NBA: Framlengt í báðum leikjunum og Curry snéri aftur með tilþrifum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 07:00 Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor. NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor.
NBA Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn