Sonur Woody Allen úthúðar leikurum sem starfa með honum Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2016 14:03 Woody Allen ásamt leikurum Café Society, Corey Stall, Blake Lively, Kristen Stewart, Jesse Eisenberg og formanni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Pierre Lescure Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“ Mál Woody Allen Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Bandaríski leikstjórinn Woody Allen stendur í ströngu eftir að myndin hans Café Society var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi, í gær. Á opnunarkvöldi hátíðarinnar var Allen kynntur til sögunnar af Laurent Lafitte, viðburðastjóri hátíðarinnar, sem kom áhorfendum í opna skjöldu hann sagði: „Það er mjög gott að þú hafir gert svo margar kvikmyndir í Evrópu, jafnvel þó þú hafir ekki verið dæmdur fyrir nauðgun í Bandaríkjunum.“ Tóku margir þessu sem skoti á Woody Allen sem og leikstjórann Roman Polanski. Eftir að myndin var frumsýnd á Cannes birti sonur Allens, Ronan Farrow, grein í The Hollywood Reporter þar sem hann úthúðar þeim leikurum sem vinna en með Allen þrátt fyrir að dóttir hans, Dylan Farrow, hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. Woody Allen.Vísir/Getty Ronan Farrow gagnrýndi einnig fjölmiðla harðlega fyrir þeirra þögn og hvatti þá til að spyrja leikstjórann út í þessari ásakanir. Segist hafa sagt allt sem hann hefur um málið að segja Greint er frá því á vef Vulture að blaðamenn hafi verið fremur aðgangsharðir í garð Woody Allen í hádegisverðarboði þar sem leikstjórinn hitti fjölmiðlamenn. Blaðamaður Vulture segist hafa setið við hlið blaðamanna Variety og Vanity Fair. Þegar Allen fékk sér sæti við hlið þeirra leið ekki á löngu þar til samtalið snerist um þessar ásakanir. „Ég sagði allt sem ég hef um málið að segja í New York Times. Ég veit ekki hvort þú last það. Þetta mál tilheyrir fortíðinni í mínum huga. Ég hugsa aldrei um það. Ég sagðist aldrei ætla að tjá mig um það aftur því ég gæti haldið endalaust áfram,“ svaraði Allen þegar hann var spurður hvort hann hefði lesið grein sonar síns. Segist ekki lesa það sem er skrifað um sig „Ég les aldrei neitt sem er skrifað um mig, eða gagnrýni um mínar myndir. Ég tók þá ákvörðun fyrir 35 árum að lesa aldrei gagnrýni um mínar myndir, ekki viðtöl við mig eða neitt. Annars á maður það á hættu að verða heltekinn af því sem aðrir hafa um þig að segja. Ég hef náð að halda mér mjög virkum í gegnum árin með því að hugsa ekki um sjálfan mig,“ svaraði Allen. Þegar honum var bent á að þetta væri grein eftir son hans en ekki einhvern gagnrýnanda svaraði Allen: „Ég hef sagt allt sem ég þarf að segja.“ Vill að grínistar hafi frelsi Spurður út í brandarann sem var sagður á opnunarkvöldinu í gær svaraði hann: „Ég er hlynntur því að grínistar segi þá brandara sem þeir vilja segja. Ég er mótfallinn því að ritskoða brandara. Ég er sjálfur grínisti, og mér finnst að þeir eigi að geta haft það frelsi sem þeir þurfa til að segja brandara þegar þeir vilja,“ svaraði Allen. Hann sagðist ekki hafa tekið brandarann nærri sér. „Ég móðgast aldrei. Það þarf mikið til að móðga mig.“
Mál Woody Allen Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”