Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2016 11:30 Davíð var hress í Brennslunni. vísir „Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. „Enn svona í alvöru talað er ég frekar léttlyndur og auðveldur karakter. Um leið get ég átt hina hliðina, verið fastur fyrir ef þarf. Það þurfti ég að gera til að halda þessu öllu saman í þau fjórtán ár sem ég var forsætisráðherra.“ Davíð segist hafa útskrifast úr menntaskóla 22 ára að aldri. „Ég var nokkuð dularfullur á þessum árum og langaði mikið að verða leikari. Í menntaskóla var ég nokkuð óreglusamur, ég neita því ekki. Í dag er ég nú bara góður.“ Hann segir að hann óttist það ekkert að tapa kosningunum í sumar. „Ef þú hefur unnið níu sinnum af tíu, þá er það bara fínt. Maður á ekki alltaf að hugsa að maður verði alltaf að vinna. Ef maður gerir sitt besta og fólk vill mann í embættið, þá er það bara fínt. Kannski hef ég oftast nær unnið kosningar, því ég er mjög afslappaður yfir þeim.“ Ritstjóri Morgunblaðsins segir að kosningabaráttan í dag sé mun erfiðari. „Það er meiri kjaftagangur og fólk er beinlínis dónalegra. Fólk þarf greinilega að fá einhverja útrás og segir það sem það vill,“ segir Davíð sem segist ekki vera klár á samfélagsmiðlunum. „Ég held að reynslan mín eigi eftir að vega þungt þegar fer á líða á kosningabaráttuna. Ég held að það sem eigi eftir að skera úr um sigurvegara í kosningunum er hver er persónan? hvern getum við verið róleg með að hafa í embættinu.“ Um Guðna Th. segir Davíð: „Hann er mjög góður maður, en hann tekur ákvarðanir tuttugu árum síðar, hann er sagnfræðingur.“ Davíð líkir sér í raun við Eið Smára, knattspyrnuhetju okkar Íslendinga. „Ef þú ert í erfiðum leik þá viltu hafa Eið inn á. Hann er kannski ekki sá sprækasti, hann hleypur ekki allan tímann en ef það er kominn ofboðslega mikill taugatitringur í liðið og boltinn birtist í teignum, þá er einn algjörlega kúl sem sennilega mun negla boltanum inn.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira