„Það treysta allir öllum í Breiðholti” – Battlað í borginni Lóa Pind skrifar 1. maí 2016 15:37 „Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat. Battlað í borginni Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
„Það treysta allir öllum í Breiðholti,” segir Brynja Pétursdóttir, dansskólastjóri, í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þáttaröðinni Battlað í borginni, þegar hún áttar sig á að hún hefur villst inn í ólæstan bíl sömu tegundar og hennar eigin. Víða á vesturlöndum hafa innflytjendahverfi á sér vont orð, það er greinilega ekki upplifun Brynju sem sjálf býr í Breiðholtinu þar sem íbúasamsetning hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Árið 1998 voru 3% íbúa í Efra-Breiðholti innflytjendur en 17 árum síðar, árið 2015 voru þeir 26% íbúa skv. tölum Hagstofunnar. Sem þýðir að fjórði hver íbúi í Efra-Breiðholti er innflytjandi. Hverfið sker sig úr á höfuðborgarsvæðinu og á landinu, hvergi annars staðar virðast jafn margir innflytjendur hafa búið sér heimili. Til samanburðar þá eru 7% íbúa í Rimahverfi innflytjendur en 5% íbúa í Fossvogi. Á sama tíma hefur áhugi á streetdansi blómstrað í Breiðholti og víðar í borginni en dansskólinn Dans Brynju Péturs sem var opnaður fyrir fjórum árum hefur vaxið svo að hann er nú starfræktur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur í skólanum eru af að minnsta kosti 13 þjóðernum. Skyggnst verður inn í líf fimm hæfileikaríkra unglinga af erlendum uppruna sem æfa streetdans í nýrri þáttaröð Lóu Pind - Battlað í borginni. Fylgst verður með þeim að æfa sig fyrir danskeppni, svokallað battl, þar sem unglingar keppa tveir í einu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur af Battlað í borginni fer í loftið á mánudagskvöld, 2. maí, kl. 20:25, á Stöð 2. Þar kynnumst við Luis frá Angóla, Beötu frá Póllandi og Carinu frá Rúmeníu, danshæfileikum þeirra og skyggnumst um leið inn í líf unglinga af erlendum uppruna á Íslandi. Umsjón hefur Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Chelbat.
Battlað í borginni Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira