30 ár frá slysinu í Chernobyl Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2016 12:45 Minningarathafnir eru haldnar víða í Úkraínu í dag til minningar þess að 30 ár eru liðin frá Chernobyl kjarnorkuslysinu. Tilraun í kjarnorkuverinu í Chernobyl mistókst að morgni 26. apríl 1986 með þeim afleiðingum að einn kjarnakljúfurinn bræddi úr sér. Um er ræða stærsta kjarnorkuslys sögunnar. Klukkan 13:23 að staðartíma í dag var bjöllum hringt og syrgjendur lögðu kransa að minnisvörðum. Klukkan var 13:23 þegar sprengingin varð í kjarnorkuverinu í apríl fyrir þremur áratugum. Geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið og tugir þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín. Fjölmargir létu lífið og afleiðingar slyssins finnast enn í Úkraínu og víðar. 31 lét lífið strax í kjölfar slyssins. Þar á meðal voru starfsmenn orkuversins og slökkviliðsmenn. Mikhail Gorbachev, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir slysið hafa leitt til aukinnar tíðni krabbameina og annarra sjúkdóma á stórum svæðum. Þá hafi um 530 þúsund manns unnið við að draga úr mengun og hreinsa upp á svæðinu. Urðu margir þeirra fyrir mikilli geislun.Um 50 þúsund manns bjuggu í bænum Pripyat sem hafði verið byggður sérstaklega fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Þann 27. apríl voru allir íbúar bæjarins fluttir á brott í rútum. Þeim var skipað að pakka ekki miklu niður þar sem þau kæmu aftur eftir þrjá daga. Biðin reyndist lengri en það. Í heildina voru um 116 þúsund manns flutt af svæðinu.Reuters fréttaveitan fylgdi Zoya Perevozchenko og öðrum þegar þau heimsóttu fyrrum heimili sitt í Pripyat á dögunum. Hún bjó þar með manni sínum og börnum. Maður hennar Valeriy vann í kjarnorkuverinu og var einn þeirra sem lét lífið vegna geislunarinnar.Leikskóli í Pripyat.Vísir/EPA„Ég var í erfiðleikum með að finna íbúðina mína, bærinn er skógur núna. Tré vaxa í gegnum gangstéttirnar og á þökum húsa. Öll herbergi eru tóm, glerið er horfið úr gluggunum og allt er eyðilagt,“ sagði Perevozchenko, sem nú er 66 ára. Hún segir að enginn hafi útskýrt fyrir þeim hvað væri í gangi um leið og slysið varð. Hún og dætur hennar voru fluttar til Kiev, þar sem þær búa enn.Sjá einnig: Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti. Hin 64 ára gamla Valentina Yermakova segir það sárt að einhverjir hafi farið ránshendi um heimili sitt, eftir að hún og fjölskylda hennar var flutt á brott. Þau hafi læst hurðinni að íbúðinni, en hún hafi verið brotin niður. Henni reyndist mjög erfitt að snúa aftur í gömlu íbúðina sína, en eiginmaður hennar sem bjó þar með henni lést nokkrum árum eftir slysið vegna geislunar.Yermakova segir að þrátt fyrir að Pripyat sé í rúst líði henni enn eins og bærinn sé heimili hennar.Afmælishátíðin hefur notið mikillar athygli og þá sérstaklega þar sem stutt er í að smíði lýkur á sérstökum verndarskyldi yfir orkuverið. Byggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að geislavirk efni leki frá verinu á næstu hundrað árum. Byggingin er smíðuð með fjármagni sem veitt var af rúmlega 40 þjóðum um heim allan. Þrátt fyrir skýlið verður aðgengi að um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnorkuverið að mestu áfram lokað almenningi. Sérfræðingar óttast að ef fleiri hlutar kjarnakljúfursins láta undan veðri og vindum gæti það leitt til meiri mengunar. Enn eru rúm 200 tonn af úraníumi í kjarnorkuverinu Hér að neðan má sjá á grafíkinni hvernig byggingin verður reist.Mengun er enn mikil á svæðum í kringum Chernobyl og verða íbúar fyrir henni. séstaklega má finna geislavirkni í matvælum af svæðinu. Af 50 sýnum af mjólk sem safnað var af svæðinu fundust caseium-137 í þeim öllum. Svæðið er þó orðið sérstaklega vinsælt meðal ferðamanna. Þrátt fyrir geislavirkni heimsóttu um 17 þúsund manns Chernobyl heim. Hér að neðan má sjá umfjöllun VICE um ferðamannaiðnaðinn.Heildarfjöldi látinna vegna slyssins liggur enn ekki fyrir en yfirvöld Sovíetríkjanna þögðu um slysið og földu gögn. WHO hafa áætlað að minnst níu þúsund hafi látið lífið en Greenpeace segja 90 þúsund manns. Kjarnorkuverið logaði í tíu daga og heimamenn fengu sínar upplýsingar að mestu með útvarpsútsendingum frá vesturhluta Evrópu. Eins og áður hefur komið fram, leið einn og hálfur dagur áður en íbúar Pripyat voru fluttir á brott. Alþjóðasamfélagið heyrði fyrst af slysinu þann 28. apríl, tveimur dögum seinna, þegar Svíar urðu varir við mikla geislavirkni. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað.Chernobyl kjarnorkuverið í mars 1986.Vísir/EPAYfirvöld Úkraínu hafa nú dregið úr stuðningi sínum við þá sem lifðu slysið af og mörgum þeirra finnst eins og þeirra eigin ríki hafi svikið þá. Börn fæðast enn með fæðingargalla vegna geislunnar og fjölmörg börn fá krabbamein. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í dag að sársaukinn vegna slyssin myndi aldrei hverfa. „Ekki er enn búið að vinna úr afleiðingum slyssins. Þær hafa verið byrði á úkraínsku þjóinni og við eigum enn langt í land með að losna undan þeirri byrði,“ sagði Poroshenko.Heimildamynd Discovery um slysið Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. 27. febrúar 2009 06:00 Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti Breskur heimildarmyndagerðamaður fór aðeins nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu í Chernobyl með myndavél og dróna. Þetta er afraksturinn. 30. nóvember 2014 12:41 Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. 28. júní 2012 09:00 Börn líklegri til að fá krabbamein Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. 8. október 2015 10:24 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Minningarathafnir eru haldnar víða í Úkraínu í dag til minningar þess að 30 ár eru liðin frá Chernobyl kjarnorkuslysinu. Tilraun í kjarnorkuverinu í Chernobyl mistókst að morgni 26. apríl 1986 með þeim afleiðingum að einn kjarnakljúfurinn bræddi úr sér. Um er ræða stærsta kjarnorkuslys sögunnar. Klukkan 13:23 að staðartíma í dag var bjöllum hringt og syrgjendur lögðu kransa að minnisvörðum. Klukkan var 13:23 þegar sprengingin varð í kjarnorkuverinu í apríl fyrir þremur áratugum. Geislavirk efni sluppu út í andrúmsloftið og tugir þúsunda þurftu að yfirgefa heimili sín. Fjölmargir létu lífið og afleiðingar slyssins finnast enn í Úkraínu og víðar. 31 lét lífið strax í kjölfar slyssins. Þar á meðal voru starfsmenn orkuversins og slökkviliðsmenn. Mikhail Gorbachev, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir slysið hafa leitt til aukinnar tíðni krabbameina og annarra sjúkdóma á stórum svæðum. Þá hafi um 530 þúsund manns unnið við að draga úr mengun og hreinsa upp á svæðinu. Urðu margir þeirra fyrir mikilli geislun.Um 50 þúsund manns bjuggu í bænum Pripyat sem hafði verið byggður sérstaklega fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Þann 27. apríl voru allir íbúar bæjarins fluttir á brott í rútum. Þeim var skipað að pakka ekki miklu niður þar sem þau kæmu aftur eftir þrjá daga. Biðin reyndist lengri en það. Í heildina voru um 116 þúsund manns flutt af svæðinu.Reuters fréttaveitan fylgdi Zoya Perevozchenko og öðrum þegar þau heimsóttu fyrrum heimili sitt í Pripyat á dögunum. Hún bjó þar með manni sínum og börnum. Maður hennar Valeriy vann í kjarnorkuverinu og var einn þeirra sem lét lífið vegna geislunarinnar.Leikskóli í Pripyat.Vísir/EPA„Ég var í erfiðleikum með að finna íbúðina mína, bærinn er skógur núna. Tré vaxa í gegnum gangstéttirnar og á þökum húsa. Öll herbergi eru tóm, glerið er horfið úr gluggunum og allt er eyðilagt,“ sagði Perevozchenko, sem nú er 66 ára. Hún segir að enginn hafi útskýrt fyrir þeim hvað væri í gangi um leið og slysið varð. Hún og dætur hennar voru fluttar til Kiev, þar sem þær búa enn.Sjá einnig: Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti. Hin 64 ára gamla Valentina Yermakova segir það sárt að einhverjir hafi farið ránshendi um heimili sitt, eftir að hún og fjölskylda hennar var flutt á brott. Þau hafi læst hurðinni að íbúðinni, en hún hafi verið brotin niður. Henni reyndist mjög erfitt að snúa aftur í gömlu íbúðina sína, en eiginmaður hennar sem bjó þar með henni lést nokkrum árum eftir slysið vegna geislunar.Yermakova segir að þrátt fyrir að Pripyat sé í rúst líði henni enn eins og bærinn sé heimili hennar.Afmælishátíðin hefur notið mikillar athygli og þá sérstaklega þar sem stutt er í að smíði lýkur á sérstökum verndarskyldi yfir orkuverið. Byggingunni er ætlað að koma í veg fyrir að geislavirk efni leki frá verinu á næstu hundrað árum. Byggingin er smíðuð með fjármagni sem veitt var af rúmlega 40 þjóðum um heim allan. Þrátt fyrir skýlið verður aðgengi að um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnorkuverið að mestu áfram lokað almenningi. Sérfræðingar óttast að ef fleiri hlutar kjarnakljúfursins láta undan veðri og vindum gæti það leitt til meiri mengunar. Enn eru rúm 200 tonn af úraníumi í kjarnorkuverinu Hér að neðan má sjá á grafíkinni hvernig byggingin verður reist.Mengun er enn mikil á svæðum í kringum Chernobyl og verða íbúar fyrir henni. séstaklega má finna geislavirkni í matvælum af svæðinu. Af 50 sýnum af mjólk sem safnað var af svæðinu fundust caseium-137 í þeim öllum. Svæðið er þó orðið sérstaklega vinsælt meðal ferðamanna. Þrátt fyrir geislavirkni heimsóttu um 17 þúsund manns Chernobyl heim. Hér að neðan má sjá umfjöllun VICE um ferðamannaiðnaðinn.Heildarfjöldi látinna vegna slyssins liggur enn ekki fyrir en yfirvöld Sovíetríkjanna þögðu um slysið og földu gögn. WHO hafa áætlað að minnst níu þúsund hafi látið lífið en Greenpeace segja 90 þúsund manns. Kjarnorkuverið logaði í tíu daga og heimamenn fengu sínar upplýsingar að mestu með útvarpsútsendingum frá vesturhluta Evrópu. Eins og áður hefur komið fram, leið einn og hálfur dagur áður en íbúar Pripyat voru fluttir á brott. Alþjóðasamfélagið heyrði fyrst af slysinu þann 28. apríl, tveimur dögum seinna, þegar Svíar urðu varir við mikla geislavirkni. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað.Chernobyl kjarnorkuverið í mars 1986.Vísir/EPAYfirvöld Úkraínu hafa nú dregið úr stuðningi sínum við þá sem lifðu slysið af og mörgum þeirra finnst eins og þeirra eigin ríki hafi svikið þá. Börn fæðast enn með fæðingargalla vegna geislunnar og fjölmörg börn fá krabbamein. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í dag að sársaukinn vegna slyssin myndi aldrei hverfa. „Ekki er enn búið að vinna úr afleiðingum slyssins. Þær hafa verið byrði á úkraínsku þjóinni og við eigum enn langt í land með að losna undan þeirri byrði,“ sagði Poroshenko.Heimildamynd Discovery um slysið
Tsjernobyl Úkraína Tengdar fréttir Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. 27. febrúar 2009 06:00 Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti Breskur heimildarmyndagerðamaður fór aðeins nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu í Chernobyl með myndavél og dróna. Þetta er afraksturinn. 30. nóvember 2014 12:41 Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. 28. júní 2012 09:00 Börn líklegri til að fá krabbamein Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. 8. október 2015 10:24 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Frumkvöðullinn Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. 27. febrúar 2009 06:00
Birtir magnað myndband af Chernobyl úr lofti Breskur heimildarmyndagerðamaður fór aðeins nokkra kílómetra frá kjarnorkuverinu í Chernobyl með myndavél og dróna. Þetta er afraksturinn. 30. nóvember 2014 12:41
Æsispennandi hrollvekja í draugaborginni Pripyat Hrollvekjan Chernobyl Diaries er frumsýnd í Sambíóunum annað kvöld. Myndin er frumraun Bradley Parker í leikstjórastólnum. 28. júní 2012 09:00
Börn líklegri til að fá krabbamein Börn sem búa nærri Fukushima kjarnorkuverinu í Japan, eru tuttugu til fimmtíu sinnum líklegri til að greinast með krabbamein í skjaldkirtli, en önnur börn. 8. október 2015 10:24
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent