Alvöru djass á Sinfóníutónleikum Jónas Sen skrifar 14. maí 2016 13:00 JoAnn Falletta stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands af miklu öryggi á tónleikum síðasta fimmtudagskvölds. Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Bernstein, Gershwin, Barber og Copland. Einleikari: Orion Weiss. Stjórnandi: JoAnn Falletta. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 12. maí Það var léttur andi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Fyrst á dagskránni var tónlist eftir Leonard Bernstein. Þetta var forleikurinn að Candide sem er óperetta og byggist á samnefndri sögu eftir Voltaire, Birtingi á íslensku. Tónsmíðin er sérlega gáskafull og hún var glitrandi flott í meðförum Sinfóníunnar. Hún er mjög hröð og vandasöm, en hárnákvæmur tré- og málmblástur, ásamt snörpum strengjahendingum og öruggu slagverki skilaði henni fullkomlega til áheyrenda. Þrír dansþættir úr On the Town, geysivinsælum söngleik eftir Bernstein, voru næstir á dagskrá. Rétt eins og Candide var tónlistin gáskafull, og djassinn sveif yfir vötnunum. Einnig hér var leikur Sinfóníunnar hárnákvæmur og líflegur. Hljómsveitarstjórinn JoAnn Falletta dillaði sér í takt við tónlistina og missti aldrei úr slag. Útkoman var sérlega skemmtileg. Aðalatriðið á efnisskránni fyrir hlé var svo Rhapsody in Blue eftir George Gershwin. Rapsódía er klassískt tónlistarform sem er óvanalega frjálslegt. Það er stundum notað þegar segja á sögu í tónum. Hér er gerð tilraun til að sameina djass og klassík og það heppnast prýðilega. Tónmálið er mjög melódískt og laglínurnar eru djasskenndar, en umgjörðin er eins og rómantískur píanókonsert með alls konar glæsilegum tilþrifum. Einleikari var Orion Weiss og hann spilaði konsertinn eins og að drekka vatn. Hann hafði ekkert fyrir honum. Hröð tónahlaup upp og niður hljómborðið, heljarstökk fram og til baka, þetta lék í höndunum á honum. Oftast er djass spunninn, þ.e. leikinn af fingrum fram, en hér er ekki svo. Það er allt skrifað niður. Trikkið er að spila það eins og það sé impróvíserað, sem heppnast ekki alltaf. En Weiss spilaði verkið eins og hann væri píanisti á einhverri subbulegri búllu. Stemningin í túlkuninni hans var fyllilega sannfærandi, hæfilega kæruleysisleg en líka kraftmikil og ástríðuþrungin. Þetta var alvöru djass! Eftir hlé var fyrst Adagio fyrir strengi eftir Barber. Það er mjög þekkt og er oft spilað í stríðsmyndum þegar kalla á fram þjóðræknislegar tilfinningar vegna tregafullra atburða. Sinfónían spilaði tónsmíðina af alúð og einlægni sem fór henni vel. Þetta var fallegur flutningur. Lokastykkið á efnisskránni var svíta úr Appalachian Spring ballettinum eftir Copland. Mestan partinn er þetta lágstemmd tónlist, full af angurværum tilfinningum sem hljómsveitin útfærði af næmi og fagmennsku. Uppbyggingin var fókuseruð, dramanu jókst stöðugt ásmegin, og þjóðlagið í hápunktinum var hrífandi endapunktur á verkinu. Þetta voru skemmtilegir tónleikar.Niðurstaða: Fjörlegir tónleikar með mögnuðum einleikara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Verk eftir Bernstein, Gershwin, Barber og Copland. Einleikari: Orion Weiss. Stjórnandi: JoAnn Falletta. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 12. maí Það var léttur andi á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Fyrst á dagskránni var tónlist eftir Leonard Bernstein. Þetta var forleikurinn að Candide sem er óperetta og byggist á samnefndri sögu eftir Voltaire, Birtingi á íslensku. Tónsmíðin er sérlega gáskafull og hún var glitrandi flott í meðförum Sinfóníunnar. Hún er mjög hröð og vandasöm, en hárnákvæmur tré- og málmblástur, ásamt snörpum strengjahendingum og öruggu slagverki skilaði henni fullkomlega til áheyrenda. Þrír dansþættir úr On the Town, geysivinsælum söngleik eftir Bernstein, voru næstir á dagskrá. Rétt eins og Candide var tónlistin gáskafull, og djassinn sveif yfir vötnunum. Einnig hér var leikur Sinfóníunnar hárnákvæmur og líflegur. Hljómsveitarstjórinn JoAnn Falletta dillaði sér í takt við tónlistina og missti aldrei úr slag. Útkoman var sérlega skemmtileg. Aðalatriðið á efnisskránni fyrir hlé var svo Rhapsody in Blue eftir George Gershwin. Rapsódía er klassískt tónlistarform sem er óvanalega frjálslegt. Það er stundum notað þegar segja á sögu í tónum. Hér er gerð tilraun til að sameina djass og klassík og það heppnast prýðilega. Tónmálið er mjög melódískt og laglínurnar eru djasskenndar, en umgjörðin er eins og rómantískur píanókonsert með alls konar glæsilegum tilþrifum. Einleikari var Orion Weiss og hann spilaði konsertinn eins og að drekka vatn. Hann hafði ekkert fyrir honum. Hröð tónahlaup upp og niður hljómborðið, heljarstökk fram og til baka, þetta lék í höndunum á honum. Oftast er djass spunninn, þ.e. leikinn af fingrum fram, en hér er ekki svo. Það er allt skrifað niður. Trikkið er að spila það eins og það sé impróvíserað, sem heppnast ekki alltaf. En Weiss spilaði verkið eins og hann væri píanisti á einhverri subbulegri búllu. Stemningin í túlkuninni hans var fyllilega sannfærandi, hæfilega kæruleysisleg en líka kraftmikil og ástríðuþrungin. Þetta var alvöru djass! Eftir hlé var fyrst Adagio fyrir strengi eftir Barber. Það er mjög þekkt og er oft spilað í stríðsmyndum þegar kalla á fram þjóðræknislegar tilfinningar vegna tregafullra atburða. Sinfónían spilaði tónsmíðina af alúð og einlægni sem fór henni vel. Þetta var fallegur flutningur. Lokastykkið á efnisskránni var svíta úr Appalachian Spring ballettinum eftir Copland. Mestan partinn er þetta lágstemmd tónlist, full af angurværum tilfinningum sem hljómsveitin útfærði af næmi og fagmennsku. Uppbyggingin var fókuseruð, dramanu jókst stöðugt ásmegin, og þjóðlagið í hápunktinum var hrífandi endapunktur á verkinu. Þetta voru skemmtilegir tónleikar.Niðurstaða: Fjörlegir tónleikar með mögnuðum einleikara.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. maí.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira