Hanna: Sagði í viðtali þegar ég var sextán ára að ég ætlaði að toppa hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2016 06:00 Hanna Guðrún Stefánsdóttir fagnar bikarmeistaratitlinum með félögum sínum í Stjörnuliðinu fyrr í vetur. Stjörnukonur eru komnar í kunnuglega stöðu. Það hefur verið nóg af spennuleikjum hjá þeim síðustu ár og í kvöld spila þær úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum. Stjörnukonur tryggðu sér oddaleikinn með sigri á Haukum á heimavelli á föstudagskvöldið en fyrr um daginn fréttist af því að hin 37 ára gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi gert nýjan tveggja ára samning. Hanna Guðrún er á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild á Íslandi og spilar í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kominn tími til að mæta „Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta með skítinn í buxunum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum okkar þarna á Ásvöllum. Það er alveg kominn tími á það að við mætum á útivöll,“ segir Hanna og er að vanda ekkert að skafa utan af hlutunum. „Síðustu tvö ár höfum við farið nánast í alla leiki í boði og þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt fyrir okkur,“ segir Hanna sem sjálf er að fara að spila sinn tíunda oddaleik á ferlinum. Nokkra þeirra spilaði hún fyrir Haukaliðið.Erfitt að spila á móti Haukum „Ég er uppalin Haukamanneskja og hef verið í Haukum í örugglega í tuttugu ár. Það er erfitt að spila á móti sínu gamla liði en ef þú ætlar að vinna þá verður að loka á það,“ segir Hanna. Hún hugsaði sig um en ákvað síðan að gera nýjan samning. „Ég hef enn þá gaman af þessu og er í góðu standi. Af hverju ekki að halda áfram? Karlarnir eru enn að spila á þessum aldri og það er ekki sett út á það,“ segir Hanna og það mátti greina smá pirring út í allar þessar vangaveltur um háan aldur hennar. „Þetta er alltaf jafn gaman og er líka orðinn viss lífsstíll hjá mér. Ég er í góðu standi og er að nenna þessu og því bara kýldi ég á þetta,“ segir Hanna. Það voru samt ekki margar konur að spila yfir þrítugu þegar Hanna var að byrja fyrir tuttugu árum en hún man eftir einni. „Það var ein, Margrét Theódórsdóttir, sem spilaði til fertugs. Ég sagði í einhverju viðtali þegar ég var sextán ára eða eitthvað að ég ætlaði að toppa hana. Ég veit ekki hvort ég geri það,“ segir Hanna.Var sett í hægra hornið Hanna hefur spilað yfir tuttugu tímabil í íslensku deildinni og þetta er sextánda úrslitakeppnin hennar. Hanna var fyrst í hóp í meistaraflokki sem varamarkvörður þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. „Þegar ég kem inn í meistaraflokkinn þá er ég sett í hægra hornið af því að það var sagt að ég gæti spilað allar stöður. Þá vantaði hægri hornamann og þar endaði ég bara,“ rifjar Hanna upp. En hver er lykillinn að því að endast svona lengi í boltanum. „Ég legg mig hundrað prósent fram á æfingum. Ég þarf heldur ekki mikið til að koma mér í form og er mjög heppin með það. Ef ég þarf að gera eitthvað aukalega þá geri ég það því ég þoli ekki að vera síðust. Ég er búin að vera ótrúlega heppin með meiðsli þótt að ég hafi vissulega lent í meiðslum. Ég er ótrúlega lánsöm að geta haldið svona áfram,“ segir Hanna.Er bara hluti af hópnum Hanna segir að hlutverk sitt í liðinu hafi ekki breyst mikið með árunum. „Ég er bara hluti af hópnum þótt ég gæti verið mamma einhverra í liðinu. Það skiptir ekki máli,“ segir Hanna en æfingaálagið hefur hins vegar aukist mikið. „Síðustu ár eru miklu fleiri æfingar og þetta tekur miklu meiri tíma en áður. Nú er svo mikið af æfingum og leikurinn er orðinn hraðari,“ segir Hanna.Síðast meistari fyrir ellefu árum Hún er enn ósátt með endinn á síðasta ári þegar Stjarnan tapaði þriðja árið í röð í úrslitaeinvíginu. Hún varð síðast Íslandsmeistari fyrir ellefu árum og þá með Haukum. „Það vantar bara að klára þetta. Það vantar pínulítið að halda haus því allt annað er til staðar,“ segir Hanna en hvort er meira stress eða spenna hjá henni fyrir stórleik kvöldsins á móti Stjörnunni. „Ég er rosalega róleg í tíðinni. Mér finnst gott að fá smá fiðring í magann fyrir leik. Ef það er ekki til staðar þá er eitthvað að,“ segir Hanna er klár í stórleik kvöldsins sem fram fer á Ásvöllum klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Stjörnukonur eru komnar í kunnuglega stöðu. Það hefur verið nóg af spennuleikjum hjá þeim síðustu ár og í kvöld spila þær úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum. Stjörnukonur tryggðu sér oddaleikinn með sigri á Haukum á heimavelli á föstudagskvöldið en fyrr um daginn fréttist af því að hin 37 ára gamla Hanna Guðrún Stefánsdóttir hafi gert nýjan tveggja ára samning. Hanna Guðrún er á sínu tuttugasta tímabili í efstu deild á Íslandi og spilar í kvöld sinn 99. leik í úrslitakeppni á ferlinum. Kominn tími til að mæta „Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta með skítinn í buxunum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum okkar þarna á Ásvöllum. Það er alveg kominn tími á það að við mætum á útivöll,“ segir Hanna og er að vanda ekkert að skafa utan af hlutunum. „Síðustu tvö ár höfum við farið nánast í alla leiki í boði og þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt fyrir okkur,“ segir Hanna sem sjálf er að fara að spila sinn tíunda oddaleik á ferlinum. Nokkra þeirra spilaði hún fyrir Haukaliðið.Erfitt að spila á móti Haukum „Ég er uppalin Haukamanneskja og hef verið í Haukum í örugglega í tuttugu ár. Það er erfitt að spila á móti sínu gamla liði en ef þú ætlar að vinna þá verður að loka á það,“ segir Hanna. Hún hugsaði sig um en ákvað síðan að gera nýjan samning. „Ég hef enn þá gaman af þessu og er í góðu standi. Af hverju ekki að halda áfram? Karlarnir eru enn að spila á þessum aldri og það er ekki sett út á það,“ segir Hanna og það mátti greina smá pirring út í allar þessar vangaveltur um háan aldur hennar. „Þetta er alltaf jafn gaman og er líka orðinn viss lífsstíll hjá mér. Ég er í góðu standi og er að nenna þessu og því bara kýldi ég á þetta,“ segir Hanna. Það voru samt ekki margar konur að spila yfir þrítugu þegar Hanna var að byrja fyrir tuttugu árum en hún man eftir einni. „Það var ein, Margrét Theódórsdóttir, sem spilaði til fertugs. Ég sagði í einhverju viðtali þegar ég var sextán ára eða eitthvað að ég ætlaði að toppa hana. Ég veit ekki hvort ég geri það,“ segir Hanna.Var sett í hægra hornið Hanna hefur spilað yfir tuttugu tímabil í íslensku deildinni og þetta er sextánda úrslitakeppnin hennar. Hanna var fyrst í hóp í meistaraflokki sem varamarkvörður þegar hún var aðeins fjórtán ára gömul. „Þegar ég kem inn í meistaraflokkinn þá er ég sett í hægra hornið af því að það var sagt að ég gæti spilað allar stöður. Þá vantaði hægri hornamann og þar endaði ég bara,“ rifjar Hanna upp. En hver er lykillinn að því að endast svona lengi í boltanum. „Ég legg mig hundrað prósent fram á æfingum. Ég þarf heldur ekki mikið til að koma mér í form og er mjög heppin með það. Ef ég þarf að gera eitthvað aukalega þá geri ég það því ég þoli ekki að vera síðust. Ég er búin að vera ótrúlega heppin með meiðsli þótt að ég hafi vissulega lent í meiðslum. Ég er ótrúlega lánsöm að geta haldið svona áfram,“ segir Hanna.Er bara hluti af hópnum Hanna segir að hlutverk sitt í liðinu hafi ekki breyst mikið með árunum. „Ég er bara hluti af hópnum þótt ég gæti verið mamma einhverra í liðinu. Það skiptir ekki máli,“ segir Hanna en æfingaálagið hefur hins vegar aukist mikið. „Síðustu ár eru miklu fleiri æfingar og þetta tekur miklu meiri tíma en áður. Nú er svo mikið af æfingum og leikurinn er orðinn hraðari,“ segir Hanna.Síðast meistari fyrir ellefu árum Hún er enn ósátt með endinn á síðasta ári þegar Stjarnan tapaði þriðja árið í röð í úrslitaeinvíginu. Hún varð síðast Íslandsmeistari fyrir ellefu árum og þá með Haukum. „Það vantar bara að klára þetta. Það vantar pínulítið að halda haus því allt annað er til staðar,“ segir Hanna en hvort er meira stress eða spenna hjá henni fyrir stórleik kvöldsins á móti Stjörnunni. „Ég er rosalega róleg í tíðinni. Mér finnst gott að fá smá fiðring í magann fyrir leik. Ef það er ekki til staðar þá er eitthvað að,“ segir Hanna er klár í stórleik kvöldsins sem fram fer á Ásvöllum klukkan 19.30. ooj@frettabladid.is
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira