Það small allt saman hjá okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 KR-ingar eru Íslandsmeistarar 2016. vísir/ernir „Ef ég hefði ætlað að skrifa bók um hvernig ég vildi enda ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon skælbrosandi en hann var að spila sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum í gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga Más fyrir KR og endirinn fullkominn. KR vann einnig bikarkeppnina en Helgi hafði aldrei náð að vinna bikarinn áður og ríður nú út í sólsetrið sem tvöfaldur meistari. „Þetta ár er búið að vera fáranlegt. Íslandsmeistari, bikarmeistari deildarmeistari og EM. Svo var smá drama með meiðsli líka. Það var allt sem til þarf í þessa sögu.“ KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Haukum en eftir að hafa tapað síðasta leik í Vesturbænum kom aldrei til greina að tapa á Ásvöllum í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og munaði aðeins þrem stigum á liðunum í leikhléi, 39-42. Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigurvilji og sigurhefð KR-inga því að þeir sigldu fram úr reynsluminna Haukaliði og spennan í lokin var engin. KR gaf engin færi á sér að þessu sinni og kláraði leikinn, og mótið, meistaralega. „Það small allt saman hjá okkur. Í janúar hafði ég áhyggjur af meiðslunum mínum og hélt að ég myndi ekki ná mér almennilega. Það vantaði allan kraft í mig. Svo kom þetta hjá mér og við smellum líka sem lið,“ segir Helgi Már en það hafði óneitanlega áhrif á leik liðsins er leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson fór frá liðinu eftir áramót til Spánar. „Þá náðum við að detta í gamla farið og Pavel stýrði þessu eins og hershöfðingi. Við vorum aðeins hægari þá en það er allt í lagi fyrir gamla menn,“ segir Helgi Már með sólskinsbros á andlitinu en hann segist labba afar sáttur í burtu frá leiknum sem hefur fylgt honum svo lengi. „Það er í góðu lagi núna. Ég fer brosandi og hamingjusamur til Bandaríkjanna. Það gæti aftur á móti orðið meira vesen þegar tímabilið fer að byrja aftur næsta haust. Þá er hætt við að mig fari að kitla í fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við fundum alltaf lausnir og náðum að aðlaga okkur er eitthvað kom upp á. „Við skorum nánast engar hraðaupphlaupskörfur í leiknum enda erum við reynslumiklir. Við erum þroskaðri leikmenn en áður og framkvæmum sóknirnar okkar betur. Það er magnað afrek að ná því að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við vera bestir og við erum bestir. Það voru forréttindi að vera með þessu liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“ Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann lék frábærlega. Hann er nú búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með KR og er því orðinn sá sigursælasti ásamt Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni. Dominos-deild karla Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
„Ef ég hefði ætlað að skrifa bók um hvernig ég vildi enda ferilinn þá væri hún svona,“ sagði KR-ingurinn Helgi Már Magnússon skælbrosandi en hann var að spila sinn síðasta körfuboltaleik á ferlinum í gær er KR varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð. Þetta var 200. leikur Helga Más fyrir KR og endirinn fullkominn. KR vann einnig bikarkeppnina en Helgi hafði aldrei náð að vinna bikarinn áður og ríður nú út í sólsetrið sem tvöfaldur meistari. „Þetta ár er búið að vera fáranlegt. Íslandsmeistari, bikarmeistari deildarmeistari og EM. Svo var smá drama með meiðsli líka. Það var allt sem til þarf í þessa sögu.“ KR vann úrslitaeinvígið 3-1 gegn Haukum en eftir að hafa tapað síðasta leik í Vesturbænum kom aldrei til greina að tapa á Ásvöllum í gær. Leikurinn var stórskemmtilegur. Liðin héldust í hendur allan fyrri hálfleikinn og munaði aðeins þrem stigum á liðunum í leikhléi, 39-42. Í síðari hálfleik skilaði reynsla, sigurvilji og sigurhefð KR-inga því að þeir sigldu fram úr reynsluminna Haukaliði og spennan í lokin var engin. KR gaf engin færi á sér að þessu sinni og kláraði leikinn, og mótið, meistaralega. „Það small allt saman hjá okkur. Í janúar hafði ég áhyggjur af meiðslunum mínum og hélt að ég myndi ekki ná mér almennilega. Það vantaði allan kraft í mig. Svo kom þetta hjá mér og við smellum líka sem lið,“ segir Helgi Már en það hafði óneitanlega áhrif á leik liðsins er leikstjórnandinn Ægir Þór Steinarsson fór frá liðinu eftir áramót til Spánar. „Þá náðum við að detta í gamla farið og Pavel stýrði þessu eins og hershöfðingi. Við vorum aðeins hægari þá en það er allt í lagi fyrir gamla menn,“ segir Helgi Már með sólskinsbros á andlitinu en hann segist labba afar sáttur í burtu frá leiknum sem hefur fylgt honum svo lengi. „Það er í góðu lagi núna. Ég fer brosandi og hamingjusamur til Bandaríkjanna. Það gæti aftur á móti orðið meira vesen þegar tímabilið fer að byrja aftur næsta haust. Þá er hætt við að mig fari að kitla í fingurna. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu. Við fundum alltaf lausnir og náðum að aðlaga okkur er eitthvað kom upp á. „Við skorum nánast engar hraðaupphlaupskörfur í leiknum enda erum við reynslumiklir. Við erum þroskaðri leikmenn en áður og framkvæmum sóknirnar okkar betur. Það er magnað afrek að ná því að vinna þrjú ár í röð. Mér fannst við vera bestir og við erum bestir. Það voru forréttindi að vera með þessu liði. Það mun vinna fjórða árið í röð.“ Fyrirliði KR, Brynjar Þór Björnsson, var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann lék frábærlega. Hann er nú búinn að vinna Íslandsmeistaratitilinn sex sinnum með KR og er því orðinn sá sigursælasti ásamt Einari Bollasyni, Kolbeini Pálssyni og Kristni M. Stefánssyni.
Dominos-deild karla Mest lesið Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira