Tvær kínverskar herþotur flugu hættulega nærri bandarískri herflugvél á Suður Kínahafi, að því er varnarmálaráðuneytið bandaríska staðhæfir. Atvikið átti sér stað í alþjóðlegri lofthelgi þann sautjánda maí síðastliðinn þegar könnunarvél bandaríska flotans var á venjubundnu eftirlitsflugi.
Spennan á svæðinu hefur aukist mikið síðustu misserin en fjölmargar þjóðir berjast um yfirráð yfir hafinu þar sem talið er að miklar náttúruauðlindir felist auk þess sem um fjölfarnar skipaleið er að ræða.
Kínverjar hafa lagt mikla áherslu á að auka umsvif sín á svæðinu og hafa meðal annars byggt nokkrar eyjur úti í miðju hafi þar sem flugvöllum og annarri aðstöðu hefur verið komið fyrir.
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél

Tengdar fréttir

Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna
Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu.