Það small allt saman hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 KR-ingar eru Íslandsmeistarar 2016. vísir/ernir „Ef ég hefði ætlað að skrifa bók um hvernig ég vildi enda ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon skælbrosandi en hann var að spila sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum í gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga Más fyrir KR og endirinn fullkominn. KR vann einnig bikarkeppnina en Helgi hafði aldrei náð að vinna bikarinn áður og ríður nú út í sólsetrið sem tvöfaldur meistari. „Þetta ár er búið að vera fáranlegt. Íslandsmeistari, bikarmeistari deildarmeistari og EM. Svo var smá drama með meiðsli líka. Það var allt sem til þarf í þessa sögu.“ KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Haukum en eftir að hafa tapað síðasta leik í Vesturbænum kom aldrei til greina að tapa á Ásvöllum í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og munaði aðeins þrem stigum á liðunum í leikhléi, 39-42. Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigurvilji og sigurhefð KR-inga því að þeir sigldu fram úr reynsluminna Haukaliði og spennan í lokin var engin. KR gaf engin færi á sér að þessu sinni og kláraði leikinn, og mótið, meistaralega. „Það small allt saman hjá okkur. Í janúar hafði ég áhyggjur af meiðslunum mínum og hélt að ég myndi ekki ná mér almennilega. Það vantaði allan kraft í mig. Svo kom þetta hjá mér og við smellum líka sem lið,“ segir Helgi Már en það hafði óneitanlega áhrif á leik liðsins er leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson fór frá liðinu eftir áramót til Spánar. „Þá náðum við að detta í gamla farið og Pavel stýrði þessu eins og hershöfðingi. Við vorum aðeins hægari þá en það er allt í lagi fyrir gamla menn,“ segir Helgi Már með sólskinsbros á andlitinu en hann segist labba afar sáttur í burtu frá leiknum sem hefur fylgt honum svo lengi. „Það er í góðu lagi núna. Ég fer brosandi og hamingjusamur til Bandaríkjanna. Það gæti aftur á móti orðið meira vesen þegar tímabilið fer að byrja aftur næsta haust. Þá er hætt við að mig fari að kitla í fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við fundum alltaf lausnir og náðum að aðlaga okkur er eitthvað kom upp á. „Við skorum nánast engar hraðaupphlaupskörfur í leiknum enda erum við reynslumiklir. Við erum þroskaðri leikmenn en áður og framkvæmum sóknirnar okkar betur. Það er magnað afrek að ná því að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við vera bestir og við erum bestir. Það voru forréttindi að vera með þessu liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“ Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann lék frábærlega. Hann er nú búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með KR og er því orðinn sá sigursælasti ásamt Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni. Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
„Ef ég hefði ætlað að skrifa bók um hvernig ég vildi enda ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon skælbrosandi en hann var að spila sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum í gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga Más fyrir KR og endirinn fullkominn. KR vann einnig bikarkeppnina en Helgi hafði aldrei náð að vinna bikarinn áður og ríður nú út í sólsetrið sem tvöfaldur meistari. „Þetta ár er búið að vera fáranlegt. Íslandsmeistari, bikarmeistari deildarmeistari og EM. Svo var smá drama með meiðsli líka. Það var allt sem til þarf í þessa sögu.“ KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Haukum en eftir að hafa tapað síðasta leik í Vesturbænum kom aldrei til greina að tapa á Ásvöllum í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og munaði aðeins þrem stigum á liðunum í leikhléi, 39-42. Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigurvilji og sigurhefð KR-inga því að þeir sigldu fram úr reynsluminna Haukaliði og spennan í lokin var engin. KR gaf engin færi á sér að þessu sinni og kláraði leikinn, og mótið, meistaralega. „Það small allt saman hjá okkur. Í janúar hafði ég áhyggjur af meiðslunum mínum og hélt að ég myndi ekki ná mér almennilega. Það vantaði allan kraft í mig. Svo kom þetta hjá mér og við smellum líka sem lið,“ segir Helgi Már en það hafði óneitanlega áhrif á leik liðsins er leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson fór frá liðinu eftir áramót til Spánar. „Þá náðum við að detta í gamla farið og Pavel stýrði þessu eins og hershöfðingi. Við vorum aðeins hægari þá en það er allt í lagi fyrir gamla menn,“ segir Helgi Már með sólskinsbros á andlitinu en hann segist labba afar sáttur í burtu frá leiknum sem hefur fylgt honum svo lengi. „Það er í góðu lagi núna. Ég fer brosandi og hamingjusamur til Bandaríkjanna. Það gæti aftur á móti orðið meira vesen þegar tímabilið fer að byrja aftur næsta haust. Þá er hætt við að mig fari að kitla í fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við fundum alltaf lausnir og náðum að aðlaga okkur er eitthvað kom upp á. „Við skorum nánast engar hraðaupphlaupskörfur í leiknum enda erum við reynslumiklir. Við erum þroskaðri leikmenn en áður og framkvæmum sóknirnar okkar betur. Það er magnað afrek að ná því að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við vera bestir og við erum bestir. Það voru forréttindi að vera með þessu liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“ Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann lék frábærlega. Hann er nú búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með KR og er því orðinn sá sigursælasti ásamt Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni.
Dominos-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum