Vodafone-lekinn: Fengu bætur vegna skilaboða um kynlíf, fjárhagsvandræði og skilnað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 Vodafone átti undir högg að sækja eftir lekann umfangsmikla árið 2013. Fréttablaðið/Daníel Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjarskipti á grundvelli þess að persónulegum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upplýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað.Vildi 90 milljónir en fékk 1,5 milljón króna Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjarskiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upplýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamisnotkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið útilokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsingarnar birtust, hún hafi verið óvinnufær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opinberaðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðugleika viðkomandi.Skilnaðarmál á netið Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd milljón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upplýsingar um skilnaðarmál viðkomandi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægindum og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir "Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Fjarskipti hf., móðurfélag Vodafone, var á þriðjudaginn sakfellt í þremur tilfellum af fimm vegna gagnalekans sem átti sér stað í nóvember 2013. Fimm einstaklingar kærðu Fjarskipti á grundvelli þess að persónulegum upplýsingum um þau var lekið eftir að tölvuþrjótur hafði brotist inn á vefsvæði Vodafone og lekið upplýsingum um smáskilaboð sem send voru af vefnum. Í tveimur tilfellanna var fyrirtækið sýknað.Vildi 90 milljónir en fékk 1,5 milljón króna Hæstu skaðabæturnar voru greiddar konu sem fór fram á 90 milljónir í miskabætur frá Fjarskiptum. Henni voru dæmdar 1,5 milljónir í skaðabætur og 800 þúsund krónur í málskostnað. Í lekanum kom fram að 2.566 skilaboðum er vörðuðu konuna var lekið á netið. Í mörgum tilfella var um að ræða afar persónulegar upplýsingar er vörðuðu meðal annars börn stefnanda, kynfæri hennar og kynlíf, meinta áfengis- og lyfjamisnotkun hennar og fjármál hennar. Að auki var fjallað um fyrirtækjarekstur hennar, skattamál og forsjármál. Kveðst stefnandi hafa verið útilokuð frá því að afla sér tekna með vinnuframlagi frá því að upplýsingarnar birtust, hún hafi verið óvinnufær af bæði andlegum og líkamlegum ástæðum. Hún hafi haft verulegan kostnað af því að flytja milli landa með fjölskyldu sína, en með því að flytja af landi brott hafi hún gert ráðstafanir til að lágmarka tjón sitt, sem hefði ella orðið annað og meira. Þá hafi upplýsingar um hana, börn hennar og heimilisfang verið opinberaðar á internetinu eftir birtingu gagnanna. Þá voru öðrum kæranda dæmdar 200 þúsund krónur í skaðabætur og 400 þúsund í málskostnað. Sá hafði gert kröfu upp á 600 þúsund krónur en í lekanum komu fram upplýsingar um trúarskoðun og fjárhagsörðugleika viðkomandi.Skilnaðarmál á netið Annar stefnandi fór fram á tólf milljónir króna en var dæmd milljón í skaðabætur og 600 þúsund í málskostnað. Í því tilfelli láku upplýsingar um skilnaðarmál viðkomandi og eiginkonu hans. Málið hafi verið sérlega slæmt þar sem þau hafi viljað halda ágreiningsefni frá syni sínum. „Þetta hafi verið gríðarlega óþægilegt og virðing hans hafi beðið hnekki. Þá hafi skilaboð til kunningja verið rangtúlkuð á þann veg að þeir tengdust fíkniefnamálum og kvaðst stefnandi hafa orðið fyrir óþægindum og spurningum vegna þess, m.a. frá fjölmiðlum og vinnufélögum,“ segir í dómnum. Í einu sýknutilfelli hafði stefnandi kært vegna leka á skilaboðum sem hann fékk send frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum. Hann vildi meina að lekinn hafi látið það líta út fyrir að hann væri skráður í stjórnmálasamtök og að ekki eigi að opinbera stjórnmálaskoðanir með þessum hætti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Vodafone-innbrotið Tengdar fréttir "Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47 Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26 Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00 80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
"Ég elska þig út af lífinu“ Mjög persónuleg skilaboð, sem innihalda bæði ástarjátningar, grófar kynlífslýsingar eða örvæntingarfull rifrildi, eru meðal þess sem sjá má í skjölum Vodafone. 30. nóvember 2013 15:47
Kreditkortanúmer ráðherra hluti af lekanum Kreditkortanúmer ráðherra er á meðal þeirra persónupplýsinga sem hafa lekið á netið, eftir að tyrkneskur hakkari réðst á heimasíðu Vodafone í nótt. 30. nóvember 2013 14:26
Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. 1. desember 2013 20:00
80 þúsund SMS Íslendinga lekið á netið Svo virðist sem Vodafone geymi SMS-skilaboð sem viðskiptavinir þeirra senda úr símum sínum. 30. nóvember 2013 13:43