Pinnonen kominn í hóp með Duranona og Kalandadze Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2016 11:30 Pinnonen hleður í skot. vísir/ernir Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding lagði Hauka að velli, 31-34, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Eistinn skoraði 10 mörk, mörg hver glæsileg, átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Pinnonen kom til Aftureldingar í byrjun árs og hefur reynst Mosfellingum vel. Eistinn, sem spilar annað hvort sem leikstjórnandi eða vinstri skytta, skoraði 50 mörk í níu leikjum í deildarkeppninni og er kominn með 39 mörk í úrslitakeppninni, flesta allra í liði Aftureldingar. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna annan erlendan leikmann sem skoraði 10 mörk eða meira í leik í lokaúrslitum. Það var Georgíumaðurinn Tite Kalandadze sem gerði 10 mörk þegar ÍBV tapaði 31-30 fyrir Haukum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Duranona og Geir Sveinsson á góðri stund á HM í Kumamoto 1997.vísir/ljósmyndasafn reykjavíkur/þökRaunar eru þeir bara þrír, erlendu leikmennirnir sem hafa náð að fylla tuginn í markaskorun í einum leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Róbert Julian Duranona náði þeim áfanga fimm sinnum með KA í lokaúrslitunum 1996 og 1997. Duranona skoraði mest 13 mörk í öðrum leiknum gegn Val 1996, einu sinni gerði hann 12 mörk og þrisvar sinnum 11 mörk. Duranona, sem er frá Kúbu en fékk íslenskan ríkisborgararétt 1996, var nánast óstöðvandi þau tvö tímabil sem hann spilaði á Íslandi. KA fór í lokaúrslitin bæði árin sem þessi öfluga skytta var hér á landi og vann Íslandsmeistaratitilinn 1997 eftir 3-1 sigur á Aftureldingu. Duranona skoraði alls 82 mörk í átta leikjum í lokaúrslitum, eða 10,25 mörk að meðaltali í leik.Flest mörk hjá erlendum leikmanni í lokaúrslitum: 13/7 - Róbert Julian Duranona (KA) í leik 2 gegn Val 1996 12/5 - Róbert Julian Duranona í leik 2 gegn Aftureldingu 1997 11/1 - Róbert Julian Duranona í leik 4 gegn Aftureldingu 1997 11/3 - Róbert Julian Duranona í leik 3 gegn Val 1996 11/8 - Róbert Julian Duranona í leik 1 gegn Val 1996 10 - Mikk Pinnonen (Afturelding) í leik 1 gegn Haukum 2016 10 - Tite Kalandadze (ÍBV) í leik 1 gegn Haukum 2005 9 - Petr Baumruk (Haukar) í leik 3 gegn Val 1994 9 - Andrius Stelmokas (KA) í leik 2 gegn Val 2002 9 - Tite Kalandadze í leik 2 gegn Haukum 2005 9/2 - Oleg Titov (Fram) í leik 3 gegn Val 1998 9/4 - Sergei Ziza (KA) í leik 3 gegn Aftureldingu 1997 Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Mikk Pinnonen átti stórleik þegar Afturelding lagði Hauka að velli, 31-34, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í gær. Eistinn skoraði 10 mörk, mörg hver glæsileg, átti auk þess nokkrar stoðsendingar á félaga sína. Pinnonen kom til Aftureldingar í byrjun árs og hefur reynst Mosfellingum vel. Eistinn, sem spilar annað hvort sem leikstjórnandi eða vinstri skytta, skoraði 50 mörk í níu leikjum í deildarkeppninni og er kominn með 39 mörk í úrslitakeppninni, flesta allra í liði Aftureldingar. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna annan erlendan leikmann sem skoraði 10 mörk eða meira í leik í lokaúrslitum. Það var Georgíumaðurinn Tite Kalandadze sem gerði 10 mörk þegar ÍBV tapaði 31-30 fyrir Haukum í fyrsta leik lokaúrslitanna.Duranona og Geir Sveinsson á góðri stund á HM í Kumamoto 1997.vísir/ljósmyndasafn reykjavíkur/þökRaunar eru þeir bara þrír, erlendu leikmennirnir sem hafa náð að fylla tuginn í markaskorun í einum leik í lokaúrslitum Íslandsmótsins. Róbert Julian Duranona náði þeim áfanga fimm sinnum með KA í lokaúrslitunum 1996 og 1997. Duranona skoraði mest 13 mörk í öðrum leiknum gegn Val 1996, einu sinni gerði hann 12 mörk og þrisvar sinnum 11 mörk. Duranona, sem er frá Kúbu en fékk íslenskan ríkisborgararétt 1996, var nánast óstöðvandi þau tvö tímabil sem hann spilaði á Íslandi. KA fór í lokaúrslitin bæði árin sem þessi öfluga skytta var hér á landi og vann Íslandsmeistaratitilinn 1997 eftir 3-1 sigur á Aftureldingu. Duranona skoraði alls 82 mörk í átta leikjum í lokaúrslitum, eða 10,25 mörk að meðaltali í leik.Flest mörk hjá erlendum leikmanni í lokaúrslitum: 13/7 - Róbert Julian Duranona (KA) í leik 2 gegn Val 1996 12/5 - Róbert Julian Duranona í leik 2 gegn Aftureldingu 1997 11/1 - Róbert Julian Duranona í leik 4 gegn Aftureldingu 1997 11/3 - Róbert Julian Duranona í leik 3 gegn Val 1996 11/8 - Róbert Julian Duranona í leik 1 gegn Val 1996 10 - Mikk Pinnonen (Afturelding) í leik 1 gegn Haukum 2016 10 - Tite Kalandadze (ÍBV) í leik 1 gegn Haukum 2005 9 - Petr Baumruk (Haukar) í leik 3 gegn Val 1994 9 - Andrius Stelmokas (KA) í leik 2 gegn Val 2002 9 - Tite Kalandadze í leik 2 gegn Haukum 2005 9/2 - Oleg Titov (Fram) í leik 3 gegn Val 1998 9/4 - Sergei Ziza (KA) í leik 3 gegn Aftureldingu 1997
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira