Innlent

Unnur Brá lagði áherslu á skyldu þjóðkjörinna fulltrúa

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Unnur Brá á ráðstefnunni í dag.
Unnur Brá á ráðstefnunni í dag. Vísir/Vilborg Ása

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður og varaforseti Vestnorræna ráðsins, lagði sérstaka áherslu á skyldu þjóðkjörinna fulltrúa norðurslóðaríkja til að vernda réttindi íbúa svæðisins á ráðstefnunni „Hringborð norðurslóða“ sem fram fór í Nuuk í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.



„Alþjóðastofnanir, fyrirtæki og embættismenn ættu ekki einir að leiða veginn, heldur þjóðkjörnir fulltrúar svæðisins,“ segir í tilkynningunni og vísað er í orð Unnar á ráðstefnunni.



„Til viðbótar við að skiptast á skoðunum og vitneskju um málefni svæðisins gætu þingmenn haft beint áhrif á ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins um málefni norðurslóða, eins og starf Vestnorræna ráðsins sannaði. Nú þegar ríkisstjórnir væru ekki einungis að missa forræði í hnattvæddum heimi heldur einnig að deila valdinu með fjölda aðila, væri hlutverk þjóðþinga mjög þýðingarmikið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×