Öryggisventlar á óvissutímum Magnús Guðmundsson skrifar 9. maí 2016 07:00 Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum.“ Það er ekki laust við að þessum ágæta málshætti hafi skotið upp í hugann við atburði gærdagsins. Dagurinn hófst á Sprengisandi Bylgjunnar með því að Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, aðalbankastjóri SÍ og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands. Efalítið kemur þetta mörgum á óvart en það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að Davíð telur að fyrst að hann sé kominn fram þá þurfi fólk aðeins að velja á milli hans og sitjandi forseta. Aðrir frambjóðendur eigi því þarna lítið erindi en mikið erfiði. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og enn forsetaframbjóðandi þegar þessi orð eru skrifuð, mætti svo í Eyjuna á Stöð 2 og fór fögrum orðum um Davíð Oddsson en svaraði engu um það hvort hann ætlaði sér að vera áfram í framboði í ljósi atburða dagsins. Það kæmi þó ekki á óvart ef Ólafur Ragnar tilkynnti um það á næstunni að hann væri hættur við enda er kominn frambjóðandi sem virðist deila áhyggjum hans af einhverri skelfingar óvissu um framtíðina. Óvissan virðist helst eiga rætur sínar að rekja til fjölmennustu mótmæla Íslandssögunnar, til boðaðra alþingiskosninga með haustinu og að ógleymdri röskun á valdajafnvægi gömlu flokkanna samkvæmt könnunum. Ekkert af þessu snerist þó um forsetaembættið, störf sitjandi forseta, ritstjóra Morgunblaðsins eða fyrrverandi forsætisráðherra. Heldur snerist þetta um þjóð sem vill breyta samfélagi sínu til betri vegar með því að losna undan oki stjórnmála þar sem hagsmunatengsl og hreppapólitík hafa ráðið för áratugum saman. Ekkert af þessu ætti heldur að verða að óyfirstíganlegu verkefni fyrir hverja þá manneskju sem þjóðin velur til forseta í sumar. Öll þessi óvissa virðist þó valda þeim Davíð og Ólafi Ragnari umtalsverðum áhyggjum. Að sama skapi verður þeim svo tíðrætt um fortíðina og hversu vel þeir hafi nú staðið sig í hinum og þessum þjóðþrifamálunum á sínum tíma. Margt af því er efalítið satt, rétt og þakkarvert en því er ekki að neita að ekki var það allt jafn vel heppnað og aðdáunarvert svona eftir á að hyggja. Enda ætlar þjóðin ekki að ganga að kjörborðinu í júní til þess að kjósa sér forseta til fortíðar heldur framtíðar. Framtíðar sem er eðli málsins samkvæmt full af óvissu sem þjóðin hlýtur að taka fagnandi og sem tækifæri til þess að byggja hér betra samfélag. Það er fallega boðið af þeim Davíð og Ólafi Ragnari að bjóðast til þess að vera öryggisventlar á þessum óvissutímum en þá þurfa þeir eins og aðrir Íslendingar að fara að líta til framtíðarinnar. Þangað til það gerist þá getum við hin bara sagt nei, nei, nei, nú er þessi tími liðinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sá sem dáir fortíðina missir tökin á nútímanum.“ Það er ekki laust við að þessum ágæta málshætti hafi skotið upp í hugann við atburði gærdagsins. Dagurinn hófst á Sprengisandi Bylgjunnar með því að Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, aðalbankastjóri SÍ og núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands. Efalítið kemur þetta mörgum á óvart en það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að Davíð telur að fyrst að hann sé kominn fram þá þurfi fólk aðeins að velja á milli hans og sitjandi forseta. Aðrir frambjóðendur eigi því þarna lítið erindi en mikið erfiði. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og enn forsetaframbjóðandi þegar þessi orð eru skrifuð, mætti svo í Eyjuna á Stöð 2 og fór fögrum orðum um Davíð Oddsson en svaraði engu um það hvort hann ætlaði sér að vera áfram í framboði í ljósi atburða dagsins. Það kæmi þó ekki á óvart ef Ólafur Ragnar tilkynnti um það á næstunni að hann væri hættur við enda er kominn frambjóðandi sem virðist deila áhyggjum hans af einhverri skelfingar óvissu um framtíðina. Óvissan virðist helst eiga rætur sínar að rekja til fjölmennustu mótmæla Íslandssögunnar, til boðaðra alþingiskosninga með haustinu og að ógleymdri röskun á valdajafnvægi gömlu flokkanna samkvæmt könnunum. Ekkert af þessu snerist þó um forsetaembættið, störf sitjandi forseta, ritstjóra Morgunblaðsins eða fyrrverandi forsætisráðherra. Heldur snerist þetta um þjóð sem vill breyta samfélagi sínu til betri vegar með því að losna undan oki stjórnmála þar sem hagsmunatengsl og hreppapólitík hafa ráðið för áratugum saman. Ekkert af þessu ætti heldur að verða að óyfirstíganlegu verkefni fyrir hverja þá manneskju sem þjóðin velur til forseta í sumar. Öll þessi óvissa virðist þó valda þeim Davíð og Ólafi Ragnari umtalsverðum áhyggjum. Að sama skapi verður þeim svo tíðrætt um fortíðina og hversu vel þeir hafi nú staðið sig í hinum og þessum þjóðþrifamálunum á sínum tíma. Margt af því er efalítið satt, rétt og þakkarvert en því er ekki að neita að ekki var það allt jafn vel heppnað og aðdáunarvert svona eftir á að hyggja. Enda ætlar þjóðin ekki að ganga að kjörborðinu í júní til þess að kjósa sér forseta til fortíðar heldur framtíðar. Framtíðar sem er eðli málsins samkvæmt full af óvissu sem þjóðin hlýtur að taka fagnandi og sem tækifæri til þess að byggja hér betra samfélag. Það er fallega boðið af þeim Davíð og Ólafi Ragnari að bjóðast til þess að vera öryggisventlar á þessum óvissutímum en þá þurfa þeir eins og aðrir Íslendingar að fara að líta til framtíðarinnar. Þangað til það gerist þá getum við hin bara sagt nei, nei, nei, nú er þessi tími liðinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. maí.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun