Innlent

Þórunn Ólafs­dóttir hlaut Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þórunn Ólafsdóttir hlaut í morgun Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2016.

Frá í ágúst í fyrra hefur Þórunn unnið ötult hjálparstarf í þágu flóttamanna á grísku eyjunni Lesbos. Þá hefur hún sent reglulega frá sér myndir og pistla gegnum Facebook til að lýsa aðstæðum sem flóttamenn búa við.

Þórunn er sem stendur stödd á Lesbos og gat ekki veitt verðlaununum viðtöku. Amma hennar og alnafna veitti þeim viðtöku úr hendi borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, í hennar stað.

„Þórunn hefur unnið þrotlaust að hjálparstarfi þar sem neyðin er mest í Evrópu hvort sem það er við móttöku flóttafólks á Lesbos eða í flóttamannabúðunum í Idomeni. Hún hefur lagt sjálfa sig í hættu og lagt allt í sölurnar fyrir starf sitt að mannúðarmálum. Á milli þess sem hún sinnir sjálfboðastörfum hefur hún verið óþreytandi við að fræða Íslendinga um stöðuna í Evrópu varðandi flóttafólk“ sagði borgarstjóri við atöfnina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×