Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. apríl 2016 11:55 Tónlistarmaðurinn Prins Póló frumsýndi í morgun nýtt myndband við lagið Sandalar á tónlistarvefnum Albumm.is. Þetta er fyrsta myndbandið sem prinsinn, réttu nafni Svavar Pétur Eysteinsson, deilir með aðdáendum sínum frá því að hann gaf út breiðskífuna Sorrí sem fór aldeilis vel í landann. Þegar blaðamaður hafði samband við Svavar var hann við búskap sinn á Karlsstöðum í Berufirði. Verkefni dagsins var prófa nýjar bragðtegundir fyrir Sveitasnakkið sem rýkur út. Svavar finnur sér þó tíma til þess að sinna tónlistinni að bú- og fjölskyldustörfum loknum. Naumhyggjan er í lykilhlutverki í nýja myndbandinu, sem gert er af þýska kvikmyndagerðateyminu Orange-Ear, og það er heldur betur góð ástæða fyrir því. „Við vorum stödd út í Berlín í janúar á matarráðsstefnu,“ segir Svavar um tilurð nýja myndbandsins. „Við fengum okkur kvöldverð með þýsku pari sem hefur lengi langað til þess að gera myndband með okkur. Við höfðum klárað lagið fyrr um daginn og yfir matnum var bara ákveðið að kýla á myndbandagerð strax morguninn eftir, á sunnudegi. Við höfðum ekkert í höndunum. Við vorum búin að ákveða að koma við í föndurbúð og kaupa eitthvað góss. Svo komumst við að því að það er allt lokað á sunnudögum í Berlín. Þeir taka hvíldardaginn heilagan.“ Nú voru góð ráð dýr fyrir Svavar og Berglindi eiginkonu hans. En prinsinn deyr ekki ráðalaus. „Þegar við komum á staðinn þá var það eina sem við höfðum úr að moða, einn pappakassi, hvítt lak, reykvél og ljós. Við settumst niður og skrifuðum handrit út frá þessu. Annar leikstjórinn og við nýttum það í hárkollu. Þetta er ástæðan fyrir því að myndbandið hefur þennan þýska naumhyggjubrag á sér. Þetta hefði aldrei komið svona úr Breiðholtinu í dag... en kannski in the old days.“Kallinn að grilla í liðinu.Vísir/Orange-EarOf mikið stress að gera plöturEftir gífurlegar vinsældir lagsins París norðursins hafa margir beðið spenntir eftir nýju efni frá Prins Póló. Svo virðist sem hann ætli að fara svipaða leið og síðast; að henda út einu og einu lagi á netinu í nokkra mánuði áður en stór breiðskífa sér útgáfu. „Það hefur alltaf farið svolítið illa með mig að semja einhver tíu tólf lög á plötu og gefa þau svo út öll í einu. Mér finnst líka ágætt að horfa á hvert lag sem sjálfstætt verk. Ég reyni þá bara að vanda hvert lag og ganga fullkomlega frá því og fara svo bara í næsta lag. Það er mjög kvíðavaldandi að halda utan um heilt verk.“ Eins og þróun plötusölu hefur verið síðustu ár, ætti þetta að vera kjörin leið fyrir tónlistarmenn að starfa. Plötukaupendur í dag versla síður plötur nema að hafa kynnt sér þær vel á netinu fyrst. Einnig segir Svavar þessa aðferð gefa sér betra rými til þess að þróast sem listamann. Plötukaupendur eru líka meira fyrir að kaupa plötur í dag sem þeir þekkja – eftir að hafa kynnt sér tónlistina fyrst á netinu. „Svona getur maður skoðað sig betur sem listamann. Þú gefur út lag og færð svo strax smá fjarlægð á það. Maður getur séð hvernig það leggst í vini manns og börn. Séð hvort krakkarnir manns séu að fíla lagið og svona? Þá, áður en maður fer í lag tvö, er maður búinn að melta hvernig lag eitt fór í mannskapinn. Ég held að maður þróist meira sem listamaður ef maður tekur hvert lag fyrir sem sjálfstætt verk.“Og eru börnin að fíla Sandala?„Ágætlega. Ekki eins vel og sum lögin af Sorrí. Þau fíluðu París norðursins og Fallega smiðinn. En það sem mér fannst merkilegt var það að það lag sem fór best í son minn var eina ósungna lagið á síðustu plötu. Loksins þegar pabbi þagði þá var maður kominn með eitthvað almennilegt lag!“ Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Prins Póló frumsýndi í morgun nýtt myndband við lagið Sandalar á tónlistarvefnum Albumm.is. Þetta er fyrsta myndbandið sem prinsinn, réttu nafni Svavar Pétur Eysteinsson, deilir með aðdáendum sínum frá því að hann gaf út breiðskífuna Sorrí sem fór aldeilis vel í landann. Þegar blaðamaður hafði samband við Svavar var hann við búskap sinn á Karlsstöðum í Berufirði. Verkefni dagsins var prófa nýjar bragðtegundir fyrir Sveitasnakkið sem rýkur út. Svavar finnur sér þó tíma til þess að sinna tónlistinni að bú- og fjölskyldustörfum loknum. Naumhyggjan er í lykilhlutverki í nýja myndbandinu, sem gert er af þýska kvikmyndagerðateyminu Orange-Ear, og það er heldur betur góð ástæða fyrir því. „Við vorum stödd út í Berlín í janúar á matarráðsstefnu,“ segir Svavar um tilurð nýja myndbandsins. „Við fengum okkur kvöldverð með þýsku pari sem hefur lengi langað til þess að gera myndband með okkur. Við höfðum klárað lagið fyrr um daginn og yfir matnum var bara ákveðið að kýla á myndbandagerð strax morguninn eftir, á sunnudegi. Við höfðum ekkert í höndunum. Við vorum búin að ákveða að koma við í föndurbúð og kaupa eitthvað góss. Svo komumst við að því að það er allt lokað á sunnudögum í Berlín. Þeir taka hvíldardaginn heilagan.“ Nú voru góð ráð dýr fyrir Svavar og Berglindi eiginkonu hans. En prinsinn deyr ekki ráðalaus. „Þegar við komum á staðinn þá var það eina sem við höfðum úr að moða, einn pappakassi, hvítt lak, reykvél og ljós. Við settumst niður og skrifuðum handrit út frá þessu. Annar leikstjórinn og við nýttum það í hárkollu. Þetta er ástæðan fyrir því að myndbandið hefur þennan þýska naumhyggjubrag á sér. Þetta hefði aldrei komið svona úr Breiðholtinu í dag... en kannski in the old days.“Kallinn að grilla í liðinu.Vísir/Orange-EarOf mikið stress að gera plöturEftir gífurlegar vinsældir lagsins París norðursins hafa margir beðið spenntir eftir nýju efni frá Prins Póló. Svo virðist sem hann ætli að fara svipaða leið og síðast; að henda út einu og einu lagi á netinu í nokkra mánuði áður en stór breiðskífa sér útgáfu. „Það hefur alltaf farið svolítið illa með mig að semja einhver tíu tólf lög á plötu og gefa þau svo út öll í einu. Mér finnst líka ágætt að horfa á hvert lag sem sjálfstætt verk. Ég reyni þá bara að vanda hvert lag og ganga fullkomlega frá því og fara svo bara í næsta lag. Það er mjög kvíðavaldandi að halda utan um heilt verk.“ Eins og þróun plötusölu hefur verið síðustu ár, ætti þetta að vera kjörin leið fyrir tónlistarmenn að starfa. Plötukaupendur í dag versla síður plötur nema að hafa kynnt sér þær vel á netinu fyrst. Einnig segir Svavar þessa aðferð gefa sér betra rými til þess að þróast sem listamann. Plötukaupendur eru líka meira fyrir að kaupa plötur í dag sem þeir þekkja – eftir að hafa kynnt sér tónlistina fyrst á netinu. „Svona getur maður skoðað sig betur sem listamann. Þú gefur út lag og færð svo strax smá fjarlægð á það. Maður getur séð hvernig það leggst í vini manns og börn. Séð hvort krakkarnir manns séu að fíla lagið og svona? Þá, áður en maður fer í lag tvö, er maður búinn að melta hvernig lag eitt fór í mannskapinn. Ég held að maður þróist meira sem listamaður ef maður tekur hvert lag fyrir sem sjálfstætt verk.“Og eru börnin að fíla Sandala?„Ágætlega. Ekki eins vel og sum lögin af Sorrí. Þau fíluðu París norðursins og Fallega smiðinn. En það sem mér fannst merkilegt var það að það lag sem fór best í son minn var eina ósungna lagið á síðustu plötu. Loksins þegar pabbi þagði þá var maður kominn með eitthvað almennilegt lag!“
Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira