Haukar eða ÍBV fara alla leið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2016 06:00 Vísir/Anton Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson. Olís-deild karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Undanúrslitin í Olís-deild karla hefjast í kvöld. Deildarmeistarar Hauka taka á móti ÍBV á Ásvöllum og bikarmeistarar Vals fá Aftureldingu í heimsókn í fyrstu leikjum liðanna. Vinna þarf þrjá til að komast í lokaúrslitin, en Haukar eiga titil að verja.Fréttablaðið fékk Gunnar Andrésson, þjálfara spútnikliðs Gróttu, til að spá í spilin fyrir undanúrslitin. Gunnar kom nýliðum Gróttu í úrslitaleik bikarsins og í úrslitakeppnina.Svakalegt einvígi „Þetta verður svaka rimma. Það er alveg ljóst,“ svarar Gunnar spenntur aðspurður um einvígi Hauka og ÍBV. Haukar unnu tvo af þremur leikjum liðanna í deildakeppninni en veturinn var framan af nokkur vonbrigði fyrir Eyjamenn. „Það þekkir enginn Eyjaliðið betur en Gunnar Magnússon. En á móti má segja að það eru ferskir vindar með Eyjaliðinu. Það er búið að bíða eftir úrslitakeppninni þar sem deildin var vonbrigði fyrir liðið. Að mínu mati verður sigurvegarinn úr þessari rimmu Íslandsmeistari, allavega miðað við spilamennskuna hjá þessum liðum í dag,“ segir Gunnar. Haukarnir eru óumdeilt besta lið landsins en hvað þarf ÍBV að gera til að vinna Hauka þrisvar. „Eyjamenn þurfa að ná upp frábærum leik í Hafnarfirði þar sem allt gengur upp. Það verður samt mjög erfitt því Haukar eru með rútínerað lið. Lykilinn hjá ÍBV verður að vinna fyrsta leikinn í Hafnarfirði og setja þetta einvígi í uppnám. Handboltalega er þetta mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar sem getur ekki annað en ausið Haukaliðið lofi. „Eyjamenn spila væntanlega sína 5-1 vörn en Haukarnir leysa hana vel. Þeir gerðu það í öllum leikjunum á móti okkur þar sem við spiluðum 5-1 og við áttum ekki séns. Haukar var eina liðið sem við unnum ekki. Þetta verður mjög áhugavert einvígi,“ segir Gunnar.Hentar Völsurum betur Gunnar er tiltölulega viss um að Valur fari áfram úr einvígi sínu gegn Aftureldingu þrátt fyrir meiðsli Ómars Inga Magnússonar sem er mikið áfall fyrir Hlíðarendapilta. Ólafur Stefánsson verður til taks í úrslitakeppninni og má væntanlega búast við að sjá besta handboltamann Íslandssögunnar taka nokkrar sóknir fyrir Valsliðið. „Ég hef meiri trú á Val. Það er með sterkari hóp og vinnur þetta einvígi,“ segir Gunnar sem hefur engar áhyggjur af Val þrátt fyrir að Framarar hafi farið með þá alla leið í oddaleik. „Það hentar Val mun betur að spila á móti Aftureldingu heldur en Fram. Vörn Framara hentar Val ekkert vel og Valsararnir voru í bölvuðu basli í sóknarleiknum.“ Það er ekki flókið hvað Afturelding þarf að gera til að komast áfram, að mati Gunnars: „Afturelding þarf að spila svakalega góðan varnarleik og fá mikið af mörkum úr hraðaupphlaupum. Markvarslan er líka lykill,“ segir hann. „Ef Afturelding nær upp uppstilltum leik í sókninni verður þetta 50-50 einvígi en möguleikar Aftureldingar liggja í markvörslu, sterkri vörn og hraðaupphlaupum,“ segir Gunnar Andrésson.
Olís-deild karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira