Unun að spila fyrir fullu húsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2016 10:00 Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar. Vísir/Stefán Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Það verður mikið undir á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Aftureldingu í þriðja leik lokaúrslitanna í Olísdeild karla. Staðan í rimmunni er 1-1 eftir að Mosfellingum mistókst að fylgja eftir góðum útisigri í fyrsta leik einvígisins og komast í 2-0 á heimavelli. „Það hefði vissulega komið okkur í afar góða stöðu,“ segir Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, sem hefur átt frábæra úrslitakeppni til þessa í marki Mosfellinga. „Nú er það okkar að vakna til lífsins. Menn verða átta sig á því að það er aldrei hægt að ætla að labba yfir lið eins og Hauka.“ Davíð segir að varnarleikurinn þurfi að vera betri en í fyrstu tveimur leikjunum og mikilvægt sé að halda einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. „Haukar hafa skorað mikið úr opnum færum og við þurfum að passa okkur á því að varnarskipulagið okkar sé í lagi. Við þurfum að spila agaðan leik, fyrst og fremst.“ Betra með hverjum leiknum Mikk Pinnonen, Eistlendingurinn sem kom í lið Aftureldingar um áramótin, átti stórleik í fyrsta leik rimmunnar og hefur skorað alls fimmtán mörk í leikjunum tveimur gegn Haukum. „Þetta er allt að koma hjá honum. Þetta var erfitt í fyrstu þegar hann þurfti að aðlagast leik okkar. Hann var nokkuð frábrugðinn skyttunni sem var áður og því þurfti að breyta ýmsu í okkar sóknarleik til að nýta hann sem best,“ segir Davíð. „Hann, Jóhann Gunnar og Guðni Már mynda öflugt þríeyki fyrir utan hjá okkur og þeir skilja hver annan betur með hverjum leiknum,“ segir Davíð. Haukar urðu fyrir áfalli þegar Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi sleit krossband í miðri úrslitakeppni en sóknarleikur liðsins hefur staðið og fallið með Janusi Daða Smárasyni.Fórna ekki allri vörninni „Það er auðvitað lykilatriði fyrir okkur að stöðva hann en við verðum að gæta þess að fórna ekki allri vörninni til þess. Janus er duglegur að losa boltann og koma honum á næsta mann. Þetta snýst allt um að halda okkar skipulagi góðu,“ segir Davíð. Það hefur verið mikil og góð stemning á pöllunum og Rothöggið, stuðningsmannasveit Aftureldingar, hefur látið vel í sér heyra. „Það er unun að spila fyrir fullu húsi eins og í síðasta leik. Ég vona að Rothöggið sé ekki hætt og láti vel í sér heyra í dag. Við leikmenn erum svo sannarlega ekki hættir.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira