Eurovision-réttir Evu Laufeyjar Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 15:30 Mjög girnilegt allt saman. vísir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er einn vinsælasti sjónvarpskokkur landsins og hefur hún tekið saman sniðuga Eurovision-rétti sem hægt er að skella í á kvöldi sem þessu. Greta Salóme mun stíga á stokk í Stokkhólmi í kvöld og flytja lagið Hear Them Calling í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Þá kemur í ljós hvort að við Íslendingar eigum eftir að taka þátt í lokakvöldinu á laugardaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar góðar uppskriftir fyrir kvöldið sem birtust fyrst á bloggsíðu Evu.Karamellupoppið sem allir elska 100 g sykur3 msk smjör½ - 1 dl rjómi (má vera meira ef þið viljið þynnri sósu)Sjávarsalt1 poki popp eða einn meðalstór pottur af poppi Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Hellið sósunni yfir poppið, mér finnst best að gera það í skál og færið síðan poppið yfir í aðra skál sem þið ætlið að bera það fram í. Einfalt, fljótlegt og sjúklega gott.Mjúk súkkulaðikaka með ljúffengri karamellufyllingu 150 g smjör 2 Brúnegg 2 dl sykur 3 dl Kornax hveiti 1 tsk lyftiduft 2 tsk vanilla extract (eða dropar/sykur)4 msk kakó Ögn af salti 3 - 4 msk Dulce de leche karamellusósa Aðferð:Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör við vægan hita. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Blandið þurrefnum saman og blandið varlega saman við eggjablönduna með sleif. Hellið smjörinu og vanillu saman við og hrærið með sleif, saltið smávegis. Smyrjið form og hellið deiginu í formið. Setjið karamellusósuna yfir deigið.Bakið við 180°C í 18 - 20 mínútur, kakan á að vera svolítið blaut. Kælið á meðan þið útbúið kremið. Súkkulaðikremi með karamellusósu 70 g smjör 120 g suðusúkkulaði2 msk sírópsmávegis af salti 2 msk Dulce de lecheAðferð: Brjótið súkkulaðið og bræðið saman við smjörið við vægan hita, ekki fara frá pottinum. Það er mjög auðvelt að brenna þessa góðu sósu. Bætið sírópinu og karamellusósunni við í lokin, hrærið saman og hellið yfir kökuna. Berið kökuna fram með flórsykri og þeyttum rjóma, ég lofa ykkur því að kakan mun slá í gegn. Guðdómleg skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum berjumUnaðsleg skyrkaka.Tryllt SnickerskakaSnickerskakaBrownies uppskrift:150 g smjör250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g KORNAX hveiti1 tsk vanillusykur 2 msk kakóKaramellufylling1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan100 g ristaðar kasjúhnetur Súkkulaðikrem:250 g mjólkursúkkulaðiAðferð: Hitið ofninn í 170°C (blástur).Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel saman. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20x20) og bakið við 170°C í 30 mínútur. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg í forminu. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í karamellufyllinguna í pott við vægan hita og hrærið mjög vel þar til fyllingin hefur blandast vel saman. Hellið karamellufyllingunni ofan á súkkulaðiköku og kælið. Bræðið mjólkursúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna í lokin. Kælið og þegar súkkulaðið er orðið hart þá er kakan tilbúin, skerið hana í bita og berið strax fram. Girnilegt ostasalatOSTASALAT1 mexíkóostur1 hvítlauksostur1 dós sýrður rjómi1 1/2 msk grískt jógúrt1 rauð paprika, smátt söxuð1/4 púrrulaukur, smátt saxaðurvinber, magn eftir smekkAðferð: Hrærið sýrða rjómanum og gríska jógúrtinu saman. Skerið ostana niður í litla bita og blandið saman við sósuna. Skerið papriku og púrrulauk smátt og blandið saman við. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk. Ég læt svolítið vel af vínberjum vegna þess að mér finnst þau svakalega góð. Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu. Að mínu mati er salatið betra ef það fær að standa í nokkrar klst. í ísskápnum áður en það er borið fram. Eurovision Eva Laufey Kökur og tertur Ostakökur Partýréttir Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er einn vinsælasti sjónvarpskokkur landsins og hefur hún tekið saman sniðuga Eurovision-rétti sem hægt er að skella í á kvöldi sem þessu. Greta Salóme mun stíga á stokk í Stokkhólmi í kvöld og flytja lagið Hear Them Calling í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Þá kemur í ljós hvort að við Íslendingar eigum eftir að taka þátt í lokakvöldinu á laugardaginn. Hér að neðan má sjá nokkrar góðar uppskriftir fyrir kvöldið sem birtust fyrst á bloggsíðu Evu.Karamellupoppið sem allir elska 100 g sykur3 msk smjör½ - 1 dl rjómi (má vera meira ef þið viljið þynnri sósu)Sjávarsalt1 poki popp eða einn meðalstór pottur af poppi Aðferð: Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín. Í lokin bætið þið saltinu saman við. Hellið sósunni yfir poppið, mér finnst best að gera það í skál og færið síðan poppið yfir í aðra skál sem þið ætlið að bera það fram í. Einfalt, fljótlegt og sjúklega gott.Mjúk súkkulaðikaka með ljúffengri karamellufyllingu 150 g smjör 2 Brúnegg 2 dl sykur 3 dl Kornax hveiti 1 tsk lyftiduft 2 tsk vanilla extract (eða dropar/sykur)4 msk kakó Ögn af salti 3 - 4 msk Dulce de leche karamellusósa Aðferð:Hitið ofninn í 180°C. Bræðið smjör við vægan hita. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Blandið þurrefnum saman og blandið varlega saman við eggjablönduna með sleif. Hellið smjörinu og vanillu saman við og hrærið með sleif, saltið smávegis. Smyrjið form og hellið deiginu í formið. Setjið karamellusósuna yfir deigið.Bakið við 180°C í 18 - 20 mínútur, kakan á að vera svolítið blaut. Kælið á meðan þið útbúið kremið. Súkkulaðikremi með karamellusósu 70 g smjör 120 g suðusúkkulaði2 msk sírópsmávegis af salti 2 msk Dulce de lecheAðferð: Brjótið súkkulaðið og bræðið saman við smjörið við vægan hita, ekki fara frá pottinum. Það er mjög auðvelt að brenna þessa góðu sósu. Bætið sírópinu og karamellusósunni við í lokin, hrærið saman og hellið yfir kökuna. Berið kökuna fram með flórsykri og þeyttum rjóma, ég lofa ykkur því að kakan mun slá í gegn. Guðdómleg skyrkaka með hvítu súkkulaði og ferskum berjumUnaðsleg skyrkaka.Tryllt SnickerskakaSnickerskakaBrownies uppskrift:150 g smjör250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g KORNAX hveiti1 tsk vanillusykur 2 msk kakóKaramellufylling1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan100 g ristaðar kasjúhnetur Súkkulaðikrem:250 g mjólkursúkkulaðiAðferð: Hitið ofninn í 170°C (blástur).Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel saman. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20x20) og bakið við 170°C í 30 mínútur. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg í forminu. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í karamellufyllinguna í pott við vægan hita og hrærið mjög vel þar til fyllingin hefur blandast vel saman. Hellið karamellufyllingunni ofan á súkkulaðiköku og kælið. Bræðið mjólkursúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna í lokin. Kælið og þegar súkkulaðið er orðið hart þá er kakan tilbúin, skerið hana í bita og berið strax fram. Girnilegt ostasalatOSTASALAT1 mexíkóostur1 hvítlauksostur1 dós sýrður rjómi1 1/2 msk grískt jógúrt1 rauð paprika, smátt söxuð1/4 púrrulaukur, smátt saxaðurvinber, magn eftir smekkAðferð: Hrærið sýrða rjómanum og gríska jógúrtinu saman. Skerið ostana niður í litla bita og blandið saman við sósuna. Skerið papriku og púrrulauk smátt og blandið saman við. Skerið að lokum nokkur vínber, magn fer eftir smekk. Ég læt svolítið vel af vínberjum vegna þess að mér finnst þau svakalega góð. Blandið þeim saman við og hrærið vel í salatinu. Að mínu mati er salatið betra ef það fær að standa í nokkrar klst. í ísskápnum áður en það er borið fram.
Eurovision Eva Laufey Kökur og tertur Ostakökur Partýréttir Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira