Tónninn og textinn með Gretu Salóme en hraðinn vinnur þó á móti henni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2016 14:08 Greta Salóme á æfingu í Globen. Vísir/Getty Spennan fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, er í mögulega í hámarki hér á Íslandi þar sem fulltrúi Íslendinga, Greta Salome, stígur á svið í Globen í Stokkhólmi í kvöld þar sem hún freistar þess að komast upp úr fyrri undanriðlinum með lagið sitt Hear Them Calling. Ef horft er á sögu keppninnar er margt með Gretu Salóme. Hún verður til að mynda sextándi flytjandinn á svið í kvöld en venjulega er mesta áhorfið á undankvöldin þegar fjórtándi flytjandinn stígur á svið.Í fyrra var hins vegar María Ólafsdóttir tólfti flytjandinn á svið í seinni undanriðlinum en komst ekki áfram. Annað sem talið er vænlegt til árangurs í Eurovision er að syngja lag sem er moll. Af síðustu tíu sigurvegurum keppninnar hafa 9 þeirra flutt lög sem eru í moll en eitt þeirra var í dúr. Lag Gretu Salóme er einmitt í moll. Þá hafa ýmsir spekingar reynt að rýna í áhorfstölur á YouTube. Ef bara er horft til landanna sem eru með Íslandi í fyrri undanriðlinum er Greta þar í áttunda sæti yfir áhorf á YouTube-rás Eurovision-keppninnar. Tíu lönd komast upp úr riðlinum í kvöld og er Greta samkvæmt þessum tölum örugg áfram í úrslitin, þó svo erfitt sé að horfa of mikið í það.Malta 4,3 milljónir áhorfaAserbaídsjan 3,6 milljónir áhorfaArmenía 3,4 milljónir áhorfaRússland 2,4 milljónir áhorfaBosnía Hersegovína 2,3 milljónir áhorfaTékkland með 1,7 milljónir áhorfaKýpur 1,2 milljónir áhorfaGrikkland 1,1 milljón áhorfaÍsland 979 þúsund áhorfUngverjaland 961 þúsund áhorf Einnig hefur verið reynt að horfa til hraða laga, sem sagt hve mörg slög á mínútu þau innihalda. Tempó laga er æði misjafnt en flest þeirra sem fá mikla útvarpsspilun eru um 128 slög á mínútu að jafnaði. Söngur Gretu Salóme um kalda nótt gæti aukið líkur hennar á velgengni í keppninni.Vísir/EPAÍ úttekt breska dagblaðsins The Guardian í fyrra kom fram að hraði sé ávísun á „dauða“ í Eurovision. Þau lög sem hafa verið yfir 128 slögum hefur ekki gengið vel. Þó þetta sé ekki hávísindaleg mæling á velgengni laga í Eurovision þá má kannski benda á að keppnin í fyrra var ein sú allra hægasta. Eitt lag innihélt 128 slög á mínútu, framlag Litháa, framlag Serbíu innihélt 129 slög á mínútu og innihélt framlag Hvíta Rússlands 130 slög á mínútu. Litháen komst upp úr sínum riðli en hafnaði í átjánda sæti í úrslitunum en Hvíta Rússland komst ekki áfram úr sínum undanriðli. Serbía komst áfram í úrslit og hafnaði þar í tíunda sæti. Sigurlag Svíþjóðar, Heroes, var 124 slög á mínútu. Lag Gretu Salóme, Hear Them Calling, er hins vegar 135 slög á mínútu. Í grein The Guardian var þó bent á að þeir flytjendur sem hafa minnst á slæmt veður, þrumur, eldingar, rigningu, gangi oftast vel ef þeir syngja lög sem eru í moll. Greta Salóme syngur lag í moll og minnist á kalda nótt, þannig að spurningin er hvort það muni hjálpa henni. Veðbankar spá almennt Gretu Salóme góðu gengi, að hún fari í úrslitin en er þó ekki spáð sigri. Er hún oftast sett í kringum 15. sæti en hún hefur hækkað síðan æfingar hófust í Svíþjóð, var lengi framan af í 20. sæti, en hún horfir fram á harða samkeppni vegna fjölda kvenkynskeppenda sem syngja einir á sviði í ár. Eurovision Tengdar fréttir Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ "Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. 10. maí 2016 12:30 Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30 Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Spennan fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, er í mögulega í hámarki hér á Íslandi þar sem fulltrúi Íslendinga, Greta Salome, stígur á svið í Globen í Stokkhólmi í kvöld þar sem hún freistar þess að komast upp úr fyrri undanriðlinum með lagið sitt Hear Them Calling. Ef horft er á sögu keppninnar er margt með Gretu Salóme. Hún verður til að mynda sextándi flytjandinn á svið í kvöld en venjulega er mesta áhorfið á undankvöldin þegar fjórtándi flytjandinn stígur á svið.Í fyrra var hins vegar María Ólafsdóttir tólfti flytjandinn á svið í seinni undanriðlinum en komst ekki áfram. Annað sem talið er vænlegt til árangurs í Eurovision er að syngja lag sem er moll. Af síðustu tíu sigurvegurum keppninnar hafa 9 þeirra flutt lög sem eru í moll en eitt þeirra var í dúr. Lag Gretu Salóme er einmitt í moll. Þá hafa ýmsir spekingar reynt að rýna í áhorfstölur á YouTube. Ef bara er horft til landanna sem eru með Íslandi í fyrri undanriðlinum er Greta þar í áttunda sæti yfir áhorf á YouTube-rás Eurovision-keppninnar. Tíu lönd komast upp úr riðlinum í kvöld og er Greta samkvæmt þessum tölum örugg áfram í úrslitin, þó svo erfitt sé að horfa of mikið í það.Malta 4,3 milljónir áhorfaAserbaídsjan 3,6 milljónir áhorfaArmenía 3,4 milljónir áhorfaRússland 2,4 milljónir áhorfaBosnía Hersegovína 2,3 milljónir áhorfaTékkland með 1,7 milljónir áhorfaKýpur 1,2 milljónir áhorfaGrikkland 1,1 milljón áhorfaÍsland 979 þúsund áhorfUngverjaland 961 þúsund áhorf Einnig hefur verið reynt að horfa til hraða laga, sem sagt hve mörg slög á mínútu þau innihalda. Tempó laga er æði misjafnt en flest þeirra sem fá mikla útvarpsspilun eru um 128 slög á mínútu að jafnaði. Söngur Gretu Salóme um kalda nótt gæti aukið líkur hennar á velgengni í keppninni.Vísir/EPAÍ úttekt breska dagblaðsins The Guardian í fyrra kom fram að hraði sé ávísun á „dauða“ í Eurovision. Þau lög sem hafa verið yfir 128 slögum hefur ekki gengið vel. Þó þetta sé ekki hávísindaleg mæling á velgengni laga í Eurovision þá má kannski benda á að keppnin í fyrra var ein sú allra hægasta. Eitt lag innihélt 128 slög á mínútu, framlag Litháa, framlag Serbíu innihélt 129 slög á mínútu og innihélt framlag Hvíta Rússlands 130 slög á mínútu. Litháen komst upp úr sínum riðli en hafnaði í átjánda sæti í úrslitunum en Hvíta Rússland komst ekki áfram úr sínum undanriðli. Serbía komst áfram í úrslit og hafnaði þar í tíunda sæti. Sigurlag Svíþjóðar, Heroes, var 124 slög á mínútu. Lag Gretu Salóme, Hear Them Calling, er hins vegar 135 slög á mínútu. Í grein The Guardian var þó bent á að þeir flytjendur sem hafa minnst á slæmt veður, þrumur, eldingar, rigningu, gangi oftast vel ef þeir syngja lög sem eru í moll. Greta Salóme syngur lag í moll og minnist á kalda nótt, þannig að spurningin er hvort það muni hjálpa henni. Veðbankar spá almennt Gretu Salóme góðu gengi, að hún fari í úrslitin en er þó ekki spáð sigri. Er hún oftast sett í kringum 15. sæti en hún hefur hækkað síðan æfingar hófust í Svíþjóð, var lengi framan af í 20. sæti, en hún horfir fram á harða samkeppni vegna fjölda kvenkynskeppenda sem syngja einir á sviði í ár.
Eurovision Tengdar fréttir Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ "Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. 10. maí 2016 12:30 Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30 Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ "Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. 10. maí 2016 12:30
Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30
Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30