Ford Focus RS vs. BMW M2 Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2016 13:32 Það ætti að verða ójafn leikur að tefla saman BMW M2 sem kostar 46.000 pund í Bretlandi og 30.000 punda Ford Focus RS. Með 365 hestöfl undir húddinu er BMW M2 20 hestöflum aflmeiri en Focus RS og auk þess léttari bíll. Hann er með 500 Nm tog en Focus 440, svo það ætti flest að mæla með því að BMW M2 slátri Ford Focus RS bílnum, en er það raunin er til kastanna kemur? Það þótti AutoExpress forvitnilegt að sjá og fór með þá á akstursbraut og atti þeim saman í tímatöku á brautinni. Afrakstur þess má sjá hér að ofan og niðurstaðan ætti að gleðja þá sem valið hafa sér Ford Focus RS fremur en BMW M2 og sparað sér í leiðinni um 3 milljónir króna. Líklega yrði sá munur miklu meiri ef hérlendis ef þessir bílar væru til sölu hér nú. Það gæti reyndar orðið, sérlega í tilfelli Ford Focus RS. Bílar video Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent
Það ætti að verða ójafn leikur að tefla saman BMW M2 sem kostar 46.000 pund í Bretlandi og 30.000 punda Ford Focus RS. Með 365 hestöfl undir húddinu er BMW M2 20 hestöflum aflmeiri en Focus RS og auk þess léttari bíll. Hann er með 500 Nm tog en Focus 440, svo það ætti flest að mæla með því að BMW M2 slátri Ford Focus RS bílnum, en er það raunin er til kastanna kemur? Það þótti AutoExpress forvitnilegt að sjá og fór með þá á akstursbraut og atti þeim saman í tímatöku á brautinni. Afrakstur þess má sjá hér að ofan og niðurstaðan ætti að gleðja þá sem valið hafa sér Ford Focus RS fremur en BMW M2 og sparað sér í leiðinni um 3 milljónir króna. Líklega yrði sá munur miklu meiri ef hérlendis ef þessir bílar væru til sölu hér nú. Það gæti reyndar orðið, sérlega í tilfelli Ford Focus RS.
Bílar video Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent