„Úrslitin standa“ Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2016 15:03 Jamala hafði sigur í Eurovision með samanlögðum stigum frá dómnefndum og áhorfendum. Rússinn Sergey Lazarev hlaut flest stig frá áhorfendum en Ástralinn Dami Im hlaut flest stig frá dómnefndum. Vísir/Getty Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Úkraína er og verður sigurvegari söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, árið 2016. Svo segir í yfirlýsingu frá Eurovision-keppninni þar sem brugðist er við áskorun um að úrslit keppninnar verði endurskoðuð. Þrjú hundruð þúsund manns hafa ritað undir þá áskorun þegar þetta er ritað en fjölmargir voru óánægðir með úrslitin. Þá sérstaklega í ljósi þess að Rússland hlaut flest atkvæði frá áhorfendum en niðurstaða dómnefnda gerði það að verkum að rússneski flytjandinn Sergey Lazarev hafnaði í þriðja sæti með lagið You Are The Only One. Þeir sem hafa gagnrýnt þessi úrslit vilja meina að pólitík hafi tekið völdin. Sigurlagið 1944, sem Jamala flutti fyrir hönd Úkraínu, fjallaði um nauðungaflutninga sovéskra hermanna á Tötörum af Krímskaga undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Rússar höfðu farið fram á að laginu yrði vísað úr keppni en forsvarsmenn Eurovision ákváðu að leyfa Jamölu að taka þátt því lagið vísaði í sögulegar staðreyndir. Í áskoruninni til Eurovision segir að sá fjöldi sem hefur lagt nafn sitt við hana sýni að fjölmargir séu þeirrar skoðunar að Jamala hafi ekki verið sú sem átti í raun að hafa sigur í keppninni. Er því farið fram á að úrslitin verði endurskoðuð. Í tilkynningunni frá Eurovision kemur fram að forsvarsmenn hennar vonist til að þeir sem lögðu nafn sitt við áskorunin finni það í sér að meðtaka úrslitin, sem séu í samræmi við reglur keppninnar, og snúi sér að uppbyggilegum samræðum um hvernig bæta megi keppnina og styrkja. Jamala vann með samanlögðum stigafjölda frá bæði dómnefnd og áhorfendum. Ástralski flytjandinn Dami Im hlaut flest atkvæði frá dómnefndinni en Rússinn Sergey Lazarev flest frá áhorfendum. „Þau eiga bæði heiður skilið fyrir flutning á heimsmælikvarða, þeirra frábæru lög og hvernig þau tóku ósigrinum eins og sannir fagmenn. Þau unnu kannski ekki keppnina, en tóku úrslitunum sem sigurvegarar. Fyrir það fá þau lof frá okkur,“ segir í tilkynningunni.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Greta Salóme var talsvert frá því að komast áfram Endaði í fjórtánda sæti á fyrra undankvöldinu. 15. maí 2016 00:42
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46
Danskur dómnefndarmeðlimur kunni ekki á stigakerfið Vegna mistaka Hildu Heick fékk Úkraína tólf stig frá Danmörku en ekki Ástralía. 16. maí 2016 20:06
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög