Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson fara yfir allt það helsta úr viðburðaríkri keppni í Mónakó. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark eftir kostnaðarsamt klúður Red Bull liðsins.
Hamilton fagnaði innilega enda fyrsta keppnin sem heimsmeistarinn vinnur síðan í Austin í Texas á síðasta ári. En þar tryggði hann sér einmitt heimsmeistaratitilinn.
Hamilton fagnaði með Justin Bieber og gaf honum sopa af kampavíninu sínu.
Daniel Ricciardo var ekki í skapi til að fagna en klúður Red Bull liðsins kostaði hann allt að því unna keppni. Dekkin sem vantaði í þjónustuhléi Ástralans voru aftast í bílskúrnum og það tók því töluverðan tíma að finna þau til.
