Unnusta hans, Nicole Johnson, fæddi þeim dreng fyrir síðustu helgi. Drengurinn hefur þegar verið nefndur Boomer Robert Phelps.
Millinafn drengsins er í höfuðið á þjálfara Phelps, Bob Bowman. Hann sagði það hafa komið sér skemmtilega á óvart.
Phelps, sem hefur unnið 18 Ólympíugull, er að æfa á fullu fyrir leikana í Ríó í sumar sem verða hans svanasöngur í lauginni.