Geir: Draumurinn er yfirbyggður leikvangur Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. apríl 2016 14:11 Geir Þorsteinsson vill yfirbyggðan völl. vísir/stefán Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum sambandins í dag að þýska fyrirtækið Lagardere hefur verið ráðið af KSÍ til að gera hagkvæmnisáætlun fyrir framtíð Laugardalsvallar. Lagardere hét áður Sport 5 en þessi þýski fjölmiðla- og íþróttarisi hefur lengi verið í samstarfi við KSÍ og séð um sjónvarpsréttarmál til lengri tíma. KSÍ fékk Borgarbrag, leitt af Pétri Marteinssyni, fyrrverandi landsliðsmanni, og Guðmundi Kristjáni Jónssyni, til að gera forhagkvæmnisáætlun fyrir sambandið og sú skýrsla leiddi til þess að KSÍ vill gera formlega athugun á því hvort hagkvæmt sé að byggja upp nýjan leikvang í Laugardalnum. "Það er alveg ljóst að við höfum ekki þekkingu á Íslandi til að gera þetta og þess vegna leitum við til alþjóðlegra aðila," sagði Geir og vitnaði til Lagerdere, en tveir yfirmenn fyrirtækisins sátu fundinn. "Við vonumst til að fá leikvang sem mætir nútímakröfum til knattspyrnu en einnig leikvang sem getur tekið að sér ýmsa aðra viðburði; svokallaðan fjölnota leikvang. Skýrsla Borgarbrags sýndi að það var skynsamlegt að halda áfram með þetta verkefni og það ætlum við að gera."Laugardalsvöllur gæti tekið miklum breytingum.vísir/vilhelmVon um arðbæran völl "Markmiðið er fyrst og fremst að búa til fótboltavöll en líka að búa til rekstrareiningu sem stendur undir sér," sagði Pétur Marteinsson aðspurður um verkefnið. "Þetta skref sem KSÍ er að taka núna er gríðarlega mikilvægt. Of oft er byrjað á öfugum enda í svona ferli en ekki í þessu. Það er rétt að fara í þessa könnun á þessum tímapunkti." Pétur sagði að ferlið yrði langt og dýrt en vonast er eftir að fá niðurstöður úr hagkvæmnisáætluninni í ágúst. Það er svo Reykjavíkurborg sem tekur endanlega ákvörðun um hvað verður gert enda er hún eigandi vallarins. "Þær byggingar sem vonandi verða byggðar verða að geta borið sig þó hluti þeirra verði auðvitað fyrir áhorfendur. Þær verða byggðar fyrir aðra starfsemi enda reka fimm heimaleikir karla og kvenna þetta ekki með góðu móti," sagði Geir. "Hótelstarfsemi, veitingastarfsemi og barir. Það er eitthvað svona sem við viljum gera til að færa inn nýja aðila í þessar byggingar. Þær verða að vera sá þáttur sem stendur undir byggingarkostnaðinum," sagði Geir og Pétur bætti við: "Það er ekkert launungarmál að horft hefur verið til þess að vera með íþróttahótel og svo hefur verið talað við ÍSÍ um að koma hér inn með sjúkraþjálfun og læknastofur. Það er ekki bara fótboltinn sem myndi hagnast á þessu," sagði Pétur Marteinsson.Spila strákarnir okkar útileiki í mars og nóvember?Vísir/GettyVill yfirbyggðan Laugardalsvöll Stórar breytingar verða á undankeppni stórmóta hjá UEFA fyrir EM 2020 en leikið verður í nýrri Þjóðardeild og klárast leikirnir á einu almanaksári. Strákarnir okkar þurfa því að spila tvo leiki í mars og tvo leiki í nóvember. Laugardalsvöllurinn eins og hann er í dag, opinn og ekki upphitaður, er augljóslega ekki klár í að bera leiki á þessum tímapunkti og er Geir því með skýrar hugmyndir um draumavöllinn sinn. "Draumurinn er yfirbyggður leikvangur. Svo getur verið að vellinum verði betur lokað þannig hann skýli betur fyrir veðri og vindum. Völlurinn verður sum sé byggður upp á nýtt. Við vorum bara þrælheppin að geta spilað Króatíuleikinn hér um árið. Það byrjaði að snjóa beint eftir leik," sagði Geir. "Það þurfa að vera miklar framfarir á vellinum fyrir fótboltann þannig við getum boðið okkar knattspyrnufólki up á bestu aðstæður," sagði Geir. Verði völlur ekki klár getur farið svo að Ísland þurfi að spila útileiki í mars og nóvember vegna veðurfars og vallarskilyrða.Ulrik Ruhnau, t.h., er spenntur fyrir reitnum í Laugardalnum.Vísir/stefánÓvíst hversu margir komast fyrir Ulrik Ruhnau, varforseti vallar- og leikvangamála hjá Lagardere, er bjartsýnn fyrir gerð hagkvæmnisáætluninar en fyrirtækið hefur byggt og rekur velli um alla Evrópu sem og í Bandaríkjunum og Brasilíu. "Hér er mikið af tækifærum en við þurfum að sjá hvað er hægt að gera og gera það með réttum hætti. Við rekum velli á mörgum stöðum allt frá 15.000 manna völlum og upp í 60.000 manna velli. Þar eru kannski 20-25 fótboltaleikir á ári en önnur starfsemi ber sig," sagði Ruhnau. "Við þurfum að taka mið af öllu hér í kring en það er klárlega hægt að sjá fyrir sér spennandi völl. Þó Reykjavík sé ekki stór borg þá erum við líka með minni velli sem standa undir sér en allt mun þetta koma í ljós þegar við förum af stað. Aðspurður hversu margir áhorfendur munu komast að á nýjum velli verði af honum svaraði Ruhnau: "Það er ómögulegt að segja til um það núna." Hagkvæmnisáætlunin verður lögð fyrir Reykjavíkurborg þegar hún verður tilbúin en KSÍ fær ekkert að gera með leyfi og mögulegum fjárstuðingi borgarinnar þegar að því kemur. "Það er ekki vitað hvað þeta mun kosta en við þurfum að fá atvinnulífið með okkur í þetta. Við þurfum einkaaðila til að taka að sér starfsemi í nýju byggingunum þannig þetta muni standa undir sér," sagði Geir Þorsteinsson. EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum sambandins í dag að þýska fyrirtækið Lagardere hefur verið ráðið af KSÍ til að gera hagkvæmnisáætlun fyrir framtíð Laugardalsvallar. Lagardere hét áður Sport 5 en þessi þýski fjölmiðla- og íþróttarisi hefur lengi verið í samstarfi við KSÍ og séð um sjónvarpsréttarmál til lengri tíma. KSÍ fékk Borgarbrag, leitt af Pétri Marteinssyni, fyrrverandi landsliðsmanni, og Guðmundi Kristjáni Jónssyni, til að gera forhagkvæmnisáætlun fyrir sambandið og sú skýrsla leiddi til þess að KSÍ vill gera formlega athugun á því hvort hagkvæmt sé að byggja upp nýjan leikvang í Laugardalnum. "Það er alveg ljóst að við höfum ekki þekkingu á Íslandi til að gera þetta og þess vegna leitum við til alþjóðlegra aðila," sagði Geir og vitnaði til Lagerdere, en tveir yfirmenn fyrirtækisins sátu fundinn. "Við vonumst til að fá leikvang sem mætir nútímakröfum til knattspyrnu en einnig leikvang sem getur tekið að sér ýmsa aðra viðburði; svokallaðan fjölnota leikvang. Skýrsla Borgarbrags sýndi að það var skynsamlegt að halda áfram með þetta verkefni og það ætlum við að gera."Laugardalsvöllur gæti tekið miklum breytingum.vísir/vilhelmVon um arðbæran völl "Markmiðið er fyrst og fremst að búa til fótboltavöll en líka að búa til rekstrareiningu sem stendur undir sér," sagði Pétur Marteinsson aðspurður um verkefnið. "Þetta skref sem KSÍ er að taka núna er gríðarlega mikilvægt. Of oft er byrjað á öfugum enda í svona ferli en ekki í þessu. Það er rétt að fara í þessa könnun á þessum tímapunkti." Pétur sagði að ferlið yrði langt og dýrt en vonast er eftir að fá niðurstöður úr hagkvæmnisáætluninni í ágúst. Það er svo Reykjavíkurborg sem tekur endanlega ákvörðun um hvað verður gert enda er hún eigandi vallarins. "Þær byggingar sem vonandi verða byggðar verða að geta borið sig þó hluti þeirra verði auðvitað fyrir áhorfendur. Þær verða byggðar fyrir aðra starfsemi enda reka fimm heimaleikir karla og kvenna þetta ekki með góðu móti," sagði Geir. "Hótelstarfsemi, veitingastarfsemi og barir. Það er eitthvað svona sem við viljum gera til að færa inn nýja aðila í þessar byggingar. Þær verða að vera sá þáttur sem stendur undir byggingarkostnaðinum," sagði Geir og Pétur bætti við: "Það er ekkert launungarmál að horft hefur verið til þess að vera með íþróttahótel og svo hefur verið talað við ÍSÍ um að koma hér inn með sjúkraþjálfun og læknastofur. Það er ekki bara fótboltinn sem myndi hagnast á þessu," sagði Pétur Marteinsson.Spila strákarnir okkar útileiki í mars og nóvember?Vísir/GettyVill yfirbyggðan Laugardalsvöll Stórar breytingar verða á undankeppni stórmóta hjá UEFA fyrir EM 2020 en leikið verður í nýrri Þjóðardeild og klárast leikirnir á einu almanaksári. Strákarnir okkar þurfa því að spila tvo leiki í mars og tvo leiki í nóvember. Laugardalsvöllurinn eins og hann er í dag, opinn og ekki upphitaður, er augljóslega ekki klár í að bera leiki á þessum tímapunkti og er Geir því með skýrar hugmyndir um draumavöllinn sinn. "Draumurinn er yfirbyggður leikvangur. Svo getur verið að vellinum verði betur lokað þannig hann skýli betur fyrir veðri og vindum. Völlurinn verður sum sé byggður upp á nýtt. Við vorum bara þrælheppin að geta spilað Króatíuleikinn hér um árið. Það byrjaði að snjóa beint eftir leik," sagði Geir. "Það þurfa að vera miklar framfarir á vellinum fyrir fótboltann þannig við getum boðið okkar knattspyrnufólki up á bestu aðstæður," sagði Geir. Verði völlur ekki klár getur farið svo að Ísland þurfi að spila útileiki í mars og nóvember vegna veðurfars og vallarskilyrða.Ulrik Ruhnau, t.h., er spenntur fyrir reitnum í Laugardalnum.Vísir/stefánÓvíst hversu margir komast fyrir Ulrik Ruhnau, varforseti vallar- og leikvangamála hjá Lagardere, er bjartsýnn fyrir gerð hagkvæmnisáætluninar en fyrirtækið hefur byggt og rekur velli um alla Evrópu sem og í Bandaríkjunum og Brasilíu. "Hér er mikið af tækifærum en við þurfum að sjá hvað er hægt að gera og gera það með réttum hætti. Við rekum velli á mörgum stöðum allt frá 15.000 manna völlum og upp í 60.000 manna velli. Þar eru kannski 20-25 fótboltaleikir á ári en önnur starfsemi ber sig," sagði Ruhnau. "Við þurfum að taka mið af öllu hér í kring en það er klárlega hægt að sjá fyrir sér spennandi völl. Þó Reykjavík sé ekki stór borg þá erum við líka með minni velli sem standa undir sér en allt mun þetta koma í ljós þegar við förum af stað. Aðspurður hversu margir áhorfendur munu komast að á nýjum velli verði af honum svaraði Ruhnau: "Það er ómögulegt að segja til um það núna." Hagkvæmnisáætlunin verður lögð fyrir Reykjavíkurborg þegar hún verður tilbúin en KSÍ fær ekkert að gera með leyfi og mögulegum fjárstuðingi borgarinnar þegar að því kemur. "Það er ekki vitað hvað þeta mun kosta en við þurfum að fá atvinnulífið með okkur í þetta. Við þurfum einkaaðila til að taka að sér starfsemi í nýju byggingunum þannig þetta muni standa undir sér," sagði Geir Þorsteinsson.
EM 2016 í Frakklandi Íslenski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira