Vilja ekki fólk í gámum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 5. maí 2016 07:00 Húsnæðisskortur í Vík í Mýrdal er fylgifiskur aukins ferðamannafjölda. Sveitarstjórinn segir fjármagni ekki rétt skipt til uppbyggingar. vísir/Friðrik „Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
„Við höfum sett stopp á að fleiri íbúðarhús fari undir skammtímaleigu til ferðamanna svo sem leigu í gegnum Airbnb,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Mikill húsnæðisskortur er í bæjarfélaginu sem glímir við vaxtarverki vegna aukins ferðamannafjölda. „Hér er húsnæðisskortur og við þurfum líka að horfa til þess að hér verði bæjarlíf, venjulegt samfélag. Það dugar okkur ekki að fá bara fasteignagjöldin greidd,“ segir sveitarstjórinn. Sem dæmi um húsnæðisskortinn í Vík óskaði Guðjón Gestsson, svæðisstjóri Kjarvals á Suðurlandi, nýverið eftir bráðabirgðaheimild frá 15. maí til 1. október til að setja upp tvo gáma fyrir aftan verslunina í Vík til að hafa þar aðstöðu fyrir sumarstarfsfólk. Gámana hugsaði hann sem gistingu og salernisaðstöðu fyrir starfsfólkið. Sveitarstjórnin hafnaði beiðninni og leitar annarra lausna. „Við viljum ekki að fólk búi í gámum á bak við hús og vinnum í því að finna aðrar lausnir,“ segir Ásgeir. „Það hefur orðið mikil breyting í bæjarfélaginu,“ segir hann og bætir við að bæjarbúum hafa fjölgað um 12,5% á einu og hálfu ári. „Við erum fámennt sveitarfélag og þurfum fleiri hendur til að sinna þeim verkum sem fylgja uppbyggingu í ferðamannaiðnaði. Þetta er ekki neikvætt en við þurfum að bregðast við þessu engu að síður,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir fjármagn til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum landsins ekki verða tekið úr sveitarsjóði 550 manna sveitarfélags þegar þangað komi allt að 800 þúsund ferðamenn á ári. „Við þurfum að fá fjármagn til að gera það sem gera þarf í uppbyggingu fyrir ferðamenn. Við fengum aðeins sextán milljónir úthlutaðar til uppbyggingar í ár, sem er tæpur helmingur á við nágranna okkar í austri og þó er umferðin um Reynisfjall, þ.e. til Víkur, rúmlega tvöfalt meiri en um Mýrdalssand,“ segir Ásgeir. „Við fengum til dæmis hvorki peninga til að setja í bílastæði eða bætt aðgengi í Reynisfjöru og við Sólheimajökul, en 30 milljónir fóru í bílastæði í Skaftafelli en þangað kemur aðeins brot þeirra ferðamanna sem sækja þessa staði heim og ég hélt að þar væri ágætt bílastæði lagt bundnu slitlagi. Peningum er greinilega ekki skipt miðað við hvernig ferðamannastraumurinn flæðir um landið.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira