Grótta toppaði á réttum tíma Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. maí 2016 06:00 Laufey Ásta Guðmundsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir lyfta Íslandsbikarnum í Garðabænum fyrir Gróttu. vísir/Andri Marinó Grótta varð á sunnudaginn Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins. Grótta varð af tækifæri til að sópa úrslitakeppnina þegar liðið tapaði þriðja leiknum á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi komu gríðarlega ákveðnar til leiks í Mýrinni og gengu frá einvíginu með stæl, 28-23, og samanlagt 3-1. Veturinn olli Gróttu framan af nokkrum vonbrigðum en liðið ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka og tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. En í úrslitakeppninni var það Grótta sem bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sýndi að það er besta liðið á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.Ung og eldri Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir leikmenn sem báru af; reynsluboltinn í markinu, Íris Björk Símonardóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa Thompson. Gróttuliðið er auðvitað vel mannað og varnarleikurinn gríðarlega sterkur en þessar tvær stigu upp þegar þess virkilega þurfti. Íris varði að meðaltali 50 prósent skotanna sem hún fékk á sig í einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða leiknum þar sem liðið tryggði sér titilinn. Íris var hreint mögnuð í rimmunni og gat fagnað í leikslok. En meira að segja hún gat ekki annað en talað um Lovísu Thompson sem skoraði 24 mörk í lokaúrslitunum eða sex mörk að meðaltali í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og var með 50 prósent skotnýtingu en þegar beðið var um að lykilmenn Gróttu myndu taka af skarið í sóknarleiknum var það hin 16 ára Lovísa sem gerði það. Hún skoraði 14 mörk í seinni tveimur leikjunum og bætti skotnýtinguna í 61 prósent. Lovísa skoraði átta mörk í ellefu skotum í fjórða leiknum og var algjörlega mögnuð. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvert undrabarn. Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um Lovísu eftir leik en sú unga var sami töffarinn og alltaf. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa við Fréttablaðið eftir leik.Árlegur viðburður Kári Garðarsson er að stimpla sig inn sem einn af bestu þjálfurum landsins, en árangur hans með Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil er eftirtektarverður. Hann hefur fengið til sín frábæra leikmenn en fengið þá til að spila sem eina heild og byggir á virkilega sterkum varnarleik. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí? Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni,“ sagði Kári hress í leikslok en þarna fagnaði Grótta líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar,“ sagði Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Grótta varð á sunnudaginn Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð og í annað sinn í sögu félagsins. Grótta varð af tækifæri til að sópa úrslitakeppnina þegar liðið tapaði þriðja leiknum á heimavelli gegn Stjörnunni fyrir helgi en stúlkurnar af Seltjarnarnesi komu gríðarlega ákveðnar til leiks í Mýrinni og gengu frá einvíginu með stæl, 28-23, og samanlagt 3-1. Veturinn olli Gróttu framan af nokkrum vonbrigðum en liðið ætlaði sér að sjálfsögðu alla titlana eftir að hafa orðið deildar-, bikar- og Íslandsmeistari á síðasta tímabili. Liðið missti af deildarmeistaratitlinum til Hauka og tapaði í bikarúrslitum gegn Stjörnunni. En í úrslitakeppninni var það Grótta sem bar höfuð og herðar yfir andstæðinga sína og sýndi að það er besta liðið á Íslandi í dag. Um það er ekki deilt.Ung og eldri Í sterkri liðsheild Gróttu voru tveir leikmenn sem báru af; reynsluboltinn í markinu, Íris Björk Símonardóttir, og 16 ára undrið sem er Lovísa Thompson. Gróttuliðið er auðvitað vel mannað og varnarleikurinn gríðarlega sterkur en þessar tvær stigu upp þegar þess virkilega þurfti. Íris varði að meðaltali 50 prósent skotanna sem hún fékk á sig í einvíginu, þar af 61 prósent í fjórða leiknum þar sem liðið tryggði sér titilinn. Íris var hreint mögnuð í rimmunni og gat fagnað í leikslok. En meira að segja hún gat ekki annað en talað um Lovísu Thompson sem skoraði 24 mörk í lokaúrslitunum eða sex mörk að meðaltali í leik. Lovísa skoraði 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum og var með 50 prósent skotnýtingu en þegar beðið var um að lykilmenn Gróttu myndu taka af skarið í sóknarleiknum var það hin 16 ára Lovísa sem gerði það. Hún skoraði 14 mörk í seinni tveimur leikjunum og bætti skotnýtinguna í 61 prósent. Lovísa skoraði átta mörk í ellefu skotum í fjórða leiknum og var algjörlega mögnuð. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvert undrabarn. Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni,“ sagði Íris Björk um Lovísu eftir leik en sú unga var sami töffarinn og alltaf. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa við Fréttablaðið eftir leik.Árlegur viðburður Kári Garðarsson er að stimpla sig inn sem einn af bestu þjálfurum landsins, en árangur hans með Gróttuliðið undanfarin tvö tímabil er eftirtektarverður. Hann hefur fengið til sín frábæra leikmenn en fengið þá til að spila sem eina heild og byggir á virkilega sterkum varnarleik. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí? Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni,“ sagði Kári hress í leikslok en þarna fagnaði Grótta líka titlinum í fyrra. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar,“ sagði Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. 15. maí 2016 12:53
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti