Þingmaður Pírata sér engin rök fyrir kosningabandalagi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2016 19:16 Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn. Kosningar 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2016 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira