þarna að spila síðasta leikinn á tuttugasta tímabili sínu en hann gaf það út snemma á tímabilinu að þetta væri hans síðasta leiktíð í NBA-deildinni. Kobe Bryant er einn af bestu NBA-leikmönnum sögunnar og þrátt fyrir skelfilegt tímabil hjá liðinu hefur verið mikill áhugi á kveðjuför kappans. Áhuginn á lokaleik Kove er hinsvegar sögulegur. Miðar á leikinn í Staples Center eru að seljast á stórar upphæðir og þá hafa á milli fjögur og fimm hundruð blaðamenn sótt um passa á leikinn í kvöld. Af þessum allt að fimm hundruð fjölmiðlamönnum eru 60 erlendir blaðamenn. Fjölmiðlafulltrúi Los Angeles Lakers sem hefur verið í þessu starfi í 26 ár hefur aldrei séð annan eins áhuga. Það er aðeins pláss fyrir 225-250 fjölmiðlamenn í aðstöðu blaðamanna í Staples Center sem þýðir að um helmingur þeirra þarf að halda kyrru fyrir í blaðamannaherberginu á meðan leiknum stendur. Erlendu blaðamennirnir koma frá Brasilíu, Ástralíu, Suður-Kóreu, Filippseyjum, Tyrklandi, Kína, Tævan, Frakklandi, Ítalíu, Argentínu, Síle, Þýskalandi, Englandi, Japan og Mexíkó en enginn íslenskur blaðamaður hefur sótt um leyfi. Eini leikurinn i deildarkeppni NBA í gegnum tíðina sem kemst nálægt þessum hvað varðar öfgaáhuga varðar er þegar Michael Jordan snéri aftur í lið Chicago Bulls 19. mars 1995. Blaðmönnum fjölgaði úr 80 í 300 á aðeins 24 tímum og forráðamenn Indiana Pacers komu aðeins 150 þeirra fyrir inn í höllinni. Þeir þurftu einnig að hafna umsóknum frá um 100 til 150 manns.
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira