„Það treysta allir öllum í Breiðholti” – Battlað í borginni Lóa Pind skrifar 1. maí 2016 15:37 „Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat. Battlað í borginni Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
„Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
Battlað í borginni Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira