Kraumandi kergja vegna KúKú Campers Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2016 11:40 Þeir hjá Kúkú Campers eru býsna brattir ferðamálafrömuðir en þeir sitja nú undir ámæli um að fara hressilega fram úr sér. Óhætt er að segja að kraumandi kergja vegna ferðaþjónustunnar Kúkú Campers hafi brotist út í kjölfar fréttar Vísis um stóðlífi í Seljavallalaug. Þar kom meðal annars fram að þeir hjá Kúkú Campers eru afar brattir í markaðsstarfi sínu og senda meðal annars þau skilaboð til sinna umbjóðenda að gráupplagt sé, vegna strjálbýlis, að kasta klæðum um allar koppagrundir og hefja ástarleiki. Seljavallalaug hefur þótt upplagður vettvangur fyrir slíkar æfingar. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í Facebook-hópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar.Kalli Lú er ekki kátur með þá Kúkú Campers-menn.En, þó frjálsleg skilaboð um kynlífsparadísina Ísland hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru ýmis önnur skilaboð sem þykja misvísandi. Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá og veiðiskríbent Vísis, bendir á það að í fyrra hafi hann í fjórgang þurft að beina fólki á vegum Kúkú Campers frá Langá, en það mætti með veiðistöng sína og vildi veiða sér í soðið. Karl segir Kúkú Campers-menn verði hreinlega að skoða hvaða vitleysu þeir eru að senda skjólstæðingum sínum. Karl vísar til skilaboða þar sem sagt er að íslensk lög heimili hverjum sem er að borða hvað sem er hvar sem er. „As a mesure to keep travelers alive in Iceland, there is a law here that allows anyone to eat anything of anyone’s property. You can´t take anything with you from another bloke’s land but you can eat as you want for 24 hours.“ Karl segist þekkja fjölmörg dæmi önnur um það að ferðalangar á vegum Kúkú Campers hafi ekki virt neitt sem heita veiðileyfi og farið um og viljað veiða. Á vegg Karls segist Halldór Gunnarsson, fyrir veiðistaðavefsins veidistadir.is hafa sent inn kvörtun til Ferðamálastofu vegna slíks.Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson eru sérlega hressir ferðamálafrömuðir, svo hressir að mörgum finnst nóg um.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fengu Kúkú Campers ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu í apríl 2012. Leyfið felur það í sér að þeim er leyfilegt að skipuleggja ferðir um landið. Vísi tókst ekki að ná tali af eigendum Kúkú Campers, þeim Steinarri Lár og Lárusi Guðbjartssyni, en var tjáð af starfsmanni fyrirtækisins, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, að þeir væru væntanlegir uppúr hádegi. Vísir ræddi við Elías Bj. Gíslason forstöðumann á Akureyri. Hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir frí og sagðist ekki þekkja nákvæmlega hvort mál tengd fyrirtækinu væru á borði Ferðamálastofu. Elías var á leið Austur þegar Vísir náði tali af honum, og var staddur á Jökuldal og gat því ekki skoðað gögn. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri er í fríi. En, Elías sagði almennt að það væri vandamál innan ferðaþjónustunnar ákveðið ábyrgðarleysi, sem sagt að vilja gera út á þjónustu annarra. Sem oft væri jafnvel ekki fyrir hendi. Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að ekki liggi fyrir neinar kvartanir hjá þeim vegna starfsemi Kúkú Campers, fyrir utan þessa sem áður er nefnd, hún var að berast. Nú liggur fyrir að skoða það erindi og þá einnig hvort þetta sé eitthvað sem heyri til friðar Ferðamálastofu eða hugsanlega einhverrar annarrar stofnunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Óhætt er að segja að kraumandi kergja vegna ferðaþjónustunnar Kúkú Campers hafi brotist út í kjölfar fréttar Vísis um stóðlífi í Seljavallalaug. Þar kom meðal annars fram að þeir hjá Kúkú Campers eru afar brattir í markaðsstarfi sínu og senda meðal annars þau skilaboð til sinna umbjóðenda að gráupplagt sé, vegna strjálbýlis, að kasta klæðum um allar koppagrundir og hefja ástarleiki. Seljavallalaug hefur þótt upplagður vettvangur fyrir slíkar æfingar. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt í Facebook-hópi sem kallast Bakland ferðaþjónustunnar.Kalli Lú er ekki kátur með þá Kúkú Campers-menn.En, þó frjálsleg skilaboð um kynlífsparadísina Ísland hafi farið fyrir brjóstið á mörgum eru ýmis önnur skilaboð sem þykja misvísandi. Karl Lúðvíksson, leiðsögumaður í Langá og veiðiskríbent Vísis, bendir á það að í fyrra hafi hann í fjórgang þurft að beina fólki á vegum Kúkú Campers frá Langá, en það mætti með veiðistöng sína og vildi veiða sér í soðið. Karl segir Kúkú Campers-menn verði hreinlega að skoða hvaða vitleysu þeir eru að senda skjólstæðingum sínum. Karl vísar til skilaboða þar sem sagt er að íslensk lög heimili hverjum sem er að borða hvað sem er hvar sem er. „As a mesure to keep travelers alive in Iceland, there is a law here that allows anyone to eat anything of anyone’s property. You can´t take anything with you from another bloke’s land but you can eat as you want for 24 hours.“ Karl segist þekkja fjölmörg dæmi önnur um það að ferðalangar á vegum Kúkú Campers hafi ekki virt neitt sem heita veiðileyfi og farið um og viljað veiða. Á vegg Karls segist Halldór Gunnarsson, fyrir veiðistaðavefsins veidistadir.is hafa sent inn kvörtun til Ferðamálastofu vegna slíks.Steinarr Lár og Lárus Guðbjartsson eru sérlega hressir ferðamálafrömuðir, svo hressir að mörgum finnst nóg um.Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu fengu Kúkú Campers ferðaskipuleggjandaleyfi frá Ferðamálastofu í apríl 2012. Leyfið felur það í sér að þeim er leyfilegt að skipuleggja ferðir um landið. Vísi tókst ekki að ná tali af eigendum Kúkú Campers, þeim Steinarri Lár og Lárusi Guðbjartssyni, en var tjáð af starfsmanni fyrirtækisins, sem er með höfuðstöðvar í Hafnarfirði, að þeir væru væntanlegir uppúr hádegi. Vísir ræddi við Elías Bj. Gíslason forstöðumann á Akureyri. Hann er nýlega kominn aftur til starfa eftir frí og sagðist ekki þekkja nákvæmlega hvort mál tengd fyrirtækinu væru á borði Ferðamálastofu. Elías var á leið Austur þegar Vísir náði tali af honum, og var staddur á Jökuldal og gat því ekki skoðað gögn. Ólöf Ýrr ferðamálastjóri er í fríi. En, Elías sagði almennt að það væri vandamál innan ferðaþjónustunnar ákveðið ábyrgðarleysi, sem sagt að vilja gera út á þjónustu annarra. Sem oft væri jafnvel ekki fyrir hendi. Helena Þ. Karlsdóttir lögfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að ekki liggi fyrir neinar kvartanir hjá þeim vegna starfsemi Kúkú Campers, fyrir utan þessa sem áður er nefnd, hún var að berast. Nú liggur fyrir að skoða það erindi og þá einnig hvort þetta sé eitthvað sem heyri til friðar Ferðamálastofu eða hugsanlega einhverrar annarrar stofnunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00 Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48 Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Grátandi „Kúkú“ ferðalangar stungu af frá reikningi eftir ókeypis klósettferð Hótelstjóri á Mývatni og framkvæmdastjóri Kúkú Campers eru bæði sammála og ósammála. 30. mars 2016 13:00
Þreytt á glöðum og „Kúkú“ ferðalöngum Æsa Gísladóttir hótelstýra segist ekki hafa áhuga á að vera leiðindakerling gagnvart erlendum ferðamönnum. 29. mars 2016 11:48
Stóðlífi í Seljavallalaug Efast er um að heilsusamlegt sé að fara í Seljavallalaug 10. maí 2016 14:08