Allt frá villtum framúrstefnudjassi niður í óljósan sveim Jónas Sen skrifar 25. apríl 2016 10:15 Ilan Volkov stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands á Tektóniks hátíðinni. Fréttablaðið/Valli Tónlist Sinfóníutónleikar Eldborg í Hörpu Föstudaginn 15. apríl Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Þráin Hjálmarsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Roscoe Mitchell. Stjórnandi: Ilan Volkov. Seinni tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Tectonics hófust á skringilegu verki. Það heitir Quartz og er eftir Peter Ablinger. Skerandi hljómar á efsta tónasviðinu voru endurteknir hvað eftir annað, en undirliggjandi var hljómurinn úr risastórum taktmæli. Hljómsveitarstjórinn, Ilan Volkov, var líka með taktmælinn í heyrnartólum og miðlaði honum til hljómsveitarinnar með taktslögum. En hljómsveitin var aldrei alveg með honum, sem skapaði furðuleg áhrif. Annarsvegar var óhagganlegur rytmi, hinsvegar taktur sem var alltaf aðeins á skjön. Manni datt í hug tíminn sem er óbreytanlegur en samt afstæður. Það var athyglisverð upplifun. Næst á dagskrá var Conversations eftir Roscoe Mitchell sem hér var frumflutt í nýrri hljómsveitarútsetningu. Væntanlega var það tónskáldið sjálft sem lék einleik á saxófón. Það kom þó hvergi fram í tónleikaskránni. Segjast verður að hún var hróplega illa unnin, með alltof litlum upplýsingum um verkin á hátíðinni. En Conversations var frábært! Þetta var einleikskonsert þar sem saxófónninn var í aðalhlutverki. Trommusett sem Pétur Grétarsson spilaði á var líka í veigamiklu hlutverki. Stíllinn á tónlistinni var svokallaður frjáls djass, en það er umdeilt listform þar sem djass er laus við allar klisjur og formúlur. Conversations hófst í algerri ringulreið sem lofaði ekki góðu. Maður hugsaði: Ó nei! En en eftir nokkra stund hugsaði maður: Ó já! Pétur Grétars byrjaði að skapa athyglisverðar línur, sem römmuðu inn síbreytilegan saxófóninn og tónmálið fór að verða skiljanlegt. Allskonar hendingar og strófur köstuðust á milli ólíkra hljóðfærahópa og yfir öllu sveif brjálæðislegur saxófónninn. Tónlistin var spennuþrungin og litrík, hvergi var dauður punktur. Það var ótrúlega skemmtilegt. Eftir hlé voru tvær íslenskar tónsmíðar, sú fyrri var eftir Þráin Hjálmarsson og hét As Heard Across a Room. Þetta var sveimkennd tónlist, kliðmjúk og dreymandi. Hin var eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og hét Aequora. Það mun þýða flatt og lárétt. Eftir því var tónlistin flöt, en þó ekki í neikvæðum skilningi. Ekki væri rétt að kalla hana sveimtónlist, því það var of mikil framvinda í henni. Samt var yfir henni djúp ró, sem hreyfðist nánast aldrei. Ýmislegt var að gerast undir niðri, en það var fyrst og fremst gefið í skyn, ekki slengt framan í áheyrandann. Þetta var sjarmerandi og ljúft áheyrnar, ákaflega áhrifamikið í einfaldleik sínum.Niðurstaða: Spennandi tónleikar sem komu stöðugt á óvart.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl. Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Eldborg í Hörpu Föstudaginn 15. apríl Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Peter Ablinger, Roscoe Mitchell, Þráin Hjálmarsson og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur. Einleikari: Roscoe Mitchell. Stjórnandi: Ilan Volkov. Seinni tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Tectonics hófust á skringilegu verki. Það heitir Quartz og er eftir Peter Ablinger. Skerandi hljómar á efsta tónasviðinu voru endurteknir hvað eftir annað, en undirliggjandi var hljómurinn úr risastórum taktmæli. Hljómsveitarstjórinn, Ilan Volkov, var líka með taktmælinn í heyrnartólum og miðlaði honum til hljómsveitarinnar með taktslögum. En hljómsveitin var aldrei alveg með honum, sem skapaði furðuleg áhrif. Annarsvegar var óhagganlegur rytmi, hinsvegar taktur sem var alltaf aðeins á skjön. Manni datt í hug tíminn sem er óbreytanlegur en samt afstæður. Það var athyglisverð upplifun. Næst á dagskrá var Conversations eftir Roscoe Mitchell sem hér var frumflutt í nýrri hljómsveitarútsetningu. Væntanlega var það tónskáldið sjálft sem lék einleik á saxófón. Það kom þó hvergi fram í tónleikaskránni. Segjast verður að hún var hróplega illa unnin, með alltof litlum upplýsingum um verkin á hátíðinni. En Conversations var frábært! Þetta var einleikskonsert þar sem saxófónninn var í aðalhlutverki. Trommusett sem Pétur Grétarsson spilaði á var líka í veigamiklu hlutverki. Stíllinn á tónlistinni var svokallaður frjáls djass, en það er umdeilt listform þar sem djass er laus við allar klisjur og formúlur. Conversations hófst í algerri ringulreið sem lofaði ekki góðu. Maður hugsaði: Ó nei! En en eftir nokkra stund hugsaði maður: Ó já! Pétur Grétars byrjaði að skapa athyglisverðar línur, sem römmuðu inn síbreytilegan saxófóninn og tónmálið fór að verða skiljanlegt. Allskonar hendingar og strófur köstuðust á milli ólíkra hljóðfærahópa og yfir öllu sveif brjálæðislegur saxófónninn. Tónlistin var spennuþrungin og litrík, hvergi var dauður punktur. Það var ótrúlega skemmtilegt. Eftir hlé voru tvær íslenskar tónsmíðar, sú fyrri var eftir Þráin Hjálmarsson og hét As Heard Across a Room. Þetta var sveimkennd tónlist, kliðmjúk og dreymandi. Hin var eftir Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og hét Aequora. Það mun þýða flatt og lárétt. Eftir því var tónlistin flöt, en þó ekki í neikvæðum skilningi. Ekki væri rétt að kalla hana sveimtónlist, því það var of mikil framvinda í henni. Samt var yfir henni djúp ró, sem hreyfðist nánast aldrei. Ýmislegt var að gerast undir niðri, en það var fyrst og fremst gefið í skyn, ekki slengt framan í áheyrandann. Þetta var sjarmerandi og ljúft áheyrnar, ákaflega áhrifamikið í einfaldleik sínum.Niðurstaða: Spennandi tónleikar sem komu stöðugt á óvart.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl.
Menning Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira