Lífið

Ólafur Ragnar orðinn að óvæntri poppstjörnu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Búið er að skeyta tilsvörum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við lagið No Limit sem hollenski dúettinn 2 Unlimited gerði frægt á tíunda áratug síðustu aldar.

Um er að ræða ummæli Ólafs Ragnars sem hann lét falla í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN fyrir skemmstu. Þar var Ólafur Ragnar spurður hvort hann eða fjölskylda hann hefði nokkur tengsl við aflandsfélög sem ætti eftir að koma upp úr krafsinu síðar meir. „Nononono, no. That´s not going to be the case,“ svaraði Ólafur.

Eftir að fregnir bárust af því fyrr í dag að fjölskylda eiginkonu Ólafs, Dorrit Moussaieff, hefði átt aflandsfélag í skattaskjóli og tengdist Panama-skjölunum var þessu svari Ólafs skeytt saman við 2 Unlimited-smellinn og hefur þessi klippa farið víða um netheima í kvöld. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×