Í mesta lagi tólf ár á Bessastöðum Snærós Sindradóttir skrifar 7. maí 2016 10:00 Guðni Th Jóhannesson og Eliza Reid tóku sameiginlega ákvörðun um framboð. Kannanir sýna mikið fylgi Guðna en samkvæmt könnun Fréttablaðsins frá fimmtudegi munar einungis sjö prósentum á Guðna og sitjandi forseta. Fréttablaðið/Ernir Hér á landi blómstrar svo margt því fólk er ekki hrætt við að taka pínulitla hugmynd og gera eitthvað stórt úr henni,“ segir Eliza Reid, eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda. Guðni er landsmönnum kunnur sem sagnfræðingur og stjórnmálaskýrandi en Elizu þekkja fáir enn sem komið er. Eliza er kanadísk og með BA-próf í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í nútímasagnfræði. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Iceland Writers Retreat, með það markmið að koma íslenskum bókmenntum um allan heim og mynda tengsl á milli íslenskra höfunda og erlendra. „Glöggt er gests augað. Það sem mér hefur alltaf fundist svo merkilegt við Ísland er að þetta er 330 þúsund manna þjóð sem hefur lengi haft ein mestu lífsgæði í heimi. Það er af því að fólk er tilbúið að taka þátt og gera allt sem þarf að gera. Mér hefur alltaf fundist svo gaman að hér er sami maður kannski lögfræðingur og grafískur hönnuður eða tónlistarmaður og lögga. Allir eru með marga hatta og geta skipt um svið þegar þeir vilja.“Fordæmalausir tímar Framboð Guðna hefur ekki verið mjög lengi í burðarliðnum. Áskoranir á hann urðu sérstaklega áberandi í apríl þegar hann hélt uppi, ásamt öðrum, skýringum í rauntíma á stjórnmálaástandi landsins í kringum Wintris-málið. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti ákvað að bjóða sig fram að nýju öllum að óvörum leit út fyrir að ekkert yrði af framboði Guðna. Hann sagði sjálfur að enginn hefði velt sitjandi forseta úr sessi. „Hins vegar hefur enginn forseti leitast eftir því að sitja á Bessastöðum í aldarfjórðung. Það hefur enginn forseti boðið sig fram sex sinnum. Svo er það líka það að forsetaefni sem forsætisráðherra styður hefur aldrei unnið. Úr þessum hatti staðreyndanna velur maður bara þá sem hentar manni best,“ segir Guðni. „Það er ekki þannig að ég hafi lengi alið með mér þann draum að bjóða mig fram til forseta Íslands. Hins vegar þykist ég vita mikið um það hvað forsetar hafa vel gert og hvað hefur miður farið. Mér finnst að forseti eigi að vera málsvari og fulltrúi allra Íslendinga. Hann þarf að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda, leita sátta og málamiðlana þegar svo ber undir. Hann verður að vera orðheldinn og fólk verður að geta trúað forsetanum. Forseti á ekki að vera málpípa ríkisstjórnarinnar en ekki heldur að setja sig á móti henni. Hann á að lýsa því á alþjóðavettvangi þegar þjóðin stendur saman en hann á líka að lýsa því þegar ágreiningur er uppi svo þeir sem koma hingað sem gestir viti að um sum mál er bullandi ágreiningur,“ segir Guðni. Á forsetinn þá að vera stjórnmálaskýrandi? „Stjórnmálaskýrandi fyrir gesti og gangandi. Hann á að vera alþýðlegur og ekki setja sig á háan hest. Forseti á frekar að hlusta en að tala.“Dró ástina upp úr dós Eliza og Guðni kynntust þegar þau voru bæði í námi við Oxford í Bretlandi árið 1998. Eliza segir að þegar hún flutti til landsins árið 2003 hafi ekki hvarflað að henni að þrettán árum síðar yrði hún í framboði til að verða forsetafrú Íslands. „En þegar ég flutti til Bretlands datt mér aldrei í hug að ég myndi flytja til Íslands. Ég er bara til í hvað sem er. Það er hluti af ævintýrinu,“ segir Eliza.Hvernig kynntust þið? „Við vorum bæði í róðrarliðinu,“ segir Guðni. Eliza segir að það hafi verið mikilvægt að taka þátt í slíku í Oxford. „Róðrarliðið stóð fyrir fjáröflun þar sem strákarnir höfðu hver sína dós og stelpurnar keyptu miða með nafninu sínu á. Þær áttu svo að setja nafnið sitt í dós strákanna og freista þess að nafnið þeirra yrði dregið út. Þá áttu strákarnir að bjóða þeirri stelpu á stefnumót,“ segir Eliza. „Svolítið eins og blind-date,“ grípur Guðni inn í. „Já mér fannst Guðni svolítið skemmtilegur svo ég keypti tíu miða og setti átta í hans dós. Að setja alla tíu var kannski aðeins of mikið en ég vildi samt eiga séns. Og hann dró nafnið mitt,“ segir Eliza. Eliza var raunar dregin út tvisvar. Hinn heppni, sem fékk líka að bjóða henni á stefnumót, var Lane Greene sem nú er ritstjóri menningarhluta tímaritsins the Economist í Bandaríkjunum. En eins og Guðni og Eliza lýsa varð ekki aftur snúið eftir stefnumótið. Í dag eiga þau fjögur börn saman, Duncan Tind, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Eddu Margréti. Öll fædd með tveggja ára millibili á árunum 2007 til 2013. Auk þeirra á Guðni dótturina Rut út fyrra hjónabandi. „Hún verður 22 ára í sumar og er að ljúka námi í sálfræði og ritlist. Dóttir mín er mikil hugsjónamanneskja sem má ekkert aumt sjá,“ segir Guðni.Óháð á alþjóðavettvangi Á heimili Guðna og Elizu er íslenska og enska töluð jöfnum höndum. Börnin eru tvítyngd. Það er meðal annars þess vegna sem Guðni segist hvað síst kvíða því að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi fari svo að hann nái kjöri sem forseti. Hann muni ekki verða Íslendingum til skammar þegar kemur að því að bregða fyrir sig öðrum tungumálum. „Ég bjó samtals á Englandi í átta ár. Svo get ég bjargað mér á skóladönskunni gömlu, vann eitt sumar í Noregi og þýsku lærði ég í skóla og þegar ég bjó veturlangt í Þýskalandi. Svo lærði ég rússnesku í eitt og hálft ár og get svona haldið uppi einföldum samræðum á rússnesku.“ „Hann talar mjög góða dönsku. Og svo tala ég frönsku,“ skýtur Eliza að. „Já, ég lærði líka latínu í MR, en maður spjallar víst ekki á henni,“ bætir Guðni við.En þú segir rússnesku. Hvað finnst þér um samskipti forsetans við Rússland og Vladimír Pútín? „Samskipti Íslands og Rússlands hafa lengi verið náin og maður finnur á rússneskum ráðamönnum að þeir vilja gjarnan eiga góð samskipti við Ísland. Þeim varð bylt við þegar Ísland tók þátt í efnahagsþvingunum gagnvart Rússlandi og svöruðu í sömu mynt,“ segir Guðni. „Ég held að stjórnvöld hverju sinni marki utanríkisstefnu landsins, það sé ekki í verkahring forseta. En þú spurðir um Pútín og vissulega er það svo að við þurfum að umgangast valdhafa allra annarra ríkja af þeirri kurteisi og jafnvel festu sem á þarf að halda. Og varast um leið að verða ekki nokkrum háðir.“ En það eru uppi óvissutímar í heiminum. Það ríkir einhvers konar kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hvar á Ísland að standa þar? „Við eigum fyrst og fremst að hugsa um hag okkar hverju sinni. Við erum í varnarsamstarfi við önnur ríki á Vesturlöndum í gegnum Nató. Ég sé ekkert sem ætti að skapa óvissu á þeim vettvangi. Svo erum við í nánu samstarfi við ESB og ekki annað að sjá en að það sé í ágætis farvegi. Smáþjóð í hörðum heimi þarf að eiga vini en um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því að stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og láta hagsmuni þjóðarinnar ganga framar. Þegar stundir koma að við þurfum að hugsa um þjóðarhag þurfum við að biðja okkar bandalagsþjóðir að sýna okkur skilning. Ef ekki, þá verður bara að hafa það.“Aldrei meira en tólf ár Guðni er fræðimaður og líður best þegar hann hefur tíma til að sinna grúski og fræðimennsku. „Ég er kominn á þann stað í lífinu þar sem mér líður afskaplega vel. Af hverju ætti ég að breyta til? Öryggi vanans er mjög gott en svo koma áskoranir og þá verður maður að ákveða hvort maður tekur þeim eða lætur þær sigla fram hjá.“ Hann langar á Bessastaði en hyggst ekki sitja þar til eilífðarnóns. „Þið getið lesið það fyrst hér að ég verð ekki stundinni lengur á Bessastöðum en tólf ár, þrjú kjörtímabil, og jafnvel skemur.“ Eliza hefur ekki áhyggjur yfir að sér muni leiðast á meðan. „Mér finnst þetta mjög gott tækifæri til að varpa kastljósinu á mikilvæg mál eins og bókmenntirnar. Ég verð ekki húsmóðir sem er bara heima að þrífa, ekki að það sé ekki gott.“ Þau hjónin hafa rætt framboðið við krakkana. „Ég tala alltaf ensku við börnin og spurði Donna hvort hann héldi að pabbi gæti orðið góður forseti. Hann sagði: „Nei“ en bætti svo við. „I think he would be terrific“ [ísl: Ég held hann væri frábær],“ segir Eliza. Guðni slær úr. „En það er ekkert gefið í þessum efnum. Við erum í framboði núna en við erum ekki að sigla sigri í örugga höfn. Við þurfum að sannfæra fólk um að ég sé traustsins verður.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Hér á landi blómstrar svo margt því fólk er ekki hrætt við að taka pínulitla hugmynd og gera eitthvað stórt úr henni,“ segir Eliza Reid, eiginkona Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda. Guðni er landsmönnum kunnur sem sagnfræðingur og stjórnmálaskýrandi en Elizu þekkja fáir enn sem komið er. Eliza er kanadísk og með BA-próf í alþjóðasamskiptum og meistaragráðu í nútímasagnfræði. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Iceland Writers Retreat, með það markmið að koma íslenskum bókmenntum um allan heim og mynda tengsl á milli íslenskra höfunda og erlendra. „Glöggt er gests augað. Það sem mér hefur alltaf fundist svo merkilegt við Ísland er að þetta er 330 þúsund manna þjóð sem hefur lengi haft ein mestu lífsgæði í heimi. Það er af því að fólk er tilbúið að taka þátt og gera allt sem þarf að gera. Mér hefur alltaf fundist svo gaman að hér er sami maður kannski lögfræðingur og grafískur hönnuður eða tónlistarmaður og lögga. Allir eru með marga hatta og geta skipt um svið þegar þeir vilja.“Fordæmalausir tímar Framboð Guðna hefur ekki verið mjög lengi í burðarliðnum. Áskoranir á hann urðu sérstaklega áberandi í apríl þegar hann hélt uppi, ásamt öðrum, skýringum í rauntíma á stjórnmálaástandi landsins í kringum Wintris-málið. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti ákvað að bjóða sig fram að nýju öllum að óvörum leit út fyrir að ekkert yrði af framboði Guðna. Hann sagði sjálfur að enginn hefði velt sitjandi forseta úr sessi. „Hins vegar hefur enginn forseti leitast eftir því að sitja á Bessastöðum í aldarfjórðung. Það hefur enginn forseti boðið sig fram sex sinnum. Svo er það líka það að forsetaefni sem forsætisráðherra styður hefur aldrei unnið. Úr þessum hatti staðreyndanna velur maður bara þá sem hentar manni best,“ segir Guðni. „Það er ekki þannig að ég hafi lengi alið með mér þann draum að bjóða mig fram til forseta Íslands. Hins vegar þykist ég vita mikið um það hvað forsetar hafa vel gert og hvað hefur miður farið. Mér finnst að forseti eigi að vera málsvari og fulltrúi allra Íslendinga. Hann þarf að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda, leita sátta og málamiðlana þegar svo ber undir. Hann verður að vera orðheldinn og fólk verður að geta trúað forsetanum. Forseti á ekki að vera málpípa ríkisstjórnarinnar en ekki heldur að setja sig á móti henni. Hann á að lýsa því á alþjóðavettvangi þegar þjóðin stendur saman en hann á líka að lýsa því þegar ágreiningur er uppi svo þeir sem koma hingað sem gestir viti að um sum mál er bullandi ágreiningur,“ segir Guðni. Á forsetinn þá að vera stjórnmálaskýrandi? „Stjórnmálaskýrandi fyrir gesti og gangandi. Hann á að vera alþýðlegur og ekki setja sig á háan hest. Forseti á frekar að hlusta en að tala.“Dró ástina upp úr dós Eliza og Guðni kynntust þegar þau voru bæði í námi við Oxford í Bretlandi árið 1998. Eliza segir að þegar hún flutti til landsins árið 2003 hafi ekki hvarflað að henni að þrettán árum síðar yrði hún í framboði til að verða forsetafrú Íslands. „En þegar ég flutti til Bretlands datt mér aldrei í hug að ég myndi flytja til Íslands. Ég er bara til í hvað sem er. Það er hluti af ævintýrinu,“ segir Eliza.Hvernig kynntust þið? „Við vorum bæði í róðrarliðinu,“ segir Guðni. Eliza segir að það hafi verið mikilvægt að taka þátt í slíku í Oxford. „Róðrarliðið stóð fyrir fjáröflun þar sem strákarnir höfðu hver sína dós og stelpurnar keyptu miða með nafninu sínu á. Þær áttu svo að setja nafnið sitt í dós strákanna og freista þess að nafnið þeirra yrði dregið út. Þá áttu strákarnir að bjóða þeirri stelpu á stefnumót,“ segir Eliza. „Svolítið eins og blind-date,“ grípur Guðni inn í. „Já mér fannst Guðni svolítið skemmtilegur svo ég keypti tíu miða og setti átta í hans dós. Að setja alla tíu var kannski aðeins of mikið en ég vildi samt eiga séns. Og hann dró nafnið mitt,“ segir Eliza. Eliza var raunar dregin út tvisvar. Hinn heppni, sem fékk líka að bjóða henni á stefnumót, var Lane Greene sem nú er ritstjóri menningarhluta tímaritsins the Economist í Bandaríkjunum. En eins og Guðni og Eliza lýsa varð ekki aftur snúið eftir stefnumótið. Í dag eiga þau fjögur börn saman, Duncan Tind, Donald Gunnar, Sæþór Peter og Eddu Margréti. Öll fædd með tveggja ára millibili á árunum 2007 til 2013. Auk þeirra á Guðni dótturina Rut út fyrra hjónabandi. „Hún verður 22 ára í sumar og er að ljúka námi í sálfræði og ritlist. Dóttir mín er mikil hugsjónamanneskja sem má ekkert aumt sjá,“ segir Guðni.Óháð á alþjóðavettvangi Á heimili Guðna og Elizu er íslenska og enska töluð jöfnum höndum. Börnin eru tvítyngd. Það er meðal annars þess vegna sem Guðni segist hvað síst kvíða því að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi fari svo að hann nái kjöri sem forseti. Hann muni ekki verða Íslendingum til skammar þegar kemur að því að bregða fyrir sig öðrum tungumálum. „Ég bjó samtals á Englandi í átta ár. Svo get ég bjargað mér á skóladönskunni gömlu, vann eitt sumar í Noregi og þýsku lærði ég í skóla og þegar ég bjó veturlangt í Þýskalandi. Svo lærði ég rússnesku í eitt og hálft ár og get svona haldið uppi einföldum samræðum á rússnesku.“ „Hann talar mjög góða dönsku. Og svo tala ég frönsku,“ skýtur Eliza að. „Já, ég lærði líka latínu í MR, en maður spjallar víst ekki á henni,“ bætir Guðni við.En þú segir rússnesku. Hvað finnst þér um samskipti forsetans við Rússland og Vladimír Pútín? „Samskipti Íslands og Rússlands hafa lengi verið náin og maður finnur á rússneskum ráðamönnum að þeir vilja gjarnan eiga góð samskipti við Ísland. Þeim varð bylt við þegar Ísland tók þátt í efnahagsþvingunum gagnvart Rússlandi og svöruðu í sömu mynt,“ segir Guðni. „Ég held að stjórnvöld hverju sinni marki utanríkisstefnu landsins, það sé ekki í verkahring forseta. En þú spurðir um Pútín og vissulega er það svo að við þurfum að umgangast valdhafa allra annarra ríkja af þeirri kurteisi og jafnvel festu sem á þarf að halda. Og varast um leið að verða ekki nokkrum háðir.“ En það eru uppi óvissutímar í heiminum. Það ríkir einhvers konar kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hvar á Ísland að standa þar? „Við eigum fyrst og fremst að hugsa um hag okkar hverju sinni. Við erum í varnarsamstarfi við önnur ríki á Vesturlöndum í gegnum Nató. Ég sé ekkert sem ætti að skapa óvissu á þeim vettvangi. Svo erum við í nánu samstarfi við ESB og ekki annað að sjá en að það sé í ágætis farvegi. Smáþjóð í hörðum heimi þarf að eiga vini en um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því að stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir og láta hagsmuni þjóðarinnar ganga framar. Þegar stundir koma að við þurfum að hugsa um þjóðarhag þurfum við að biðja okkar bandalagsþjóðir að sýna okkur skilning. Ef ekki, þá verður bara að hafa það.“Aldrei meira en tólf ár Guðni er fræðimaður og líður best þegar hann hefur tíma til að sinna grúski og fræðimennsku. „Ég er kominn á þann stað í lífinu þar sem mér líður afskaplega vel. Af hverju ætti ég að breyta til? Öryggi vanans er mjög gott en svo koma áskoranir og þá verður maður að ákveða hvort maður tekur þeim eða lætur þær sigla fram hjá.“ Hann langar á Bessastaði en hyggst ekki sitja þar til eilífðarnóns. „Þið getið lesið það fyrst hér að ég verð ekki stundinni lengur á Bessastöðum en tólf ár, þrjú kjörtímabil, og jafnvel skemur.“ Eliza hefur ekki áhyggjur yfir að sér muni leiðast á meðan. „Mér finnst þetta mjög gott tækifæri til að varpa kastljósinu á mikilvæg mál eins og bókmenntirnar. Ég verð ekki húsmóðir sem er bara heima að þrífa, ekki að það sé ekki gott.“ Þau hjónin hafa rætt framboðið við krakkana. „Ég tala alltaf ensku við börnin og spurði Donna hvort hann héldi að pabbi gæti orðið góður forseti. Hann sagði: „Nei“ en bætti svo við. „I think he would be terrific“ [ísl: Ég held hann væri frábær],“ segir Eliza. Guðni slær úr. „En það er ekkert gefið í þessum efnum. Við erum í framboði núna en við erum ekki að sigla sigri í örugga höfn. Við þurfum að sannfæra fólk um að ég sé traustsins verður.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Guðni: Ef ríkisstjórn reynir að keyra í gegn ESB-aðild án aðkomu þjóðar verður honum að mæta á Bessastöðum „Ég er ekki flokksbundinn og hef aldrei verið í neinum flokki,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson spurður út í gagnrýni sem hann hefur fengið á sig. 6. maí 2016 20:56