Þingmaður Pírata sér engin rök fyrir kosningabandalagi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. maí 2016 19:16 Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn. Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Þingmaður Pírata segist ekki sjá nein rök fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi með sér kosningabandalag fyrir næstu kosningar en flokkurinn mælist með tæp 29 prósent í nýrri könnun fréttastofu 365. Samfylkingin mælist með rúm sex prósent. Könnun fréttastofu var framkvæmd dagana 23. og 24. maí og tóku alls 67 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fylgi Bjartrar framtíðar minnkar lítillega miðað við síðustu könnun og mælist flokkurinn nú með 2,5 prósent. Framsókn bætir við sig tæpu prósenti og fylgi Sjálfstæðisflokks stendur nokkurn veginn í stað, mælist tæp 32 prósent. Samfylkingin mælist með rúmlega sex prósent og tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun og Vinstri græn mælast með rúm 18 prósent. Píratar mælast með tæp 29 prósent og minnkar fylgið um eitt og hálft prósent frá síðustu könnun.Mjög alvarlegt ástand Kosning um nýjan formann Samfylkingarinnar hefst á morgun og stendur í viku en fráfarandi formaður segist aldrei hafa trúað því að einn maður geti stöðvað þessa þróun eða snúið henni við. „Þetta er orðið mjög alvarlegt ástand. Fylgið er orðið langt, langt, langt, langt fyrir neðan það sem er ásættanlegt. Nú þarf sameiginlegt átak til að snúa þessu við, ef það er, og það er það sem við þurfum að horfa til að skapist núna á landsfundi og með nýrri forystu,” segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Þingmenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafa talað fyrir því að flokkarnir eigi ásamt Vinstri grænum og Pírötum að ganga til kosninga sem kosningabandalag um tiltekin málefni. „En ég hef talað fyrir því, og alltaf talað fyrir því, að þeir flokkar sem telja sig til vinstri við miðju og miðjuflokkar, vinni saman um ákveðin málefni,” segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna en tekur fram að engar formlegar viðræður um kosningabandalag hafi átt sér stað.Skilur ekki rökin fyrir kosningabandalagi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í fréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að gera með sér kosningabandalag. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist ekki hafa skynjað neinn áhuga hjá Pírötum á að stofna til slíks bandalags með fyrrgreindum flokkum en flokkurinn hafi þó ekki tekið formlega afstöðu til málsins. „Ég bara skil ekki rökin fyrir því að gera það. Þetta eru ekki sami flokkurinn, það er ástæða fyrir því að þetta eru aðskilin framboð, þannig að ég bara hef ekki heyrt nein sérstaklega góð rök fyrir kosningabandalagi,” segir Helgi Hrafn.
Kosningar 2016 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira