Felix Bergsson: „Rússar vinna Eurovision" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. maí 2016 22:27 Felix Bergsson er úti í Stokkhólmi á vegum RÚV. Vísir/Getty „Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag. Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
„Mér leist bara vel á þetta. Ég var með 9 rétta af 10,“ segir Felix Bergsson aðspurður um hvernig honum hafi litist á úrslit seinni undankeppni Eurovision sem fór fram í Stokkhólmi í kvöld. Það kom stjórnanda Alla leið á RÚV því ekki á óvart að hvorki Danmörk né Noregur hafi verið á meðal þeirra tíu þjóða sem komust áfram í kvöld. „Það er vissulega austurlandasveifla yfir keppninni í ár. En þegar allt kemur til alls eru það bara gæði laganna og hvernig keppendur standa sig á sviðinu sem ræður úrslitum.“Sergey Lazarev flytur lagið You are the Only One í keppninni í ár og styðst við töluverðar myndbrellur.Vísir/GettyGæti hjálpað Svíum að sitja einir í úrslitum Felix segist ekki muna eftir því að sú staða hafi komið upp áður að engin Norðurlandaþjóð hafi verið kosin inn í úrslitin. „Svíarnir eru þarna náttúrulega af því að þeir unnu í fyrra og sitja því einir eftir. Það gæti vel gerst að það hjálpi þeim við að fá fleiri 12 stig frá nágrannaþjóðum sínum en það má ekki gleyma því að lagið þeirra hefur verið mjög vinsælt á útvarpsstöðvum í Skandinavíu. Það telur auðvitað líka.“ Hann bendir þó á að sænskir lagahöfundar og upptökustjórar komi mikið við sögu í keppninni í ár. Til dæmis séu rokklögin tvö, sem koma frá Georgíu og Kýpur, bæði unnin af sænska upptökustjóranum Thomas G:son.Spáir rússum sigriFelix hefur fylgst vel með æfingum síðustu daga og hefur mótað upplýsta skoðun á því hver muni fara með sigur á hólmi í ár. „Ég segi þetta án allrar ábyrgðar en ég held að Rússarnir séu að fara vinna þetta í ár.“ Hluti íslenska hópsins fer frá Stokkhólmi í fyrramálið. Felix verður þá á úrslitakeppninni á laugardag sem og Gréta Salóme sem flýgur svo beint í frí til Ítalíu á sunnudag.
Eurovision Tengdar fréttir Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46 Íslendingur syngur bakrödd með Austurríki „Maður segir ekki nei við Eurovision.“ 10. maí 2016 20:03 Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15 Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Svíþjóð eina Norðurlandaþjóðin sem keppir til úrslita í Eurovision Seinni undankeppni Eurovision var að ljúka. Tíu þjóðir tryggðu sér þátttöku í úrslitunum á laugardag. 12. maí 2016 20:46
Eurovision í beinni á Twitter: Tístarar leita að annarri þjóð til að halda með Gallharðir Eurovision-aðdáendur láta ekki deigan síga þó Ísland sé ekki lengur með. 12. maí 2016 18:15