Sögulegur Íslandsmeistaratitil í boði fyrir Gróttu í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2016 06:00 Unnur fagnar með Írisi Björk í leik gegn Stjörnunni. vísir/Anton brink „Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvernig okkur hefur tekist þetta. Sérstaklega miðað við að við erum búnar að vera mikið upp og niður í allan vetur,“ segir Unnur Ómarsdóttir, hornamaður Gróttu, en liðið getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð með sigri á Stjörnunni í kvöld. Unnur missti af sögulegum Íslandsmeistaratitli Gróttu í fyrra en hún lék þá í Noregi. Hún getur því bætt fyrir það í kvöld og segir hún að það sé mikill vilji til þess hjá samherjum hennar. „Eftir að við misstum bæði af bikarmeistara- og deildarmeistaratitlinum þá er þetta það eina sem var eftir fyrir okkur,“ segir Unnur.Mögnuð í markinu Íris Björk Símonardóttir hefur verið mögnuð í marki Gróttu í úrslitaeinvíginu gegn Stjörnunni. Hún hefur verið með minnst 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik í báðum leikjum þegar Grótta hefur náð að leggja grunn að nokkuð öruggum sigri í báðum leikjum. Unnur segir að Íris Björk njóti þess að vera með öfluga vörn fyrir framan sig. „Samspil varnarmanna og markvarðar hefur verið mjög gott. Bæði höfum við náð að þvinga Stjörnuna í léleg skot og þá hefur Íris líka náð að taka mörg dauðafæri.“ Hraðaupphlaupin hafa verið eitt sterkasta vopn Gróttu í einvíginu til þessa og þar skiptir miklu hversu óhrædd Íris er að kasta boltanum fram. „Það hefur gengið vel og skiptir engu þó svo að við töpum einhverjum boltum á því. Þá er það bara næsta sókn. Við slökum ekkert á þó svo að við náum góðri forystu.“Hlakkar í manni Unnur reiknar með erfiðum leik í kvöld enda Stjarnan að berjast fyrir lífi sínu. Ef Stjarnan vinnur fær hún næsta leik á heimavelli strax á sunnudag og getur þá einvígið verið fljótt að snúast við. „Auðvitað er maður smeykur við að vera kominn með aðra hönd á bikarinn. Við verðum að passa okkur á að detta ekki í kæruleysi enda erum við ekki búnar að vinna neitt. Ég finn það sjálf að það hlakkar í manni og við verðum að passa okkur á því,“ segir Unnur. Hún segir mikilvægt að halda Stjörnusókninni í skefjum og stöðva hraðaupphlaup liðsins líkt og Gróttukonur hafa verið að gera hingað til í einvíginu. „Hanna G. [Stefánsdóttir] er einn besti hraðaupphlaupsleikmaður deildarinnar en okkur hefur tekist að hafa gætur á henni. Eins þurfum við að halda áfram að keyra vel út í skytturnar þeirra því að ef Helena [Rut Örvarsdóttir] hittir á góðan leik er voðinn vís.“ Florentina Stanciu hefur ekkert náð að spila með Stjörnunni í síðustu leikjum vegna meiðsla og þó svo að það sé ólíklegt að hún verði með á morgun segir Unnur að þær geri allt eins ráð fyrir því. „Hún getur breytt leikjum og ef hún verður skyndilega leikfær á morgun [í dag] þá erum við tilbúnar fyrir það.“Einbeiting og sigurvilji Unnur segir að tilhugsunin að vinna mögulega alla átta leikina í úrslitakeppninni sé spennandi en að hún hafi ekkert leitt hugann að því fyrr en á síðustu dögum. „Ég held nú að þeir séu fáir sem reiknuðu með því fyrirfram að þetta væri mögulegt. Margir áttu von á því að Haukar og Stjarnan myndu fara alla leið í þetta sinn en ég hef fundið vel á bæði æfingum og leikjum hversu góð einbeiting og sterkur vilji er í okkar liði. Það hefur verið mikilvægur þáttur fyrir okkur í úrslitakeppninni.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira