Greta með fjórtánda vinsælasta lagið hjá ofuraðdáendum Eurovision Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:23 Greta flytur lagið "Hear them calling“ í Stokkhólmi 10. maí næstkomandi. Vísir Heitustu aðdáendur Eurovision um Evrópu, og nú einnig Ástralíu, hafa kveðið upp sinn dóm í allsherjarkosningu OGAE, sem eru regnhlífasamtök aðdáendaklúbba keppninnar í hverju þátttökulandi fyrir sig. Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska lagsins „Hear them calling“, hafnar í 14. sæti í þeirra kosningu. Aðdáendaklúbbur Svía var sá síðasti til þess að greiða atkvæði. Hér má sjá niðurstöður þeirra en Svíar gáfu Gretu þrjú stig. Aðdáendasamtökin spá Frakklandi sigri en Frakkarnir fá 425 stig alls í kosningunni. Rússland fylgir fast á hæla Frakklands með 392 stig. Þetta eru sömu lönd og veðbankar telja að berjast muni um titilinn. Það er hinn sykursæti Amir sem syngur lag Frakklands en lagið er flutt bæði á frönsku og ensku. Það fjallar um að vera týndur en að fá styrk frá sérstökum einstaklingi. Amir hefur tekið þátt í hæfileikaþáttum á borð við, A Star is Born í Ísrael og The Voice í Frakklandi. Hér að neðan má hlusta á lag Frakka í ár. Rússar tróna á toppi veðbanka með lagið You are the only one í flutningi Sergey Lazarev. Lazarev er söngvari ársins í Rússlandi en þar í landi nýtur hann mikilla vinsælda sem söngvari og þáttastjórnandi. Hlýða má á lag Rússa hér að neðan.Ástralía lendir í þriðja sæti í aðdáendakosningunni með 280 stig, Búlgaría í því fjórða með 175 stig og Ítalía í fimmta sæti með 170 stig. Íslenska lagið fékk 44 stig í heildina en það voru aðdáendur í Andorra, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Írlandi, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Sviss, Bretlandi og Rússlandi sem gáfu Íslandi stig. Tékkar virðast vera sérstaklegar hrifnir af framlagi Íslands en tékkneskir aðdáendur gáfu „Hear them calling“ heil tíu stig. Aðeins er rétt rúm vika í að Greta stigi á svið í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram en hún er sextánda á svið í fyrri undanúrslitariðli. Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni. Veðbankar eru ekki örlítið neikvæðari í garð íslenska framlagsins og aðdáendahóparnir en samkvæmt vefsíðunni Oddschecker, sem tekur saman líkur frá veðbönkum víðsvegar um internetið, mun Greta hafna í 19 eða 20. sæti. Eurovision Tengdar fréttir Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34 Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Heitustu aðdáendur Eurovision um Evrópu, og nú einnig Ástralíu, hafa kveðið upp sinn dóm í allsherjarkosningu OGAE, sem eru regnhlífasamtök aðdáendaklúbba keppninnar í hverju þátttökulandi fyrir sig. Greta Salóme Stefánsdóttir, flytjandi íslenska lagsins „Hear them calling“, hafnar í 14. sæti í þeirra kosningu. Aðdáendaklúbbur Svía var sá síðasti til þess að greiða atkvæði. Hér má sjá niðurstöður þeirra en Svíar gáfu Gretu þrjú stig. Aðdáendasamtökin spá Frakklandi sigri en Frakkarnir fá 425 stig alls í kosningunni. Rússland fylgir fast á hæla Frakklands með 392 stig. Þetta eru sömu lönd og veðbankar telja að berjast muni um titilinn. Það er hinn sykursæti Amir sem syngur lag Frakklands en lagið er flutt bæði á frönsku og ensku. Það fjallar um að vera týndur en að fá styrk frá sérstökum einstaklingi. Amir hefur tekið þátt í hæfileikaþáttum á borð við, A Star is Born í Ísrael og The Voice í Frakklandi. Hér að neðan má hlusta á lag Frakka í ár. Rússar tróna á toppi veðbanka með lagið You are the only one í flutningi Sergey Lazarev. Lazarev er söngvari ársins í Rússlandi en þar í landi nýtur hann mikilla vinsælda sem söngvari og þáttastjórnandi. Hlýða má á lag Rússa hér að neðan.Ástralía lendir í þriðja sæti í aðdáendakosningunni með 280 stig, Búlgaría í því fjórða með 175 stig og Ítalía í fimmta sæti með 170 stig. Íslenska lagið fékk 44 stig í heildina en það voru aðdáendur í Andorra, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Írlandi, Lúxemborg, Hollandi, Spáni, Sviss, Bretlandi og Rússlandi sem gáfu Íslandi stig. Tékkar virðast vera sérstaklegar hrifnir af framlagi Íslands en tékkneskir aðdáendur gáfu „Hear them calling“ heil tíu stig. Aðeins er rétt rúm vika í að Greta stigi á svið í Stokkhólmi þar sem keppnin fer fram en hún er sextánda á svið í fyrri undanúrslitariðli. Hér má sjá niðurstöðurnar í heild sinni. Veðbankar eru ekki örlítið neikvæðari í garð íslenska framlagsins og aðdáendahóparnir en samkvæmt vefsíðunni Oddschecker, sem tekur saman líkur frá veðbönkum víðsvegar um internetið, mun Greta hafna í 19 eða 20. sæti.
Eurovision Tengdar fréttir Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34 Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Greta og gengið flogið til Svíþjóðar Greta frumsýndi kjólinn um helgina og í morgun var komið að brottför. 2. maí 2016 10:34
Fólkið á bak við Grétu: Fjöllistamaðurinn Jonathan Duffy FÁSES, félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, mun greina ítarlega frá Eurovision í samvinnu við Lífið á Vísi. 2. maí 2016 12:30