Sigmundur Davíð opnar bókhaldið Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. maí 2016 07:43 Anna SIgurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum. Vísir/Valli Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43
Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30